Borgin fer ekki í græna átt án þíns atkvæðis Árný Elínborg Ásgeirsdóttir skrifar 12. maí 2022 16:32 Svo það komi skýrt fram, þá skrifa ég ekki fyrir hönd neinnar hreyfingar. Þessi pistill er frekar til höfuðs þeim hreyfingum sem hyggjast snúa við grænum plönum. Nýlega hafa skoðanakannanir sýnt að meirihlutinn stendur sterkur. Við vitum samt af reynslunni að það hefur ekkert að segja. Kjósendur þeirra hreyfinga sem hafa græn plön og loftslagsmál í öndvegi, meðal annars, eiga það til að mæta síður á kjörstað. Nú þegar kannanir sýna siglingu hreyfinga sem setja grænt í forgang, þá er hætta á að fólk haldi að þetta sé í höfn. Þetta skapar enn frekar þá hættu að við græna fólkið mætum ekki. Ekki batnar það þegar yfirkjörstjórn ákveður að hafa kjördag á sama dag og Júróvisjón. Við höfum verið heppin með framsæknar hreyfingar í borginni. Hreyfingar sem taka ábyrgð, þora að taka óvinsælar ákvarðanir fyrir loftslagið og umhverfið, og gera langtíma plön um græna og nútímalega borg. Það virkar dálítið kómískt að þeir flokkar sem hafa hvað mest boðað breytingar í þessari kosningabaráttu eiga menningu og sögu um mikla íhaldssemi. Það er líklega ekki til meiri andstæða við orðið „breytingar“ en „íhald“, sama hvaða markaðsfræðilega búning hreyfingarnar klæða sig í. Þau tala um að við séum að kjósa fólk, en einstaklingar eru aldrei sterkari en fjöldinn og menningin sem þeir tilheyra. Og ríkisstjórnarflokkarnir eru þekktir fyrir mikið flokksræði. Í hvaða flokk er vísað með persónu Jóns Hjaltalín í Verbúðinni, þeim sem sá til þess að íslensk þjóð var arðrænd af auðlindum sínum? Formaður hvaða stjórnmálaafls var nýlega uppvís að rasískri framkomu? Hvaða flokkur heldur formanni sínum á valdastól þrátt fyrir uppreist æru mál, tengsl við Panama-skjölin, afglöp og vanhæfni í Íslandsbankamáli? Svona mætti lengi telja, listinn er endalaus. Ef þessir flokkar vilja breytingar, af hverju lögfesta þeir þá ekki Nýju stjórnarskrána? Og af hverju hafa þeir í staðinn barist gegn henni og þeim tímabæru breytingum sem hún hefði í för með sér? Þeir eru í ríkisstjórn, þar hafa þeir haft völd til breytinga. Ef við viljum að borgin haldi áfram að dafna í átt að grænni og nútímalegri borg, þá þurfum við að mæta til að kjósa. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara! Það er gaman að búa í Reykjavík þegar virðing er borin fyrir lífsgæðum eins og hreinu lofti, fallegum og grænum svæðum og fjölbreyttu mannlífi þar sem ábyrgðarfullar ákvarðanir eru teknar fyrir loftslagið og umhverfið. Ég hugsa að börnin séu sammála, sem fá fleiri daga til að leika sér úti, í góðum loftgæðum. Undirrituð er umhverfissinni og stjórnarskrárkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Umhverfismál Stjórnarskrá Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Svo það komi skýrt fram, þá skrifa ég ekki fyrir hönd neinnar hreyfingar. Þessi pistill er frekar til höfuðs þeim hreyfingum sem hyggjast snúa við grænum plönum. Nýlega hafa skoðanakannanir sýnt að meirihlutinn stendur sterkur. Við vitum samt af reynslunni að það hefur ekkert að segja. Kjósendur þeirra hreyfinga sem hafa græn plön og loftslagsmál í öndvegi, meðal annars, eiga það til að mæta síður á kjörstað. Nú þegar kannanir sýna siglingu hreyfinga sem setja grænt í forgang, þá er hætta á að fólk haldi að þetta sé í höfn. Þetta skapar enn frekar þá hættu að við græna fólkið mætum ekki. Ekki batnar það þegar yfirkjörstjórn ákveður að hafa kjördag á sama dag og Júróvisjón. Við höfum verið heppin með framsæknar hreyfingar í borginni. Hreyfingar sem taka ábyrgð, þora að taka óvinsælar ákvarðanir fyrir loftslagið og umhverfið, og gera langtíma plön um græna og nútímalega borg. Það virkar dálítið kómískt að þeir flokkar sem hafa hvað mest boðað breytingar í þessari kosningabaráttu eiga menningu og sögu um mikla íhaldssemi. Það er líklega ekki til meiri andstæða við orðið „breytingar“ en „íhald“, sama hvaða markaðsfræðilega búning hreyfingarnar klæða sig í. Þau tala um að við séum að kjósa fólk, en einstaklingar eru aldrei sterkari en fjöldinn og menningin sem þeir tilheyra. Og ríkisstjórnarflokkarnir eru þekktir fyrir mikið flokksræði. Í hvaða flokk er vísað með persónu Jóns Hjaltalín í Verbúðinni, þeim sem sá til þess að íslensk þjóð var arðrænd af auðlindum sínum? Formaður hvaða stjórnmálaafls var nýlega uppvís að rasískri framkomu? Hvaða flokkur heldur formanni sínum á valdastól þrátt fyrir uppreist æru mál, tengsl við Panama-skjölin, afglöp og vanhæfni í Íslandsbankamáli? Svona mætti lengi telja, listinn er endalaus. Ef þessir flokkar vilja breytingar, af hverju lögfesta þeir þá ekki Nýju stjórnarskrána? Og af hverju hafa þeir í staðinn barist gegn henni og þeim tímabæru breytingum sem hún hefði í för með sér? Þeir eru í ríkisstjórn, þar hafa þeir haft völd til breytinga. Ef við viljum að borgin haldi áfram að dafna í átt að grænni og nútímalegri borg, þá þurfum við að mæta til að kjósa. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara! Það er gaman að búa í Reykjavík þegar virðing er borin fyrir lífsgæðum eins og hreinu lofti, fallegum og grænum svæðum og fjölbreyttu mannlífi þar sem ábyrgðarfullar ákvarðanir eru teknar fyrir loftslagið og umhverfið. Ég hugsa að börnin séu sammála, sem fá fleiri daga til að leika sér úti, í góðum loftgæðum. Undirrituð er umhverfissinni og stjórnarskrárkona.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun