„Framsókn setti okkur afarkosti sem við gátum ekki sætt okkur við“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2022 11:01 Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingar á Akranesi Samfylkingin sleit viðræðum við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Akranesi í gær. Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að Framsókn hafi sett flokknum afarkosti sem hann hafi ekki getað gengið að. Þeir afarkostir sneru að fjölda sæta sem Framsókn fengi í ráðum og nefndum bæjarins á kjörtímabilinu. „Ég er búinn að vera að lesa fréttir í morgun þar sem oddviti Framsóknar segir að þau hafi viljað spegla skiptinguna frá síðasta kjörtímabili,“ segir Valgarður. „Mér fannst þau bjóða okkur lakari kosti núna en á síðasta kjörtímabili.“ Framsókn er með aukinn styrk á bak við sig nú en á síðasta kjörtímabili þar sem flokkarnir störfuðu saman. Þá var flokkurinn með tvo bæjarfulltrúa en Samfylking þrjá. Nú eru báðir flokkar með þrjá menn í bæjarstjórn. Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi, og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.Vísir/Arnar „Okkur þótti eðlilegast að þarna væri tveir jafnstórir flokkar og að þeir skiptu þá jafnt með sér sætum í ráð og nefndir,“ segir Valgarður. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar viljað „spegla skiptinguna“ á nefndarsæturunum eins og Valgarður orðar það. Það er að segja að Samfylkingin fengi á þessu kjörtímabili jafn marga í ráð og nefndir og Framsókn síðast - þó Samfylkingin sé með fleiri bæjarfulltrúa en Framsókn þá. „Það gátum við einfaldlega ekki sætt okkur við,“ segir Valgarður. Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu Nú er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður næstu skrefum á Akranesi en hann náði einnig inn þremur mönnum og getur nú valið sér hvort hann fari í meirihlutaviðræður við Samfylkingu eða Framsókn. Valgarður segist hafa rætt við Líf Lárusdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og að þau hafi komið sér saman um að hittast í dag. Hann er bjartsýnn á að flokkarnir geti fundið flöt fyrir meirihlutasamstarfi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Þeir afarkostir sneru að fjölda sæta sem Framsókn fengi í ráðum og nefndum bæjarins á kjörtímabilinu. „Ég er búinn að vera að lesa fréttir í morgun þar sem oddviti Framsóknar segir að þau hafi viljað spegla skiptinguna frá síðasta kjörtímabili,“ segir Valgarður. „Mér fannst þau bjóða okkur lakari kosti núna en á síðasta kjörtímabili.“ Framsókn er með aukinn styrk á bak við sig nú en á síðasta kjörtímabili þar sem flokkarnir störfuðu saman. Þá var flokkurinn með tvo bæjarfulltrúa en Samfylking þrjá. Nú eru báðir flokkar með þrjá menn í bæjarstjórn. Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi, og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.Vísir/Arnar „Okkur þótti eðlilegast að þarna væri tveir jafnstórir flokkar og að þeir skiptu þá jafnt með sér sætum í ráð og nefndir,“ segir Valgarður. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar viljað „spegla skiptinguna“ á nefndarsæturunum eins og Valgarður orðar það. Það er að segja að Samfylkingin fengi á þessu kjörtímabili jafn marga í ráð og nefndir og Framsókn síðast - þó Samfylkingin sé með fleiri bæjarfulltrúa en Framsókn þá. „Það gátum við einfaldlega ekki sætt okkur við,“ segir Valgarður. Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu Nú er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður næstu skrefum á Akranesi en hann náði einnig inn þremur mönnum og getur nú valið sér hvort hann fari í meirihlutaviðræður við Samfylkingu eða Framsókn. Valgarður segist hafa rætt við Líf Lárusdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og að þau hafi komið sér saman um að hittast í dag. Hann er bjartsýnn á að flokkarnir geti fundið flöt fyrir meirihlutasamstarfi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00