100 þúsund kjósendur sátu heima um helgina Svavar Halldórsson skrifar 17. maí 2022 10:01 Nokkur umræða hefur verið um kjörsókn í sveitastjórnarkosningunum um helgina. Nú tóku 174.590 eða 63% atkvæðisbærra karla og kvenna þátt, en fyrir fjórum árum voru það 168.657 og hlutfallið 68%. Á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað. Samkvæmt Hagstofunni voru 348.450 skráðir hér á landi 1. janúar 2018 en 376.248 þann 1. janúar 2022. Þetta er um 8% fjölgun. Erlendum ríkisborgurum með kosningarétt fjölgaði mikið Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum voru 277.127 á kjörskrá. Árið 2018 höfðu 248.025 kosningarétt samkvæmt Þjóðskrá. Þetta er tæplega 12% prósenta fjölgun. Fjölgunin í hópi kjósenda er því meiri en sem nemur fjölgun þjóðarinnar. Hér munar miklu um nýlega breytingu á regluverki varðandi kosningarétt útlendinga. Árið 2018 höfðu 11.680 erlendir ríkisborgarar kosningarétt hér á landi í sveitastjórnarkosningunum. Nú var fjöldinn 31.703. Munurinn er 19.535 og því hefur erlendum ríkisborgurum með kosningarétt í sveitastjórnarkosningum hér fjölgað um 171%. Íslenskir ríkisborgarar sitja heima Samanlagt sátu 102.537 heima í þessum kosningum, sé miðað við að kjörsóknin hafi verið slétt 63% eins og fram hefur komið. Til samanburðar voru 100.405 á kjörskrá í Reykjavík. Fleiri sátu því heima á kjördag en sem nemur öllum kosningabærum mönnum og konum í höfuðborginni. Ekki eru til upplýsingar um það hversu hátt hlutfall erlendu ríkisborgaranna sat heima. Sumir þeirra kusu en aðrir ekki. En ef við gefum okkur að enginn þeirra erlendu ríkisborgara sem bættust við í hóp kosningabærra núna hafi kosið um liðna helgi, þá sátu að minnsta kosti 83.002 íslenskir ríkisborgarar heima. Þetta er eitthvað sem allt lýðræðislega þenkjandi fólk ætti að velta fyrir sér. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið um kjörsókn í sveitastjórnarkosningunum um helgina. Nú tóku 174.590 eða 63% atkvæðisbærra karla og kvenna þátt, en fyrir fjórum árum voru það 168.657 og hlutfallið 68%. Á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað. Samkvæmt Hagstofunni voru 348.450 skráðir hér á landi 1. janúar 2018 en 376.248 þann 1. janúar 2022. Þetta er um 8% fjölgun. Erlendum ríkisborgurum með kosningarétt fjölgaði mikið Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum voru 277.127 á kjörskrá. Árið 2018 höfðu 248.025 kosningarétt samkvæmt Þjóðskrá. Þetta er tæplega 12% prósenta fjölgun. Fjölgunin í hópi kjósenda er því meiri en sem nemur fjölgun þjóðarinnar. Hér munar miklu um nýlega breytingu á regluverki varðandi kosningarétt útlendinga. Árið 2018 höfðu 11.680 erlendir ríkisborgarar kosningarétt hér á landi í sveitastjórnarkosningunum. Nú var fjöldinn 31.703. Munurinn er 19.535 og því hefur erlendum ríkisborgurum með kosningarétt í sveitastjórnarkosningum hér fjölgað um 171%. Íslenskir ríkisborgarar sitja heima Samanlagt sátu 102.537 heima í þessum kosningum, sé miðað við að kjörsóknin hafi verið slétt 63% eins og fram hefur komið. Til samanburðar voru 100.405 á kjörskrá í Reykjavík. Fleiri sátu því heima á kjördag en sem nemur öllum kosningabærum mönnum og konum í höfuðborginni. Ekki eru til upplýsingar um það hversu hátt hlutfall erlendu ríkisborgaranna sat heima. Sumir þeirra kusu en aðrir ekki. En ef við gefum okkur að enginn þeirra erlendu ríkisborgara sem bættust við í hóp kosningabærra núna hafi kosið um liðna helgi, þá sátu að minnsta kosti 83.002 íslenskir ríkisborgarar heima. Þetta er eitthvað sem allt lýðræðislega þenkjandi fólk ætti að velta fyrir sér. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun