Sléttuvegur 11-13 Rannveig Ernudóttir skrifar 11. maí 2022 10:46 Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni. Sjálfri þykir mér að mikið hafi vantað upp á hvaða aðgerðir Flokkur fólksins ætlar í til að ná sínum málefnum fram, en það er þeirra mál að kynna. Ég vil hins vegar ávarpar sérstaklega eina spurningu sem Kolbrún Baldursdóttir fékk. Sú spurning snerist um þá aðgerð Reykjavíkurborgar að loka opnu félagsstarfi fyrir íbúa á Sléttuvegi 11-13. Spurningin sjálf er góð og gild, enda hefur sú aðgerð valdið skiljanlegri óánægju meðal íbúa sem hafa m.a. reynt að fá aðstoð öldungaráðs Reykjavíkurborgar við að verja aðstöðuna sína og hafa þau lagt mikið á sig til þess að fá að halda henni, án árangurs. Svar Kolbrúnar vekur upp undrun mína, því hún segist ekkert kannast við þá aðgerð og að verið sé að klípa af alls konar félagsstarfi borgarinnar sem hún sé ekki sammála að eigi að gera. Við Kolbrún vorum saman í stýrihóp um stefnumótun í þróun félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk. Þar fékk hún öll gögn sem varða einmitt þessa lokun sem og aðrar hugmyndir, og studdi hún það sem lagt var til. Ég var í þessum hópi fyrir Pírata, valin vegna reynslu minnar og þekkingar í þessum málaflokki, en ég hef 11 ára reynslu af vettvangi félagsstarfs fullorðinna og aldraðra. Ég varð fljótlega ósátt með vinnu hópsins og tilkynnti þá óánægju mína. Fyrst og fremst var ég ósátt við þær aðgerðir sem hópurinn lagði upp með að farið yrði í. Sárlega vantaði almennilegt samráð við notendahópa, auk þess sem mæting fulltrúa í stýrihópnum í stuttar heimsóknir félagsstarfsins var stopul, og var þar að auki lítill skilningur var á því hvaða afleiðingar vangaveltur um að leggja niður félagsstarf hér og þar um borgina, án þarfagreiningar og almennilegra áætlana um hvað annað ætti að nota húsnæðið í. Ég fékk lítinn stuðning innan hópsins fyrir þessar athugasemdir mínar, það var þá helst frá formanni öldungaráðs, sem gat tekið undir gagnrýni mína og hafði á henni skilning. Kolbrún hins vegar var fylgjandi öllu því sem kom fram í vinnunni og fannst liggja á að skila vinnunni af sér. Á meðan var ég að biðja um að hópurinn myndi óska eftir fresti til að skila af sér vinnunni. Þann 19. ágúst 2020 var skýrsla stýrihópsins kynnt á fundi velferðarráðs, en í þeirri skýrslu kemur m.a. fram að loka skuli salnum á Sléttuvegi 11-13. Kolbrún bæði sat þennan fund velferðarráðs, sem og tók þátt í bókun alls ráðsins, sem er eftirfarandi: „Stýrihópnum er þakkað fyrir góða vinnu og er falið að ljúka gerð stefnunnar í samræmi við umræður á fundi velferðarráðs ásamt kostnaðarmati.” Mín afstaða endaði með þeim hætti að ég tilkynnti að ég myndi ekki vilja láta nafn mitt við þessa vinnu og fór svo að verkið allt fraus. Þó reyndi ég að fá hópinn til þess að halda áfram að vinna, þá vandlega, og klára verkið. Það vekur því furðu mína, eftir samskipti mín sem og vinnu með Kolbrúnu í stýrihópnum, þar sem hún studdi allar umræður og tillögur um hvers kyns lokanir, þvert á ráðleggingar mínar, sem ég byggði á reynslu og samstarfi við kollega mína í félagsstarfi fullorðinna, að hún þykist svo í viðtalinu ekkert vita um þessa lokun. Það er á hreinu að Kolbrún, ekki bara vissi af þessum aðgerðum, heldur studdi þær. Þetta eru óheiðarleg stjórnmál. Höfundur er varaborgarfulltrúi og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Píratar Flokkur fólksins Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni. Sjálfri þykir mér að mikið hafi vantað upp á hvaða aðgerðir Flokkur fólksins ætlar í til að ná sínum málefnum fram, en það er þeirra mál að kynna. Ég vil hins vegar ávarpar sérstaklega eina spurningu sem Kolbrún Baldursdóttir fékk. Sú spurning snerist um þá aðgerð Reykjavíkurborgar að loka opnu félagsstarfi fyrir íbúa á Sléttuvegi 11-13. Spurningin sjálf er góð og gild, enda hefur sú aðgerð valdið skiljanlegri óánægju meðal íbúa sem hafa m.a. reynt að fá aðstoð öldungaráðs Reykjavíkurborgar við að verja aðstöðuna sína og hafa þau lagt mikið á sig til þess að fá að halda henni, án árangurs. Svar Kolbrúnar vekur upp undrun mína, því hún segist ekkert kannast við þá aðgerð og að verið sé að klípa af alls konar félagsstarfi borgarinnar sem hún sé ekki sammála að eigi að gera. Við Kolbrún vorum saman í stýrihóp um stefnumótun í þróun félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk. Þar fékk hún öll gögn sem varða einmitt þessa lokun sem og aðrar hugmyndir, og studdi hún það sem lagt var til. Ég var í þessum hópi fyrir Pírata, valin vegna reynslu minnar og þekkingar í þessum málaflokki, en ég hef 11 ára reynslu af vettvangi félagsstarfs fullorðinna og aldraðra. Ég varð fljótlega ósátt með vinnu hópsins og tilkynnti þá óánægju mína. Fyrst og fremst var ég ósátt við þær aðgerðir sem hópurinn lagði upp með að farið yrði í. Sárlega vantaði almennilegt samráð við notendahópa, auk þess sem mæting fulltrúa í stýrihópnum í stuttar heimsóknir félagsstarfsins var stopul, og var þar að auki lítill skilningur var á því hvaða afleiðingar vangaveltur um að leggja niður félagsstarf hér og þar um borgina, án þarfagreiningar og almennilegra áætlana um hvað annað ætti að nota húsnæðið í. Ég fékk lítinn stuðning innan hópsins fyrir þessar athugasemdir mínar, það var þá helst frá formanni öldungaráðs, sem gat tekið undir gagnrýni mína og hafði á henni skilning. Kolbrún hins vegar var fylgjandi öllu því sem kom fram í vinnunni og fannst liggja á að skila vinnunni af sér. Á meðan var ég að biðja um að hópurinn myndi óska eftir fresti til að skila af sér vinnunni. Þann 19. ágúst 2020 var skýrsla stýrihópsins kynnt á fundi velferðarráðs, en í þeirri skýrslu kemur m.a. fram að loka skuli salnum á Sléttuvegi 11-13. Kolbrún bæði sat þennan fund velferðarráðs, sem og tók þátt í bókun alls ráðsins, sem er eftirfarandi: „Stýrihópnum er þakkað fyrir góða vinnu og er falið að ljúka gerð stefnunnar í samræmi við umræður á fundi velferðarráðs ásamt kostnaðarmati.” Mín afstaða endaði með þeim hætti að ég tilkynnti að ég myndi ekki vilja láta nafn mitt við þessa vinnu og fór svo að verkið allt fraus. Þó reyndi ég að fá hópinn til þess að halda áfram að vinna, þá vandlega, og klára verkið. Það vekur því furðu mína, eftir samskipti mín sem og vinnu með Kolbrúnu í stýrihópnum, þar sem hún studdi allar umræður og tillögur um hvers kyns lokanir, þvert á ráðleggingar mínar, sem ég byggði á reynslu og samstarfi við kollega mína í félagsstarfi fullorðinna, að hún þykist svo í viðtalinu ekkert vita um þessa lokun. Það er á hreinu að Kolbrún, ekki bara vissi af þessum aðgerðum, heldur studdi þær. Þetta eru óheiðarleg stjórnmál. Höfundur er varaborgarfulltrúi og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun