Kjörið tækifæri Alexandra Briem skrifar 14. maí 2022 14:46 Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú? Um það snúast kosningar. Kannski erum við aldrei 100% sammála neinum, en við getum samt valið. Skoðað möguleikana og valið það sem er best hverju sinni. Því ef við gerum það ekki, þá erum við einfaldlega að leyfa öðrum að ákveða fyrir okkur. Þau sem standa fastast með sérhagsmunum munu alltaf koma til með að mæta á kjörstað og draga með sér alla sem þau treysta til að kjósa eins. Þau skila ekki auðu og þau sitja ekki heima. Eina leiðin til þess að sporna gegn því er að mæta líka. Láta rödd sína heyrast. Kjósa eitthvað annað. Við í Pírötum höfum sýnt það að við stöndum alltaf með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Við stöndum með íbúalýðræði, samtali og samráði, við stöndum með aðgengi og manneskjuvænu samfélagi fyrir okkur öll. Við stöndum með gagnsæi og bættri þjónustu. Við stöndum með loftslaginu og við stöndum með mannréttindum. Við höfum staðið vörð um íbúaráð og leiddum vinnuna að nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Við Píratar stöndum gegn spillingu og við stundum heiðarleg stjórnmál. Alltaf. Lýðræði á að vera virkara og snúast um meira en það að kjósa sér fulltrúa á fjögurra ára fresti. Það er ekki mjög lýðræðislegt að hver sem fái flest atkvæði hafi frelsi til að haga sér eins og þau vilja þangað til næstu kosningar renna í garð. En til þess að koma í veg fyrir það þurfum við að halda áfram að innleiða slík gildi. Til þess þurfum við líka að kjósa þau gildi þegar kosningar fara fram. Núna er kjörið tækifæri til að taka afstöðu. Til að heimta heiðarleg stjórnmál. Núna er kjörið tækifæri til að setja X við P Höfundur er í öðru sæti á lista Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Reykjavík Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú? Um það snúast kosningar. Kannski erum við aldrei 100% sammála neinum, en við getum samt valið. Skoðað möguleikana og valið það sem er best hverju sinni. Því ef við gerum það ekki, þá erum við einfaldlega að leyfa öðrum að ákveða fyrir okkur. Þau sem standa fastast með sérhagsmunum munu alltaf koma til með að mæta á kjörstað og draga með sér alla sem þau treysta til að kjósa eins. Þau skila ekki auðu og þau sitja ekki heima. Eina leiðin til þess að sporna gegn því er að mæta líka. Láta rödd sína heyrast. Kjósa eitthvað annað. Við í Pírötum höfum sýnt það að við stöndum alltaf með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Við stöndum með íbúalýðræði, samtali og samráði, við stöndum með aðgengi og manneskjuvænu samfélagi fyrir okkur öll. Við stöndum með gagnsæi og bættri þjónustu. Við stöndum með loftslaginu og við stöndum með mannréttindum. Við höfum staðið vörð um íbúaráð og leiddum vinnuna að nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Við Píratar stöndum gegn spillingu og við stundum heiðarleg stjórnmál. Alltaf. Lýðræði á að vera virkara og snúast um meira en það að kjósa sér fulltrúa á fjögurra ára fresti. Það er ekki mjög lýðræðislegt að hver sem fái flest atkvæði hafi frelsi til að haga sér eins og þau vilja þangað til næstu kosningar renna í garð. En til þess að koma í veg fyrir það þurfum við að halda áfram að innleiða slík gildi. Til þess þurfum við líka að kjósa þau gildi þegar kosningar fara fram. Núna er kjörið tækifæri til að taka afstöðu. Til að heimta heiðarleg stjórnmál. Núna er kjörið tækifæri til að setja X við P Höfundur er í öðru sæti á lista Pírata í Reykjavík.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun