Að fara illa með atkvæðið sitt Flosi Eiríksson skrifar 10. maí 2022 10:01 Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 voru 9 framboð í Kópavogi. Á því má segja að séu tvær hliðar, það er fagnaðarefni að sem flestir hafi áhuga á samfélaginu sem við byggjum og séu tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla það og styrkja – hin hliðin á þeim peningi er hvernig fulltrúalýðræðið virkar og hvernig bæjarfulltrúum er úthlutað til flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35% atkvæða í síðustu kosningum en 5 bæjarfulltrúa af 11, í krafti þess hvernig atkvæði skiptust milli framboða. Rúm 25% kusu lista sem fengu engan mann kjörinn og var það ,,það framboð“ sem fékk næst flest atkvæði. Í krafti þessarar stöðu myndaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk 7,9 % og einn mann. Meirihlutinn var með 27,2% kosningabærra Kópavogsbúa á bak við sig. Meirihlutinn er því með 42,9% gildra atkvæða á bak við sig en fer með öll þau völd sem þau vilja í bæjarstjórninni, og Sjálfstæðisfólk talar þannig eins og það að rúmlega þriðji hver bæjarbúi hafi kosið þau gefi þeim rétt til að fara öllu sínu fram, gera lítið úr íbúðalýðræði, samráði og eðlilegum leikreglum. Að formlega valdið sé þeirra og þau hafi því rétt til að bera hagsmuni einstakra byggingarfélaga frekar fyrir brjósti en íbúanna og öll önnur sjónarmið séu bara ,,minnihlutatuð“. Virðingin fyrir lýðræði og heilbrigðum skoðanaskiptum ristir stundum býsna grunnt. Mér finnst skipta miklu máli að framboð kynni heilsteypta stefnu fyrir bæinn sem grundvallast á þekkingu á okkar samfélagi og skýrri hugmyndafræði. Það má ekki gleymast að við erum að kjósa fólk til að bera hagsmuni allra fyrir brjósti en ekki einhverra þröngra hópa eða svæða.Í því efni treysti ég félögum mínum, jafnaðarfólki í Samfylkingunni afar vel, það er vel mannaður listi, kannski að mér frátöldum, með skýra og rótfasta stefnu fyrir bæinn okkar. Þeir sem kjósa Samfylkinguna vita fyrir hvað hún stendur og hvað þeir eru fá með atkvæði sínu. En það er líka mjög mikilvægt að vega það og meta í kjörklefanum hvernig atkvæðið nýtist best til að koma í veg fyrir þann lýðræðishalla sem nú er í bæjarstjórninni. Að bæjarfullrúar og skipting þeirra endurspegli vilja bæjarbúa og skoðanir og sá meirihluti sem myndaður verður að loknum kosningum endurspegli það. Kópavogur á það skilið. Höfundur var bæjarfulltrúi í Kópavogi 1998 til 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 voru 9 framboð í Kópavogi. Á því má segja að séu tvær hliðar, það er fagnaðarefni að sem flestir hafi áhuga á samfélaginu sem við byggjum og séu tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla það og styrkja – hin hliðin á þeim peningi er hvernig fulltrúalýðræðið virkar og hvernig bæjarfulltrúum er úthlutað til flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35% atkvæða í síðustu kosningum en 5 bæjarfulltrúa af 11, í krafti þess hvernig atkvæði skiptust milli framboða. Rúm 25% kusu lista sem fengu engan mann kjörinn og var það ,,það framboð“ sem fékk næst flest atkvæði. Í krafti þessarar stöðu myndaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk 7,9 % og einn mann. Meirihlutinn var með 27,2% kosningabærra Kópavogsbúa á bak við sig. Meirihlutinn er því með 42,9% gildra atkvæða á bak við sig en fer með öll þau völd sem þau vilja í bæjarstjórninni, og Sjálfstæðisfólk talar þannig eins og það að rúmlega þriðji hver bæjarbúi hafi kosið þau gefi þeim rétt til að fara öllu sínu fram, gera lítið úr íbúðalýðræði, samráði og eðlilegum leikreglum. Að formlega valdið sé þeirra og þau hafi því rétt til að bera hagsmuni einstakra byggingarfélaga frekar fyrir brjósti en íbúanna og öll önnur sjónarmið séu bara ,,minnihlutatuð“. Virðingin fyrir lýðræði og heilbrigðum skoðanaskiptum ristir stundum býsna grunnt. Mér finnst skipta miklu máli að framboð kynni heilsteypta stefnu fyrir bæinn sem grundvallast á þekkingu á okkar samfélagi og skýrri hugmyndafræði. Það má ekki gleymast að við erum að kjósa fólk til að bera hagsmuni allra fyrir brjósti en ekki einhverra þröngra hópa eða svæða.Í því efni treysti ég félögum mínum, jafnaðarfólki í Samfylkingunni afar vel, það er vel mannaður listi, kannski að mér frátöldum, með skýra og rótfasta stefnu fyrir bæinn okkar. Þeir sem kjósa Samfylkinguna vita fyrir hvað hún stendur og hvað þeir eru fá með atkvæði sínu. En það er líka mjög mikilvægt að vega það og meta í kjörklefanum hvernig atkvæðið nýtist best til að koma í veg fyrir þann lýðræðishalla sem nú er í bæjarstjórninni. Að bæjarfullrúar og skipting þeirra endurspegli vilja bæjarbúa og skoðanir og sá meirihluti sem myndaður verður að loknum kosningum endurspegli það. Kópavogur á það skilið. Höfundur var bæjarfulltrúi í Kópavogi 1998 til 2010.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun