„Fjandinn laus þessa nóttina“ Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 07:20 Lögregla þurfti að sinna verkefnum af ýmsum toga í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm „Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina. Að sögn lögreglu var maður handtekinn í Grafarvogi vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í fangaklefa. Þá hafi framleiðsla fíkniefna verið stöðvuð í Breiðholti og einn einstaklingur handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar maður hafi verið handtekinn í Breiðholti vegna hótanna, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangaklefa. Talsverðar skemmdir vegna eldsvoða Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maður og kona hafi verið handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla og þau bæði vistuð í fangaklefum. Sömuleiðis hafi manni verið vísað út af veitingastað í sama sveitarfélagi eftir að hann hafði verið til vandræða þar innandyra. Eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og urðu þar talsverðar skemmdir. Líkt og Vísir greindi frá í gær er um að ræða rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði OSS í Skútuvogi. Að sögn lögreglu var maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt. Afskipti hafi síðan verið höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Hótaði lögreglu Sömuleiðis kemur fram í dagbók lögreglu að maður hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Var árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá hafi annar verið handtekinn sagður hafa angrað gesti í miðbænum. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal fólks. Sá þriðji var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ. Að sögn lögreglu neitaði maðurinn að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Var sá vistaður í fangaklefa. Höfðu afskipti að krökkum með kannabis Lögregla handtók mann í Garðabæ vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps en maðurinn var vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar ökumaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig segir í dagbók lögreglu að afskipti hafi verið höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið hafi verið afgreitt með foreldrum og barnavernd. Einnig hafi lögregla komið nokkrum borgurum til aðstoðar þar sem voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Alls hafi níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og/eða fíkniefna. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Næturlíf Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Að sögn lögreglu var maður handtekinn í Grafarvogi vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í fangaklefa. Þá hafi framleiðsla fíkniefna verið stöðvuð í Breiðholti og einn einstaklingur handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar maður hafi verið handtekinn í Breiðholti vegna hótanna, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangaklefa. Talsverðar skemmdir vegna eldsvoða Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maður og kona hafi verið handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla og þau bæði vistuð í fangaklefum. Sömuleiðis hafi manni verið vísað út af veitingastað í sama sveitarfélagi eftir að hann hafði verið til vandræða þar innandyra. Eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og urðu þar talsverðar skemmdir. Líkt og Vísir greindi frá í gær er um að ræða rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði OSS í Skútuvogi. Að sögn lögreglu var maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt. Afskipti hafi síðan verið höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Hótaði lögreglu Sömuleiðis kemur fram í dagbók lögreglu að maður hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Var árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá hafi annar verið handtekinn sagður hafa angrað gesti í miðbænum. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal fólks. Sá þriðji var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ. Að sögn lögreglu neitaði maðurinn að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Var sá vistaður í fangaklefa. Höfðu afskipti að krökkum með kannabis Lögregla handtók mann í Garðabæ vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps en maðurinn var vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar ökumaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig segir í dagbók lögreglu að afskipti hafi verið höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið hafi verið afgreitt með foreldrum og barnavernd. Einnig hafi lögregla komið nokkrum borgurum til aðstoðar þar sem voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Alls hafi níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og/eða fíkniefna.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Næturlíf Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira