Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 18:00 Læknirinn hafði starfað í tvær vikur á Heilsugæslunni á Húsavík. Hann lauk störfum í dag. Vísir/Vilhelm Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. Greint var frá því í gær að læknir á Vestfjörðum hafi verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Vísir greindi jafnframt frá því að lækninum hafi verið sagt upp störfum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 og var málið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum á sínum tíma. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sagði í samtali við fréttastofu í gær að læknirinn hafi ekki verið í föstu starfi hjá stofnuninni frá árinu 2013. Hann hafi komið inn til afleysinga í örfá skipti, vo hægt væri að telja á fingrum annarrar handar, og síðast árið 2020. Höfðu ekki vitneskju um ákæruna Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir í samtali við fréttastofu að læknirinn hafi í dag lokið störfum hjá stofnuninni. Hann hafði starfað í tvær vikur hjá Heilsugæslunni á Húsavík. „Hann er búinn að vera við störf í tvær vikur hjá okkur,“ segir Jón Helgi og segir að læknirinn hafi ekki starfað áður hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir starfslok læknisins ekki tengjast ákærunni með beinum hætti. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort lækninum hafi verið sagt upp störfum eða hvort hann hafi sjálfur sagt upp. Jón Helgi segir stjórnendur hafa vitað af uppsögn læknisins á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013. „Ég held að það hafi nú verið opinbert í sjálfu sér í fjölmiðlum. En varðandi þetta mál sem er til umfjöllunar í fjölmiðlum núna þá höfðum við enga vitneskju um það.“ Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Greint var frá því í gær að læknir á Vestfjörðum hafi verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Vísir greindi jafnframt frá því að lækninum hafi verið sagt upp störfum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 og var málið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum á sínum tíma. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sagði í samtali við fréttastofu í gær að læknirinn hafi ekki verið í föstu starfi hjá stofnuninni frá árinu 2013. Hann hafi komið inn til afleysinga í örfá skipti, vo hægt væri að telja á fingrum annarrar handar, og síðast árið 2020. Höfðu ekki vitneskju um ákæruna Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir í samtali við fréttastofu að læknirinn hafi í dag lokið störfum hjá stofnuninni. Hann hafði starfað í tvær vikur hjá Heilsugæslunni á Húsavík. „Hann er búinn að vera við störf í tvær vikur hjá okkur,“ segir Jón Helgi og segir að læknirinn hafi ekki starfað áður hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir starfslok læknisins ekki tengjast ákærunni með beinum hætti. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort lækninum hafi verið sagt upp störfum eða hvort hann hafi sjálfur sagt upp. Jón Helgi segir stjórnendur hafa vitað af uppsögn læknisins á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013. „Ég held að það hafi nú verið opinbert í sjálfu sér í fjölmiðlum. En varðandi þetta mál sem er til umfjöllunar í fjölmiðlum núna þá höfðum við enga vitneskju um það.“
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08
Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28