Borgarbyggð þarf öflugt fólk með skýra framtíðarsýn Logi Sigurðsson skrifar 6. maí 2022 19:45 Mikilvægi þriggja fasa rafmagns Borgarbyggð er dreifbýlt samfélag með þéttbýliskjarna á nokkrum stöðum og eru fyrirtæki í sveitarfélaginu mörg og mismunandi. Fyrir atvinnurekstur í sveitarfélaginu, svo sem landbúnað, ferðaþjónustu og hinn ýmsa iðnað er þriggja fasa rafmagn gríðarlega nauðsynlegt svo uppbygging geti átt sér stað. Þriggja fasa rafmagn er einn af grunnþáttum þess að veita meira afhendingaröryggi. Þrífösun rafmagns hefur verið í uppbyggingu úti á Mýrum undanfarin ár og er það vel fyrir atvinnurekstur á svæðinu en betur má ef duga skal! Ennþá er á þónokkrum stöðum í sveitarfélaginu aðeins í boði einfasa rafmagn. Þar er atvinnurekstur sem þyrfti á þriggja fasa rafmagni að halda og þurfa aðilar að taka á sig aukinn kostnað vegna þess. Það er hlutverk þeirra sem í sveitarstjórn komast að þrýsta á ríkisvaldið að þessi vinna verði kláruð alls staðar í sveitarfélaginu svo atvinnuuppbygging hér geti haldið áfram að vaxa og dafna. Uppbygging vega og fjarskiptasamband eru líka lykilstoðir þess að uppbygging geti átt sér stað og munum við í Samfylkingunni og Viðreisn í Borgarbyggð beita okkur fyrir því að þessir innviðir verði bættir á næsta kjörtímabili. Ný byggðalína Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtvörðuheiðarlínu 1 frá tengivirkinu á Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tilgangur þeirrar framkvæmdar er að tryggja öruggara afhendingaröryggi og er hluti af uppfærslu á núverandi byggðalínu. Áætlað er að þessar framkvæmdir hefjist í lok árs 2023. Í gangi er valkostargreining lagnaleiða þessarar línu og snertir það íbúa Borgarbyggðar með beinum hætti. Sá valkostur sem Landsnet telur vænlegastan gerir ráð fyrir að farið sé nokkurn veginn meðfram núverandi byggðalínu. Þá er gert ráð fyrir að eldri línan haldi sér og yrði það mikið lýti á sveitarfélaginu. Nýja byggðalínan er mun stærri en núverandi lína og allt öðruvísi uppbyggð, svo veruleg sjónmengun yrði af slíkri uppbyggingu. Ef af þessum áformum verður mun það hafa neikvæð áhrif á meðal annars ferðaþjónustu í sveitarfélaginu, svo ekki sé talað um óþægindin sem af þessu hljótast fyrir íbúa. Fallegt umhverfi er eitt af lykilþáttum í ferðaþjónustu héraðsins og möstur sem þessi eru ekki til þess fallin að bæta ásýnd þess. Annar valkostur við uppbyggingu væri að fara með nýja línu um hálendið norður yfir Kjöl að Blöndu. Sú leið væri styttri og myndi ekki hafa sjónræn áhrif fyrir íbúa í Borgarbyggð. Landsnet leggur þessa tillögu ekki fram sem valkost þar sem línan myndi þá liggja fjarri svæðisflutningskerfi á Vesturlandi. Línan væri líka inni á miðhálendi og myndi það ekki samræmast stefnu stjórnvalda þar sem segir að ekki skuli leggja nýjar raflínur á hálendinu. Er betra að hafa þessi stóru möstur í byggð? Ef farið verður í lagningu þessarar nýju byggðalínu um Borgarfjörð er það lágmarkskrafa að eldri línan verði hengd utan á möstur þeirrar nýju, sett í jörð eða fjarlægð! Stöðugt framboð lóða forsenda uppbyggingar Grunnforsenda þess að atvinnuuppbygging geti átt sér stað, með tilheyrandi fjölgun íbúa, er að íbúðarhúsnæði sé til staðar. Samfylkingin og Viðreisn í Borgarbyggð vilja að hugsað sé lengra fram í tímann. Að stöðugu framboði lóða sé viðhaldið svo ekki komi upp sú staða sem er núna, að nánast engar lóðir séu til úthlutunar í sveitarfélaginu. Spennandi verkefni eru á hugmyndastigi um byggð handan Borgarvogs en ljóst er að nokkur ár eru þar til hægt verður að hefjast handa við uppbyggingu þar. Fram að þeim tíma þarf að líta til þéttingarmöguleika í Borgarnesi, sem og skoða kaup á því landi í Bjargslandi sem ekki er nú þegar í eigu sveitarfélagsins. Hefjast þarf handa strax í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands að skoða hvar næstu byggingarmöguleikar eru fyrir hendi á Hvanneyri. Spennandi uppbyggingarverkefni eru líka í farvatninu lengra í uppsveitunum, svo sem við Reykholt sem þarf að fylgja vel eftir. Viðhöldum öflugri grunnþjónustu Grunnþjónusta er líka forsenda þess að fólk og fyrirtæki vilji flytjast í Borgarbyggð. Uppbygging hefur átt sér stað við Grunnskólann í Borgarnesi á liðnum árum sem og nýbygging leikskólans Hnoðrabóls. Byggingarnefnd fyrir viðbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum hefur verið sett af stað og mun sú nefnd í samvinnu við verkefnastjóra láta hanna bygginguna og bjóða verkið út. Mikilvægt er að þessu verkefni verði hraðað eins og kostur er en jafnframt sé þetta unnið faglega. Við hönnun hússins er nauðsynlegt að horfa fram á veginn og gera strax ráð fyrir stækkunar möguleikum. Þegar sú uppbygging sem í farvatninu er í uppsveitunum verður að veruleika er útséð að það þarf að stækka grunnskólann á Kleppjárnsreykjum enn frekar. Einnig er ljóst að huga þarf að stækkun eða byggingu á nýjum leikskóla í Borgarnesi á næstu árum. Allir þessir þættir sem nefndir hafa verið hér að ofan tengjast hver öðrum og haldast í hendur. Til þess að íbúum og fyrirtækjum í Borgarbyggð fjölgi og við höldum í núverandi íbúa þarf að hugsa til allra þeirra þátta sem nefndir voru hér að ofan. Við í Samfylkingunni og Viðreisn erum tilbúin að hugsa stórt og móta þá framtíðarsýn sem þarf að vera til staðar svo að eðlilegur vöxtur geti átt sér stað. Setjum X við A á kjördag fyrir skýr markmið og áreiðanleika! Höfundur er búfræðingur og skipar 2. sæti á A-lista sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi þriggja fasa rafmagns Borgarbyggð er dreifbýlt samfélag með þéttbýliskjarna á nokkrum stöðum og eru fyrirtæki í sveitarfélaginu mörg og mismunandi. Fyrir atvinnurekstur í sveitarfélaginu, svo sem landbúnað, ferðaþjónustu og hinn ýmsa iðnað er þriggja fasa rafmagn gríðarlega nauðsynlegt svo uppbygging geti átt sér stað. Þriggja fasa rafmagn er einn af grunnþáttum þess að veita meira afhendingaröryggi. Þrífösun rafmagns hefur verið í uppbyggingu úti á Mýrum undanfarin ár og er það vel fyrir atvinnurekstur á svæðinu en betur má ef duga skal! Ennþá er á þónokkrum stöðum í sveitarfélaginu aðeins í boði einfasa rafmagn. Þar er atvinnurekstur sem þyrfti á þriggja fasa rafmagni að halda og þurfa aðilar að taka á sig aukinn kostnað vegna þess. Það er hlutverk þeirra sem í sveitarstjórn komast að þrýsta á ríkisvaldið að þessi vinna verði kláruð alls staðar í sveitarfélaginu svo atvinnuuppbygging hér geti haldið áfram að vaxa og dafna. Uppbygging vega og fjarskiptasamband eru líka lykilstoðir þess að uppbygging geti átt sér stað og munum við í Samfylkingunni og Viðreisn í Borgarbyggð beita okkur fyrir því að þessir innviðir verði bættir á næsta kjörtímabili. Ný byggðalína Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtvörðuheiðarlínu 1 frá tengivirkinu á Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tilgangur þeirrar framkvæmdar er að tryggja öruggara afhendingaröryggi og er hluti af uppfærslu á núverandi byggðalínu. Áætlað er að þessar framkvæmdir hefjist í lok árs 2023. Í gangi er valkostargreining lagnaleiða þessarar línu og snertir það íbúa Borgarbyggðar með beinum hætti. Sá valkostur sem Landsnet telur vænlegastan gerir ráð fyrir að farið sé nokkurn veginn meðfram núverandi byggðalínu. Þá er gert ráð fyrir að eldri línan haldi sér og yrði það mikið lýti á sveitarfélaginu. Nýja byggðalínan er mun stærri en núverandi lína og allt öðruvísi uppbyggð, svo veruleg sjónmengun yrði af slíkri uppbyggingu. Ef af þessum áformum verður mun það hafa neikvæð áhrif á meðal annars ferðaþjónustu í sveitarfélaginu, svo ekki sé talað um óþægindin sem af þessu hljótast fyrir íbúa. Fallegt umhverfi er eitt af lykilþáttum í ferðaþjónustu héraðsins og möstur sem þessi eru ekki til þess fallin að bæta ásýnd þess. Annar valkostur við uppbyggingu væri að fara með nýja línu um hálendið norður yfir Kjöl að Blöndu. Sú leið væri styttri og myndi ekki hafa sjónræn áhrif fyrir íbúa í Borgarbyggð. Landsnet leggur þessa tillögu ekki fram sem valkost þar sem línan myndi þá liggja fjarri svæðisflutningskerfi á Vesturlandi. Línan væri líka inni á miðhálendi og myndi það ekki samræmast stefnu stjórnvalda þar sem segir að ekki skuli leggja nýjar raflínur á hálendinu. Er betra að hafa þessi stóru möstur í byggð? Ef farið verður í lagningu þessarar nýju byggðalínu um Borgarfjörð er það lágmarkskrafa að eldri línan verði hengd utan á möstur þeirrar nýju, sett í jörð eða fjarlægð! Stöðugt framboð lóða forsenda uppbyggingar Grunnforsenda þess að atvinnuuppbygging geti átt sér stað, með tilheyrandi fjölgun íbúa, er að íbúðarhúsnæði sé til staðar. Samfylkingin og Viðreisn í Borgarbyggð vilja að hugsað sé lengra fram í tímann. Að stöðugu framboði lóða sé viðhaldið svo ekki komi upp sú staða sem er núna, að nánast engar lóðir séu til úthlutunar í sveitarfélaginu. Spennandi verkefni eru á hugmyndastigi um byggð handan Borgarvogs en ljóst er að nokkur ár eru þar til hægt verður að hefjast handa við uppbyggingu þar. Fram að þeim tíma þarf að líta til þéttingarmöguleika í Borgarnesi, sem og skoða kaup á því landi í Bjargslandi sem ekki er nú þegar í eigu sveitarfélagsins. Hefjast þarf handa strax í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands að skoða hvar næstu byggingarmöguleikar eru fyrir hendi á Hvanneyri. Spennandi uppbyggingarverkefni eru líka í farvatninu lengra í uppsveitunum, svo sem við Reykholt sem þarf að fylgja vel eftir. Viðhöldum öflugri grunnþjónustu Grunnþjónusta er líka forsenda þess að fólk og fyrirtæki vilji flytjast í Borgarbyggð. Uppbygging hefur átt sér stað við Grunnskólann í Borgarnesi á liðnum árum sem og nýbygging leikskólans Hnoðrabóls. Byggingarnefnd fyrir viðbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum hefur verið sett af stað og mun sú nefnd í samvinnu við verkefnastjóra láta hanna bygginguna og bjóða verkið út. Mikilvægt er að þessu verkefni verði hraðað eins og kostur er en jafnframt sé þetta unnið faglega. Við hönnun hússins er nauðsynlegt að horfa fram á veginn og gera strax ráð fyrir stækkunar möguleikum. Þegar sú uppbygging sem í farvatninu er í uppsveitunum verður að veruleika er útséð að það þarf að stækka grunnskólann á Kleppjárnsreykjum enn frekar. Einnig er ljóst að huga þarf að stækkun eða byggingu á nýjum leikskóla í Borgarnesi á næstu árum. Allir þessir þættir sem nefndir hafa verið hér að ofan tengjast hver öðrum og haldast í hendur. Til þess að íbúum og fyrirtækjum í Borgarbyggð fjölgi og við höldum í núverandi íbúa þarf að hugsa til allra þeirra þátta sem nefndir voru hér að ofan. Við í Samfylkingunni og Viðreisn erum tilbúin að hugsa stórt og móta þá framtíðarsýn sem þarf að vera til staðar svo að eðlilegur vöxtur geti átt sér stað. Setjum X við A á kjördag fyrir skýr markmið og áreiðanleika! Höfundur er búfræðingur og skipar 2. sæti á A-lista sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun