Forgangsröðum í þágu barna! Hlynur Bæringsson skrifar 5. maí 2022 22:31 Ég skipa annað sætið á lista Framsóknar fyrir komandi kosningar. Það er stórt skref að bjóða sig fram í baráttu eins og sveitastjórnarkosningar eru en ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á stjórnmálum og því rökrétt að virkja þann áhuga og bjóða fram krafta sína fyrir bæjarfélag sem er gott að búa í. Sem er einmitt málið, Garðabær hefur reynst mér vel frá því að ég og fjölskylda mín fluttum hingað frá Svíþjóð árið 2016. Ég er upprunalega landsbyggðarmaður, ólst upp í Grundarfirði og bjó lengi bæði í Borgarnesi og Stykkishólmi. Það sem okkur hefur einmitt líkað vel er að Garðabær hefur marga eiginleika landsbyggðarinnar, samfélagið er samheldið og Garðbæingar stoltir af samfélaginu sem þau tilheyra. Bærinn hefur á sama tíma kosti þess að búa í stærra samfélagi. Ég er því ekki mættur til að tala allt niður sem gert hefur verið, enda margt gott verið gert. En þó margt sé gott má auðvitað bæta samfélagið. Ég kem úr íþróttahreyfingunni og hef unnið með börnum og fjölskyldum þeirra nánast alla mína tíð. Garðabær hefur orð á sér fyrir að hér sé mikil velsæld og vissulega sést það víða í bænum, en ég tek líka eftir því að það eru ekki allir með sæti við háborðið. Ég vil halda áfram að vinna með börnum og ungmennum og ein af aðal ástæðunum fyrir því að ég býð mig fram fyrir Framsókn er að ég hef heillast af störfum Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hann hefur lagt mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum og leitt sennilega mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Saga okkar Ásmundar er ekki ósvipuð. Í uppvextinum kynntumst við aðstæðum þar sem hlutirnir voru ekki eins og þeir eiga að vera og áherslumálin óneitanlega litast af því. Við eigum að setja börnin í forgrunn og þjóna hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra sem best og þar vil ég byggja ofan á frábæra vinnu Ásmundar Einars í málaflokknum. Þegar við ræðum um arðsemi fjárfestinga í samfélaginu okkar er áhugavert að við horfum yfirleitt á eitthvað efnislegt – virkjanir, iðnað eða nýsköpun - en sjaldan á arðsemi þess að fjárfesta í fólki til lengri tíma. Andleg líðan ungmenna blasir við mér á hverjum degi, og hversu mörg þeirra eiga í basli við að fóta sig vegna andlegra kvilla. Við lifum á tímum mikils hraða, áreitis og væntinga og þráum kannski fátt frekar en einfaldlega sálarró, það er mögulega ástæða fyrir því að andleg líðan bæði okkar og unga fólksins helst ekki alltaf í hendur við hagvaxtartölur. Það er löngu orðið tímabært að við forgangsröðum í þágu barna og ungmenna og fjárfestum í framtíðinni. Við fáum það margfalt til baka. Við finnum fyrir meðbyr, Framsókn er að rísa í Garðabæ. Ég og við yrðum þakklát fyrir ykkar stuðning, við gerum okkar besta. Höfundur skipar 2. sæti lista Framsóknar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég skipa annað sætið á lista Framsóknar fyrir komandi kosningar. Það er stórt skref að bjóða sig fram í baráttu eins og sveitastjórnarkosningar eru en ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á stjórnmálum og því rökrétt að virkja þann áhuga og bjóða fram krafta sína fyrir bæjarfélag sem er gott að búa í. Sem er einmitt málið, Garðabær hefur reynst mér vel frá því að ég og fjölskylda mín fluttum hingað frá Svíþjóð árið 2016. Ég er upprunalega landsbyggðarmaður, ólst upp í Grundarfirði og bjó lengi bæði í Borgarnesi og Stykkishólmi. Það sem okkur hefur einmitt líkað vel er að Garðabær hefur marga eiginleika landsbyggðarinnar, samfélagið er samheldið og Garðbæingar stoltir af samfélaginu sem þau tilheyra. Bærinn hefur á sama tíma kosti þess að búa í stærra samfélagi. Ég er því ekki mættur til að tala allt niður sem gert hefur verið, enda margt gott verið gert. En þó margt sé gott má auðvitað bæta samfélagið. Ég kem úr íþróttahreyfingunni og hef unnið með börnum og fjölskyldum þeirra nánast alla mína tíð. Garðabær hefur orð á sér fyrir að hér sé mikil velsæld og vissulega sést það víða í bænum, en ég tek líka eftir því að það eru ekki allir með sæti við háborðið. Ég vil halda áfram að vinna með börnum og ungmennum og ein af aðal ástæðunum fyrir því að ég býð mig fram fyrir Framsókn er að ég hef heillast af störfum Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hann hefur lagt mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum og leitt sennilega mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Saga okkar Ásmundar er ekki ósvipuð. Í uppvextinum kynntumst við aðstæðum þar sem hlutirnir voru ekki eins og þeir eiga að vera og áherslumálin óneitanlega litast af því. Við eigum að setja börnin í forgrunn og þjóna hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra sem best og þar vil ég byggja ofan á frábæra vinnu Ásmundar Einars í málaflokknum. Þegar við ræðum um arðsemi fjárfestinga í samfélaginu okkar er áhugavert að við horfum yfirleitt á eitthvað efnislegt – virkjanir, iðnað eða nýsköpun - en sjaldan á arðsemi þess að fjárfesta í fólki til lengri tíma. Andleg líðan ungmenna blasir við mér á hverjum degi, og hversu mörg þeirra eiga í basli við að fóta sig vegna andlegra kvilla. Við lifum á tímum mikils hraða, áreitis og væntinga og þráum kannski fátt frekar en einfaldlega sálarró, það er mögulega ástæða fyrir því að andleg líðan bæði okkar og unga fólksins helst ekki alltaf í hendur við hagvaxtartölur. Það er löngu orðið tímabært að við forgangsröðum í þágu barna og ungmenna og fjárfestum í framtíðinni. Við fáum það margfalt til baka. Við finnum fyrir meðbyr, Framsókn er að rísa í Garðabæ. Ég og við yrðum þakklát fyrir ykkar stuðning, við gerum okkar besta. Höfundur skipar 2. sæti lista Framsóknar í Garðabæ.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun