Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2022 14:16 Mál málanna í sveitarstjórnarkosningum eru samgöngumál og þá ekki síður húsnæðiskrísa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þar hafi Reykjavík dregið vagninn, ef önnur sveitarfélög hefðu byggt upp eins og höfuðborgin værum við að komast hraðari skrefum úr krísunni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. Boðið var upp á hörð skoðanaskipti í Bítinu í morgun þar sem mætt voru Dagur fyrir hönd Samfylkingar, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati en þau eru í meirihluta í borgarstjórn og svo þau Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson sem fer fyrir Framsóknarmönnum. Þar voru þessi mál í brennidepli. Borgarlína, Sundabraut og svo húsnæðisekla í Reykjavík; svimandi hátt húsnæðisverð og leigumarkaður þar sem drjúgur hluti ráðstöfunartekna leigjenda fer í leigu. Hildur sagði vissulega hafa verið byggt og ráðist í búsetuúrræði fyrir tekjulægstu hópana og svo byggt fyrir efnamesta hópinn. „Þar erum við að sjá rándýrar íbúðir í miðborginni, gríðarlega hátt fermetraverð, byggt á gríðarlega dýrum reitum.“ En svo væri gat, venjulegt fólk sem á ekki kost á að koma sér þaki yfir höfuðið. Borgarstjóri sagði Reykjavík hafi brugðist við og tvöfaldað framboðið. „Hvaða sveitarfélög önnur hafa brugðist við því? Engin.“ Dagur sagði að byggðar hafi verið íbúðir og áætlanir um mikla uppbyggingu á borðinu. Engin sveitarfélög önnur hafi treyst sér til að bregðast við stöðunni önnur en Reykjavík sem hafi verið í algerri forystu í húsnæðismálum. „Það er stóra breytingin. Ef við hefðum verið að ræða húsnæðismál fyrir tíu árum þá var aðal uppbyggingin í Kópavogi og í kringum okkur …“ Er þetta þá hinum sveitarfélögunum að kenna? „Jahh, ég hef sagt það seint og snemma, líka fyrir fimm árum að ef þau hefðu brugðist við af sama krafti og Reykjavík hefðum við komist tvöfalt hraðar út úr vandanum. Ef þau hefðu líka verið að byggja fyrir tekjuminnstu hópana með óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum hefðu við komist tvöfalt hraðar út úr þessari krísu.“ Dagur var þá spurður hvers vegna ekki væri gerður sáttmáli milli sveitarfélaganna og hann fagnaði þeirri spurningu því það væri nákvæmlega það sem hann hefði verið að tala fyrir. Nú er heldur betur að færast fjör í leikinn en kosið verður á morgun og fólki í framboði, stuðningsfólki flokka og framboða, mál að koma að ýmsum atriðum sem vert er að hafa bak við eyrað þegar komið er í kjörklefann. Reykjavík Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01 Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Boðið var upp á hörð skoðanaskipti í Bítinu í morgun þar sem mætt voru Dagur fyrir hönd Samfylkingar, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati en þau eru í meirihluta í borgarstjórn og svo þau Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson sem fer fyrir Framsóknarmönnum. Þar voru þessi mál í brennidepli. Borgarlína, Sundabraut og svo húsnæðisekla í Reykjavík; svimandi hátt húsnæðisverð og leigumarkaður þar sem drjúgur hluti ráðstöfunartekna leigjenda fer í leigu. Hildur sagði vissulega hafa verið byggt og ráðist í búsetuúrræði fyrir tekjulægstu hópana og svo byggt fyrir efnamesta hópinn. „Þar erum við að sjá rándýrar íbúðir í miðborginni, gríðarlega hátt fermetraverð, byggt á gríðarlega dýrum reitum.“ En svo væri gat, venjulegt fólk sem á ekki kost á að koma sér þaki yfir höfuðið. Borgarstjóri sagði Reykjavík hafi brugðist við og tvöfaldað framboðið. „Hvaða sveitarfélög önnur hafa brugðist við því? Engin.“ Dagur sagði að byggðar hafi verið íbúðir og áætlanir um mikla uppbyggingu á borðinu. Engin sveitarfélög önnur hafi treyst sér til að bregðast við stöðunni önnur en Reykjavík sem hafi verið í algerri forystu í húsnæðismálum. „Það er stóra breytingin. Ef við hefðum verið að ræða húsnæðismál fyrir tíu árum þá var aðal uppbyggingin í Kópavogi og í kringum okkur …“ Er þetta þá hinum sveitarfélögunum að kenna? „Jahh, ég hef sagt það seint og snemma, líka fyrir fimm árum að ef þau hefðu brugðist við af sama krafti og Reykjavík hefðum við komist tvöfalt hraðar út úr vandanum. Ef þau hefðu líka verið að byggja fyrir tekjuminnstu hópana með óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum hefðu við komist tvöfalt hraðar út úr þessari krísu.“ Dagur var þá spurður hvers vegna ekki væri gerður sáttmáli milli sveitarfélaganna og hann fagnaði þeirri spurningu því það væri nákvæmlega það sem hann hefði verið að tala fyrir. Nú er heldur betur að færast fjör í leikinn en kosið verður á morgun og fólki í framboði, stuðningsfólki flokka og framboða, mál að koma að ýmsum atriðum sem vert er að hafa bak við eyrað þegar komið er í kjörklefann.
Reykjavík Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01 Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01
Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?