Óréttlætið við leikskólann Hörður Svavarsson skrifar 9. maí 2022 21:01 Á vorin hefst skipulag við innritun barna í leikskólana fyrir haustið. Á haustin hætta elstu leikskólabörnin í skólanum sínum og fara í grunnskóla. Þá verður til rými fyrir yngri börn og vorskipulag innritunarfulltrúa sveitarfélaganna snýst um að úthluta þessu plássum til þeirra barna sem elst eru á biðlistanum. Víðast hvar er börnum raðað inn eftir aldri, það þykir réttlát aðferð. Leikskólapláss eru takmörkuð auðlind eins og þekkt er. Færri komast að en vilja. Það má deila um það hversu gott yngstu börnin hafa af því að fara í leikskóla og vera þar afar langan skóladag. En það er augljóst, að það er slæmt að vera á vergangi með barnið sitt eftir fæðingarorlof, af því að dagforeldrum fer fækkandi og leikskólar eru ekki nógu margir, stórir og öflugir. Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Á þessum árstíma þegar úthlutun plássa í leikskólana hefst fara að berast símtöl til leikskólastjóranna frá örvæntingarfullum foreldrum sem eru að uppgötva að barnið þeirra kemst líklega ekki í leikskóla í haust. Það er nefnilega aldrei hægt að ganga út frá neinu vísu með það. Í fyrra gát sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu úthlutað leikskólaplássum til barna sem voru fædd fram í maí árið á undan. Árið 2020 gátu sömu sveitarfélög úthlutað plássum til barna sem voru fædd fram í júlí árið á undan. Íbúum hefur fjölgað og árgangar stækkað, en leikskólarnir stækka ekki neitt. Núna í ár eru árgangar ennþá stærri og líkur eru til að sum sveitarfélög geti ekki innritað börn sem eru fædd eftir mars 2021. Auðvitað reyna allir að gera sitt besta og leita logandi ljósi að öllum lausnum. Í gegnum tíðina hafa svokallaðar færanlegar kennslustofur verið fljótlegasta lausnin. En í barnsfæðingabylgjunni eftir hið svokallaða fjármálahrun var sú lausn notuð og þær stofur eru flestar fullskipaðar ennþá. Það verður væntanlega gripið til þessara ráða aftur, þar sem pláss er, en þá á eftir að manna þessar viðbótarstofur með hæfu og góður starfsfólki. Þetta starfsfólk er aldrei til þegar það er uppsveifla á vinnumarkaði eins og nú virðist vera að fara í gang. Það mun því fara svo að í öllum sveitarfélögunum verður dregin einhver lína við einhverja tiltekna dagsetningu. Þeir sem fæðast fyrir línuna komast að í leikskóla í haust. Þau sem fæddust eftir línuna komast ekki í leikskóla fyrr en ári seinna. Óréttlætið við leikskólann er að þau sem fæðast í apríl fá ári skemmri skólagöngu en þau sem fæddust í mars. Margar rannsóknir hafa bent til þess að þeir sem fæðast snemma í árinu standi sig betur á prófum í grunn- og framhaldsskóla en þeir sem fæðast seinna. Það er skiljanlegt að einhverju leyti, sú sem fæðist í janúar er 10 mánuðum eldri en sá sem fæddist í október, þegar þau bæði hefja grunnskólagöngu. En nú höfum við bætt á þetta misvægi, sú sem fæddist í janúar hefur ári lengri skólagöngu að baki þegar grunnskólaganga hefst. Þetta er hægt að leysa ef fólk setur sér áætlun um það. Grundvallaratriðið er að ákveða til að byrja með, að gera það vel sem verið er að gera, áður en farið er í að opna eina og eina ungbarnadeild samkvæmt tilviljunarkenndu prógrammi. Í Stokkhólmi hefur fyrirkomulagið verið þannig í áratugi að þegar barnið þitt er 18 mánaða getur þú gengið út frá því að fá pláss fyrir það í leikskóla. Ef við færum þannig að hér, myndi vera innritað í hverjum mánuði ársins. Það væri opnuð deild fyrir börn sem fædd voru átján mánuðum áður og næsta haust færu börnin af þeirri deild hvert í sinn draumaskóla. Foreldrar fengju ekki endilega pláss í skólanum í næstu götu fyrsta árið, en þeir hefðu að einhverju vísu og öruggu kerfi að ganga. Þegar svona fyrirkomulag væri farið að virka gætu pólitíkusar og aðrir sem ákveða hversu leikskólinn á að vera fyrir ung börn útvíkkað það smátt og smátt. Tekið við öllum sautján mánaða börnum, sextán mánaða, sjö mánaða eða við hvern þann aldur sem mikilvægt þykir að fæðingarorlofi ljúki og skólaganga hefjist. Aðalatriðið er, að fyrir börn er svona skipulag á innritun í leikskóla réttlátara. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á vorin hefst skipulag við innritun barna í leikskólana fyrir haustið. Á haustin hætta elstu leikskólabörnin í skólanum sínum og fara í grunnskóla. Þá verður til rými fyrir yngri börn og vorskipulag innritunarfulltrúa sveitarfélaganna snýst um að úthluta þessu plássum til þeirra barna sem elst eru á biðlistanum. Víðast hvar er börnum raðað inn eftir aldri, það þykir réttlát aðferð. Leikskólapláss eru takmörkuð auðlind eins og þekkt er. Færri komast að en vilja. Það má deila um það hversu gott yngstu börnin hafa af því að fara í leikskóla og vera þar afar langan skóladag. En það er augljóst, að það er slæmt að vera á vergangi með barnið sitt eftir fæðingarorlof, af því að dagforeldrum fer fækkandi og leikskólar eru ekki nógu margir, stórir og öflugir. Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Á þessum árstíma þegar úthlutun plássa í leikskólana hefst fara að berast símtöl til leikskólastjóranna frá örvæntingarfullum foreldrum sem eru að uppgötva að barnið þeirra kemst líklega ekki í leikskóla í haust. Það er nefnilega aldrei hægt að ganga út frá neinu vísu með það. Í fyrra gát sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu úthlutað leikskólaplássum til barna sem voru fædd fram í maí árið á undan. Árið 2020 gátu sömu sveitarfélög úthlutað plássum til barna sem voru fædd fram í júlí árið á undan. Íbúum hefur fjölgað og árgangar stækkað, en leikskólarnir stækka ekki neitt. Núna í ár eru árgangar ennþá stærri og líkur eru til að sum sveitarfélög geti ekki innritað börn sem eru fædd eftir mars 2021. Auðvitað reyna allir að gera sitt besta og leita logandi ljósi að öllum lausnum. Í gegnum tíðina hafa svokallaðar færanlegar kennslustofur verið fljótlegasta lausnin. En í barnsfæðingabylgjunni eftir hið svokallaða fjármálahrun var sú lausn notuð og þær stofur eru flestar fullskipaðar ennþá. Það verður væntanlega gripið til þessara ráða aftur, þar sem pláss er, en þá á eftir að manna þessar viðbótarstofur með hæfu og góður starfsfólki. Þetta starfsfólk er aldrei til þegar það er uppsveifla á vinnumarkaði eins og nú virðist vera að fara í gang. Það mun því fara svo að í öllum sveitarfélögunum verður dregin einhver lína við einhverja tiltekna dagsetningu. Þeir sem fæðast fyrir línuna komast að í leikskóla í haust. Þau sem fæddust eftir línuna komast ekki í leikskóla fyrr en ári seinna. Óréttlætið við leikskólann er að þau sem fæðast í apríl fá ári skemmri skólagöngu en þau sem fæddust í mars. Margar rannsóknir hafa bent til þess að þeir sem fæðast snemma í árinu standi sig betur á prófum í grunn- og framhaldsskóla en þeir sem fæðast seinna. Það er skiljanlegt að einhverju leyti, sú sem fæðist í janúar er 10 mánuðum eldri en sá sem fæddist í október, þegar þau bæði hefja grunnskólagöngu. En nú höfum við bætt á þetta misvægi, sú sem fæddist í janúar hefur ári lengri skólagöngu að baki þegar grunnskólaganga hefst. Þetta er hægt að leysa ef fólk setur sér áætlun um það. Grundvallaratriðið er að ákveða til að byrja með, að gera það vel sem verið er að gera, áður en farið er í að opna eina og eina ungbarnadeild samkvæmt tilviljunarkenndu prógrammi. Í Stokkhólmi hefur fyrirkomulagið verið þannig í áratugi að þegar barnið þitt er 18 mánaða getur þú gengið út frá því að fá pláss fyrir það í leikskóla. Ef við færum þannig að hér, myndi vera innritað í hverjum mánuði ársins. Það væri opnuð deild fyrir börn sem fædd voru átján mánuðum áður og næsta haust færu börnin af þeirri deild hvert í sinn draumaskóla. Foreldrar fengju ekki endilega pláss í skólanum í næstu götu fyrsta árið, en þeir hefðu að einhverju vísu og öruggu kerfi að ganga. Þegar svona fyrirkomulag væri farið að virka gætu pólitíkusar og aðrir sem ákveða hversu leikskólinn á að vera fyrir ung börn útvíkkað það smátt og smátt. Tekið við öllum sautján mánaða börnum, sextán mánaða, sjö mánaða eða við hvern þann aldur sem mikilvægt þykir að fæðingarorlofi ljúki og skólaganga hefjist. Aðalatriðið er, að fyrir börn er svona skipulag á innritun í leikskóla réttlátara. Höfundur er leikskólastjóri.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun