Bandaríkin: Bönnuðum bókum fjölgar frá degi til dags Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. maí 2022 14:30 Leonid Eremeychuk / EyeEm Bókum, sem skólakerfið í Bandaríkjunum bannar í skólastofum og á bókasöfnum, fjölgar með ógnvænlegum hraða. Frá því í fyrrasumar og fram til þessa dags hafa að meðaltali fjórar bækur á dag verið bannaðar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn syngi um land hinna frjálsu í þjóðsöng sínum, þá gildir það nú langt frá því á öllum sviðum. Eitt af því er til dæmis frelsi skólabarna til þess að lesa ákveðnar bækur innan veggja skólakerfisins. Á síðustu árum hefur bókum sem skólakerfið bannar í kennslustundum og á skólabókasöfnum fjölgað sem aldrei fyrr og foreldrar og samtök með hið mjög svo óþjála en þó mjög gegnsæja nafn Parents Against Bad Books in Schools klaga skóla ítrekað fyrir að heimila lestur hættulegra bóka. Nýjasta dæmið er bókin Everywhere Babies eftir Susan Meyers. Hún hefur nú verið bönnuð í Walton sýslu í Flórída, á þeim forsendum, segir höfundurinn, að í bókinni er mynd af tveimur körlum í faðmlögum. Það eru hins vegar ekki endilega slæmar fréttir fyrir rithöfundinn sjálfan að bækur hans eða hennar lendi á bannlista einstakra skóla. Bók Susan Meyers er til dæmis sem stendur efst á sölulista Amazon yfir barnabækur og bókin er uppseld í augnablikinu. Það má því kannski segja að rithöfundurinn græði en tjáningarfrelsið tapi. Banna fjóra bókatitla á dag Á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra og fram til 31. mars á þessu ári voru 1.145 bækur bannaðar í skólum í Bandaríkjunum. Það eru að meðaltali fjórar bækur á dag. Bækurnar eru ýmist bannaðar í skólastofum eða á skólabókasöfnum og sums staðar á báðum stöðum. Flest bönnin hafa verið sett í Texas-ríki, þar á eftir koma Pennsylvanía og Flórída. Á meðal bóka sem eru á bannlistanum eru bókaserían Kafteinn Ofurbrók sem íslenskir lesendur þekkja giska vel, Mýs og menn, Að drepa hermikráku, Flugdrekahlauparinn, Saga þernunnar, Bjargvætturinn í grasinu, Dagbók Önnu Frank, 1984, Stikilsberja-Finnur og Hús andanna. Bókabrennur Breska blaðið The Guardian greindi nýlega frá því að í febrúar hefði prestur í Tennessee haldið bókabrennu þar sem bækurnar um Harry Potter voru á meðal þess hættulega efnis sem presturinn taldi nauðsynlegt að brenna, en bækurnar um galdradrenginn voru þær sem oftast og víðast voru bannaðar á fyrsta áratug þessarar aldar, þar sem þær þóttu hvetja börn til þess að leggja fyrir sig galdra og djöfladýrkun. Formaður Bandaríska bókasafnsfélagsins segir að að aldrei áður hafi félaginu borist eins margar kvartanir og kröfur um að tilteknir bókatitlar verði bannaðir. Stjórnmálamenn ganga hart fram Og stjórnmálamenn draga hvergi af sér í þessum efnum og blása eldi í glæðurnar af miklum þrótti. Ný lög voru til að mynda samþykkt í Flórída fyrir rúmum mánuði, sem bannar umræðu um kynhneigð og -vitund á leikskólastiginu og á yngri stigum grunnskólans. Andstæðingar laganna kalla þau ”Don´t say Gay”-lögin. Það má segja að baráttan sé stunduð bæði frá hægri og vinstri, en þó eru Repúblikanar heldur herskárri. Og stjórnmálamenn hika ekki við að nota bannfæringar bóka sér til framdráttar. Fyrir hálfu ári hélt frambjóðandi Repúblikana til ríkisstjóraembættisins í Virginíu mikið á lofti þörfinni fyrir að banna ákveðnar bækur í skólakerfinu í kosningabaráttunni. Og hann vann kosningarnar. Niels Bjerre-Poulsen, lektor í bandarískum fræðum við Háskóla Suður-Danmerkur, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að margir stjórnmálamenn á hægri vængnum sjái sér hag í því að blása eldi í glæður menningarbaráttu sem í raun hafi staðið yfir í áratugi í Bandaríkjunum en hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á valdatíma Donalds Trumps. Bandaríkin Menning Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn syngi um land hinna frjálsu í þjóðsöng sínum, þá gildir það nú langt frá því á öllum sviðum. Eitt af því er til dæmis frelsi skólabarna til þess að lesa ákveðnar bækur innan veggja skólakerfisins. Á síðustu árum hefur bókum sem skólakerfið bannar í kennslustundum og á skólabókasöfnum fjölgað sem aldrei fyrr og foreldrar og samtök með hið mjög svo óþjála en þó mjög gegnsæja nafn Parents Against Bad Books in Schools klaga skóla ítrekað fyrir að heimila lestur hættulegra bóka. Nýjasta dæmið er bókin Everywhere Babies eftir Susan Meyers. Hún hefur nú verið bönnuð í Walton sýslu í Flórída, á þeim forsendum, segir höfundurinn, að í bókinni er mynd af tveimur körlum í faðmlögum. Það eru hins vegar ekki endilega slæmar fréttir fyrir rithöfundinn sjálfan að bækur hans eða hennar lendi á bannlista einstakra skóla. Bók Susan Meyers er til dæmis sem stendur efst á sölulista Amazon yfir barnabækur og bókin er uppseld í augnablikinu. Það má því kannski segja að rithöfundurinn græði en tjáningarfrelsið tapi. Banna fjóra bókatitla á dag Á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra og fram til 31. mars á þessu ári voru 1.145 bækur bannaðar í skólum í Bandaríkjunum. Það eru að meðaltali fjórar bækur á dag. Bækurnar eru ýmist bannaðar í skólastofum eða á skólabókasöfnum og sums staðar á báðum stöðum. Flest bönnin hafa verið sett í Texas-ríki, þar á eftir koma Pennsylvanía og Flórída. Á meðal bóka sem eru á bannlistanum eru bókaserían Kafteinn Ofurbrók sem íslenskir lesendur þekkja giska vel, Mýs og menn, Að drepa hermikráku, Flugdrekahlauparinn, Saga þernunnar, Bjargvætturinn í grasinu, Dagbók Önnu Frank, 1984, Stikilsberja-Finnur og Hús andanna. Bókabrennur Breska blaðið The Guardian greindi nýlega frá því að í febrúar hefði prestur í Tennessee haldið bókabrennu þar sem bækurnar um Harry Potter voru á meðal þess hættulega efnis sem presturinn taldi nauðsynlegt að brenna, en bækurnar um galdradrenginn voru þær sem oftast og víðast voru bannaðar á fyrsta áratug þessarar aldar, þar sem þær þóttu hvetja börn til þess að leggja fyrir sig galdra og djöfladýrkun. Formaður Bandaríska bókasafnsfélagsins segir að að aldrei áður hafi félaginu borist eins margar kvartanir og kröfur um að tilteknir bókatitlar verði bannaðir. Stjórnmálamenn ganga hart fram Og stjórnmálamenn draga hvergi af sér í þessum efnum og blása eldi í glæðurnar af miklum þrótti. Ný lög voru til að mynda samþykkt í Flórída fyrir rúmum mánuði, sem bannar umræðu um kynhneigð og -vitund á leikskólastiginu og á yngri stigum grunnskólans. Andstæðingar laganna kalla þau ”Don´t say Gay”-lögin. Það má segja að baráttan sé stunduð bæði frá hægri og vinstri, en þó eru Repúblikanar heldur herskárri. Og stjórnmálamenn hika ekki við að nota bannfæringar bóka sér til framdráttar. Fyrir hálfu ári hélt frambjóðandi Repúblikana til ríkisstjóraembættisins í Virginíu mikið á lofti þörfinni fyrir að banna ákveðnar bækur í skólakerfinu í kosningabaráttunni. Og hann vann kosningarnar. Niels Bjerre-Poulsen, lektor í bandarískum fræðum við Háskóla Suður-Danmerkur, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að margir stjórnmálamenn á hægri vængnum sjái sér hag í því að blása eldi í glæður menningarbaráttu sem í raun hafi staðið yfir í áratugi í Bandaríkjunum en hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á valdatíma Donalds Trumps.
Bandaríkin Menning Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira