Slá aðra samstjórn út af borðinu: „Við þurfum ekkert að ræða það frekar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2022 23:00 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, og Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-Listans. Vísir Útilokað er að aftur verði mynduð samstjórn allra flokka í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosningarnar um næsti helgi. Fulltrúar flokkanna slá það alveg út af borðinu. Það er greinilega eftirsóknarvert að komast í bæjarstjórn á Akureyri þar sem níu listar bjóða fram í kosningunum um næstu helgi og hafa aldrei verið fleiri. Flokkur fólksins og Kattaframboðið bjóða fram í fyrsta skipti. Ellefu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn í þessu tuttugu þúsund íbúa sveitarfélagi. Eftir síðustu kosningar mynduðu L-listinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sex manna meirihluta. Í september 2020 tók hins vegar samstjórn allra flokka í bæjarstjórn við völdum til að bregðast við bágri fjárhagsstöðu vegna faraldursins. Það stendur hins vegar ekki til að prófa þetta aftur. Útrætt mál „Við erum með skýra sýn hér um að við viljum ekki sjá svona samstjórn aftur,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokksins. Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-Listans, tekur í sama streng: „Eins og umræðan hefur verið og staðan er þá tel ég augljóst að það verður meiri- og minnihluti.“ „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ekki vilji held ég hjá neinum til þess að halda því fyrirkomulagi áfram þannig að ég á ekki von á því,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við viljum bara skýran meirihluta þannig að við þurfum ekkert að ræða það frekar,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Útrætt mál. En hverjar eru áherslurnar hjá stærstu flokkunum fjórum í bæjarfélagi þar sem helsta pólitíska deilumál síðustu tveggja ára hefur verið um hvort leyfa eigi lausagöngu katta? Heldur óvenjulegt stjórnarform hefur verið við lýði í höfuðstað Norðurlands.Vísir/Vilhelm Jafnrétti, leikskólar og atvinnumál „Okkar framtíðarsýn er sú að hérna byggjum við upp skemmtilega og fjölskylduvæna svæðisborg sem leggur áherslu á jöfnuð og mannréttindi og lýðræði, þar sem umhverfis- og loftslagsmál eru eitt af stóru málunum, þar sem við stöndum vörð um okkar viðkvæmustu hópa og höldum áfram að skapa sveitarfélag sem er eftirsóknarvert fyrir atvinnulíf, búsetu og heimsóknir til skemmri eða lengri tíma,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við ætlum að auka grunnþjónustuna í leik- og grunnskólum og ætlum að fara í markaðsátak til að fjölga íbúum hérna, sérstaklega yngri og þess vegna stefnum við á gjaldfrjálsa leikskóla. Við ætlum að hafa hugmyndasamkeppni varðandi Akureyrarvöll, það er gríðarlega spennandi verkefni og gæti orðið ímynd Akureyrar í framtíðinni,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Miklar vonir eru bundnar við eflingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi.Vísir/Vilhelm Skipulags- og húsnæðismál sömuleiðis í brennidepli „Svo teljum við mikilvægt að halda í unga fólkið okkar og að þau hafi tækifæri til að koma aftur í bæinn okkar eftir nám. Þá þarf að vera húsnæði í boði og fjölbreytt atvinnutækifæri, og í því sambandi þá þurfum við að skapa okkur skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í samstarfi við atvinnurekendur, menntastofnanir, frumkvöðla, og ferðaþjónustuaðila,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokksins. „Það eru náttúrulega skipulagsmál. Við þurfum að leysa þann vanda sem skapast hefur á húsnæðismarkaði fyrir alla hópa. Við viljum byggja hérna upp blómríkan, sólríkan miðbæ með lágreistri byggði í sátt og samlyndi við íbúa og umhverfi. Tólf mánaða börn á leikskóla, við viljum að þau komist öll inn og áttum okkur á því að það gerist ekki á einni nóttu. Við þurfum að leysa þann vanda og viljum gera það með því að styðja við dagforelda og heimgreiðslur,“ segir Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-Listans. Efla þurfi græna atvinnustarfsemi og ferðaþjónustu en draga úr svifryki Þetta voru fulltrúar flokkanna. Við fengum líka fulltrúa umhverfis-, nýsköpunar- og ferðamála til að brýna nýja bæjarstjórn til dáða. „Draumurinn okkar er að það verði mynduð hér græn atvinnustefna. Það þarf hugrekki til þess og það væri draumur ef menn myndu þora því og sjá svolítið langt fram í tímann með þessa grænu atvinnustefnu,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims.Vísir „Þá myndi ég telja að það væri innleiðing á nýju sorphirðukerfi og bæta meðhöndlun á sorpi, og svo auðvitað hvernig við ætlum að losa okkur við olíuna og draga úr umferð hérna í bænum og minnka svifryk,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku. „Bæjarstjórnin þarf að huga að því að styðja ferðaþjónustuna í markaðssetningu, í sjálfbærni, í nýsköpun og því bara að koma greininni af stað. Svo auðvitað fylgir ferðaþjónustunni alþjóðavæðing svo horfið svolítið á fjölbreytni hér og styðjið við hana í bænum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Það er greinilega eftirsóknarvert að komast í bæjarstjórn á Akureyri þar sem níu listar bjóða fram í kosningunum um næstu helgi og hafa aldrei verið fleiri. Flokkur fólksins og Kattaframboðið bjóða fram í fyrsta skipti. Ellefu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn í þessu tuttugu þúsund íbúa sveitarfélagi. Eftir síðustu kosningar mynduðu L-listinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sex manna meirihluta. Í september 2020 tók hins vegar samstjórn allra flokka í bæjarstjórn við völdum til að bregðast við bágri fjárhagsstöðu vegna faraldursins. Það stendur hins vegar ekki til að prófa þetta aftur. Útrætt mál „Við erum með skýra sýn hér um að við viljum ekki sjá svona samstjórn aftur,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokksins. Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-Listans, tekur í sama streng: „Eins og umræðan hefur verið og staðan er þá tel ég augljóst að það verður meiri- og minnihluti.“ „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ekki vilji held ég hjá neinum til þess að halda því fyrirkomulagi áfram þannig að ég á ekki von á því,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við viljum bara skýran meirihluta þannig að við þurfum ekkert að ræða það frekar,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Útrætt mál. En hverjar eru áherslurnar hjá stærstu flokkunum fjórum í bæjarfélagi þar sem helsta pólitíska deilumál síðustu tveggja ára hefur verið um hvort leyfa eigi lausagöngu katta? Heldur óvenjulegt stjórnarform hefur verið við lýði í höfuðstað Norðurlands.Vísir/Vilhelm Jafnrétti, leikskólar og atvinnumál „Okkar framtíðarsýn er sú að hérna byggjum við upp skemmtilega og fjölskylduvæna svæðisborg sem leggur áherslu á jöfnuð og mannréttindi og lýðræði, þar sem umhverfis- og loftslagsmál eru eitt af stóru málunum, þar sem við stöndum vörð um okkar viðkvæmustu hópa og höldum áfram að skapa sveitarfélag sem er eftirsóknarvert fyrir atvinnulíf, búsetu og heimsóknir til skemmri eða lengri tíma,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við ætlum að auka grunnþjónustuna í leik- og grunnskólum og ætlum að fara í markaðsátak til að fjölga íbúum hérna, sérstaklega yngri og þess vegna stefnum við á gjaldfrjálsa leikskóla. Við ætlum að hafa hugmyndasamkeppni varðandi Akureyrarvöll, það er gríðarlega spennandi verkefni og gæti orðið ímynd Akureyrar í framtíðinni,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Miklar vonir eru bundnar við eflingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi.Vísir/Vilhelm Skipulags- og húsnæðismál sömuleiðis í brennidepli „Svo teljum við mikilvægt að halda í unga fólkið okkar og að þau hafi tækifæri til að koma aftur í bæinn okkar eftir nám. Þá þarf að vera húsnæði í boði og fjölbreytt atvinnutækifæri, og í því sambandi þá þurfum við að skapa okkur skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í samstarfi við atvinnurekendur, menntastofnanir, frumkvöðla, og ferðaþjónustuaðila,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokksins. „Það eru náttúrulega skipulagsmál. Við þurfum að leysa þann vanda sem skapast hefur á húsnæðismarkaði fyrir alla hópa. Við viljum byggja hérna upp blómríkan, sólríkan miðbæ með lágreistri byggði í sátt og samlyndi við íbúa og umhverfi. Tólf mánaða börn á leikskóla, við viljum að þau komist öll inn og áttum okkur á því að það gerist ekki á einni nóttu. Við þurfum að leysa þann vanda og viljum gera það með því að styðja við dagforelda og heimgreiðslur,“ segir Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-Listans. Efla þurfi græna atvinnustarfsemi og ferðaþjónustu en draga úr svifryki Þetta voru fulltrúar flokkanna. Við fengum líka fulltrúa umhverfis-, nýsköpunar- og ferðamála til að brýna nýja bæjarstjórn til dáða. „Draumurinn okkar er að það verði mynduð hér græn atvinnustefna. Það þarf hugrekki til þess og það væri draumur ef menn myndu þora því og sjá svolítið langt fram í tímann með þessa grænu atvinnustefnu,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims.Vísir „Þá myndi ég telja að það væri innleiðing á nýju sorphirðukerfi og bæta meðhöndlun á sorpi, og svo auðvitað hvernig við ætlum að losa okkur við olíuna og draga úr umferð hérna í bænum og minnka svifryk,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku. „Bæjarstjórnin þarf að huga að því að styðja ferðaþjónustuna í markaðssetningu, í sjálfbærni, í nýsköpun og því bara að koma greininni af stað. Svo auðvitað fylgir ferðaþjónustunni alþjóðavæðing svo horfið svolítið á fjölbreytni hér og styðjið við hana í bænum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira