Guðjón Pétur og Hermann ná sáttum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2022 14:01 Guðjón Pétur á fleygiferð gegn FH fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, og Hermann Hreiðarsson, þjálfari liðsins, hafa náð sáttum eftir að sauð upp úr á milli þeirra tveggja í leik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta nýverið. Í kjölfarið var Guðjón Pétur settur í vikustraff en hann segir nú málið úr sögunni. Frá þessu var greint á íþróttavef Fréttablaðsins en þar staðfesti Guðjón Pétur að niðurstaða væri komin í málið sem hefði verið blásið allverulega upp. Þá hefur Guðjón Pétur beðist afsökunar í lokaðu stuðningsmannaspjalli ÍBV á Facebook. Þannig er mál með vexti að Guðjón Pétur var tekinn af velli í leik gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Virtist sem Guðjón Pétur hefði hreytt nokkrum vel völdum orðum í Hermann sem brást ókvæða við. Náðist atvikið á myndband. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 Í kjölfarið var farið yfir atvikið í Stúkunni þar sem menn töldu litlar líkur á því að Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV á nýjan leik. Það virðist þó allt stefna í að miðjumaðurinn knái verði í leikmannahóp liðsins þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta til Eyja þann 15. júní. „Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði,“ segir Guðjón Pétur á Facebook. Í viðtali sínu við Fréttablaði segir hann: „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli.“ „Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman, ótrúlega gott spjall. Þarna mættust bara tveir sterkir karakterar,“ bætti Guðjón Pétur við . Í skrifum sínum á Facebook nefnir hann neikvæðni frá fjölmiðlum og „mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel.“ „Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið,“ sagði Guðjón Pétur að endingu í spjalli sínu við Fréttablaðið og á Facebook tekur leikmaðurinn fram að hann og aðrir leikmenn liðsins muni gera allt sitt til að rétta úr kútnum. ÍBV er í 11. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig þegar átta umferðum er lokið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35 Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Frá þessu var greint á íþróttavef Fréttablaðsins en þar staðfesti Guðjón Pétur að niðurstaða væri komin í málið sem hefði verið blásið allverulega upp. Þá hefur Guðjón Pétur beðist afsökunar í lokaðu stuðningsmannaspjalli ÍBV á Facebook. Þannig er mál með vexti að Guðjón Pétur var tekinn af velli í leik gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Virtist sem Guðjón Pétur hefði hreytt nokkrum vel völdum orðum í Hermann sem brást ókvæða við. Náðist atvikið á myndband. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 Í kjölfarið var farið yfir atvikið í Stúkunni þar sem menn töldu litlar líkur á því að Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV á nýjan leik. Það virðist þó allt stefna í að miðjumaðurinn knái verði í leikmannahóp liðsins þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta til Eyja þann 15. júní. „Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði,“ segir Guðjón Pétur á Facebook. Í viðtali sínu við Fréttablaði segir hann: „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli.“ „Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman, ótrúlega gott spjall. Þarna mættust bara tveir sterkir karakterar,“ bætti Guðjón Pétur við . Í skrifum sínum á Facebook nefnir hann neikvæðni frá fjölmiðlum og „mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel.“ „Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið,“ sagði Guðjón Pétur að endingu í spjalli sínu við Fréttablaðið og á Facebook tekur leikmaðurinn fram að hann og aðrir leikmenn liðsins muni gera allt sitt til að rétta úr kútnum. ÍBV er í 11. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig þegar átta umferðum er lokið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35 Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35