Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 14:01 Á meðan breskur almenningur mátti dúsa heima, jafnvel þó að náinn ættingi lægi banalegu á sjúkrahúsi, var oft glatt á hjalla í Downing-stræti 10 þar sem starfslið drakk og skemmti sér langt fram eftir nóttu. Johnson forsætisráðherra sagðist axla fulla ábyrgð á því en að hann ætlaði þó ekki að stíga til hliðar. AP/Matt Dunham Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á veislunum sem hneyksluðu breskan almenning. Johnson og starfslið hans virtu sóttvarnareglur ítrekað að vettugi. Í skýrslu Sue Gray, sem hefur umsjón með siðareglum breska stjórnarráðsins, segir að æðstu leiðtogar verði að axla ábyrgð á menningunni sem leyfði slíkum samkomum að eiga sér stað á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir giltu fyrir sauðsvartan almúgann. Gray rannsakaði sextán viðburði sem Johnson og starfslið hans var viðstatt árið 2020 og 2021. Lögregla hafði áður sektað 83 einstaklinga sem tóku þátt í þeim fyrir að brjóta sóttvarnareglur, þar á meðal Johnson sjálfan. Í skýrslunni kemur einnig fram að óhófleg drykkja hafi átt sér stað í veislunum og að starfsliðið hafi sýnt hreingerningarfólki og öryggisvörðum lítilsvirðingu. Þeir sem stóðu að þeim hafi látið varnaðarorð um að þær brytu gegn reglum sem vind um eyru þjóta. Starfsmenn sem voru viðstaddir veislurnar sögðu breska ríkisútvarpinu BBC að mannþröng hefði verið í þeim. Daginn eftir hafi tómar flöskur og rusl legið eins og hráviði yfir skrifstofunni. Í sumum tilfellum hafi gleðskapurinn staðið svo lengi að starfsmenn hafi sofið í Downing-stræti. Á sama tíma og veislurnar voru haldnar var almenningi bannað að koma saman, jafnvel til að kveðja nána ástvini sem lágu banaleguna. Vill snúa sér að öðrum málum Johnson sagðist axla fulla ábyrgð á öllu því sem átti sér stað en að hann ætlaði sér ekki að segja af sér. Hann hafi lært sína lexíu en nú vilji hann beina athyglinni að forgangsmálum ríkisstjórnar hans. Engan þarf að undra að Johnson vilji ekki dvelja við brotin enda er talið að umfjöllun um þau hafi skaðað Íhaldsflokk hans í sveitarstjórnarskosningum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Gagnrýnendur Johnson, þar á meðal hans eigin flokkssystkini, telja að hann hafi logið að þinginu um veisluhöldin. Johnson sagði meðal annars í fyrra að engar reglur hefðu verið brotnar og engin teiti hefðu verið haldin. Í dag sagðist hann hafa tjáð þinginu það sem hann taldi sannleikann á þeim tíma. Myndir birtust þó nýlega af Johnson sjálfum í gleðskap sem þessum. Hann hefur ekki verið sektaður vegna þess jafnvel þó að aðrir sem voru viðstaddir hafi verið það. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sakaði ríkisstjórn Johnson um að nálgast fórnir sem breskur almenningur hefði fært í Covid-faraldrinum með algerri vanvirðingu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á veislunum sem hneyksluðu breskan almenning. Johnson og starfslið hans virtu sóttvarnareglur ítrekað að vettugi. Í skýrslu Sue Gray, sem hefur umsjón með siðareglum breska stjórnarráðsins, segir að æðstu leiðtogar verði að axla ábyrgð á menningunni sem leyfði slíkum samkomum að eiga sér stað á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir giltu fyrir sauðsvartan almúgann. Gray rannsakaði sextán viðburði sem Johnson og starfslið hans var viðstatt árið 2020 og 2021. Lögregla hafði áður sektað 83 einstaklinga sem tóku þátt í þeim fyrir að brjóta sóttvarnareglur, þar á meðal Johnson sjálfan. Í skýrslunni kemur einnig fram að óhófleg drykkja hafi átt sér stað í veislunum og að starfsliðið hafi sýnt hreingerningarfólki og öryggisvörðum lítilsvirðingu. Þeir sem stóðu að þeim hafi látið varnaðarorð um að þær brytu gegn reglum sem vind um eyru þjóta. Starfsmenn sem voru viðstaddir veislurnar sögðu breska ríkisútvarpinu BBC að mannþröng hefði verið í þeim. Daginn eftir hafi tómar flöskur og rusl legið eins og hráviði yfir skrifstofunni. Í sumum tilfellum hafi gleðskapurinn staðið svo lengi að starfsmenn hafi sofið í Downing-stræti. Á sama tíma og veislurnar voru haldnar var almenningi bannað að koma saman, jafnvel til að kveðja nána ástvini sem lágu banaleguna. Vill snúa sér að öðrum málum Johnson sagðist axla fulla ábyrgð á öllu því sem átti sér stað en að hann ætlaði sér ekki að segja af sér. Hann hafi lært sína lexíu en nú vilji hann beina athyglinni að forgangsmálum ríkisstjórnar hans. Engan þarf að undra að Johnson vilji ekki dvelja við brotin enda er talið að umfjöllun um þau hafi skaðað Íhaldsflokk hans í sveitarstjórnarskosningum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Gagnrýnendur Johnson, þar á meðal hans eigin flokkssystkini, telja að hann hafi logið að þinginu um veisluhöldin. Johnson sagði meðal annars í fyrra að engar reglur hefðu verið brotnar og engin teiti hefðu verið haldin. Í dag sagðist hann hafa tjáð þinginu það sem hann taldi sannleikann á þeim tíma. Myndir birtust þó nýlega af Johnson sjálfum í gleðskap sem þessum. Hann hefur ekki verið sektaður vegna þess jafnvel þó að aðrir sem voru viðstaddir hafi verið það. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sakaði ríkisstjórn Johnson um að nálgast fórnir sem breskur almenningur hefði fært í Covid-faraldrinum með algerri vanvirðingu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira