Þyrlan send til Eyja vegna þoku í Reykjavík Árni Sæberg skrifar 30. maí 2022 23:13 Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að sækja veikan einstakling til Vestmannaeyja vegna veðurskilyrða í höfuðborginni. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík í nótt. Mikil þoka hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu síðan í gær vegna þess hversu hlýtt loft hefur verið yfir landinu undanfarið. Þokan olli því að flugvél Mýflugs gat ekki flutt veikan einstakling frá Vestmannaeyjum í nótt. „Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum á þessu ári að Landhelgisgæslan hefur sinnt sjúkraflugi frá Eyjum þegar aðstæður í Vestmannaeyjum hafa verið með þeim hætti að flugvél hefur ekki getað ekki lent þar. Þá eiga þyrlurnar auðveldara um vik að lenda annars staðar á eyjunni en þetta var akkúrat öfugt í nótt. Þá var það þannig að sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna þoku. Aftur á móti heiðskýrt og sérlega gott veður í Vestmannaeyjum,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að útkallið hafa gengið vel og að sjúklingnum hafi verið komið hratt og örugglega á Landspítala. Þá segir hann að það sem af er ári hafi Landhelgisgæslan farið óvenjumörg sjúkraflug til Vestmannaeyja vegna slæmra veðurskilyrða í Eyjum. Til að mynda hafi þyrluflugmaður lent þyrlunni á bílastæði á Hamrinum fyrir aðeins um hálfum mánuði. Þá sótti þyrlan slasaðan franskan ferðamann til Eyja um helgina en sá hafði runnið í skriðum við Stafsnes og fallið tugi metra. Landhelgisgæslan Vestmannaeyjar Reykjavík Veður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Mikil þoka hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu síðan í gær vegna þess hversu hlýtt loft hefur verið yfir landinu undanfarið. Þokan olli því að flugvél Mýflugs gat ekki flutt veikan einstakling frá Vestmannaeyjum í nótt. „Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum á þessu ári að Landhelgisgæslan hefur sinnt sjúkraflugi frá Eyjum þegar aðstæður í Vestmannaeyjum hafa verið með þeim hætti að flugvél hefur ekki getað ekki lent þar. Þá eiga þyrlurnar auðveldara um vik að lenda annars staðar á eyjunni en þetta var akkúrat öfugt í nótt. Þá var það þannig að sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna þoku. Aftur á móti heiðskýrt og sérlega gott veður í Vestmannaeyjum,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að útkallið hafa gengið vel og að sjúklingnum hafi verið komið hratt og örugglega á Landspítala. Þá segir hann að það sem af er ári hafi Landhelgisgæslan farið óvenjumörg sjúkraflug til Vestmannaeyja vegna slæmra veðurskilyrða í Eyjum. Til að mynda hafi þyrluflugmaður lent þyrlunni á bílastæði á Hamrinum fyrir aðeins um hálfum mánuði. Þá sótti þyrlan slasaðan franskan ferðamann til Eyja um helgina en sá hafði runnið í skriðum við Stafsnes og fallið tugi metra.
Landhelgisgæslan Vestmannaeyjar Reykjavík Veður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira