Myndband: Risahverfi rís í Mosfellsbæ Snorri Másson skrifar 5. maí 2022 23:14 Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn. Þessar hugmyndir eru þó óopinberar og líklegt að niðurstaðan verði alls ólík. Skipulagið hefur ekki verið unnið. TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Fyrirséð er að sprenging verði í íbúafjölda í Mosfellsbæ á næstu árum með tilkomu nýs hverfis í Blikastaðalandi sem verið hefur í eigu Arion banka frá því eftir hrun. Stefnt er að því að íbúar geti sinnt helstu erindum fótgangandi og að Borgarlínan verði í burðarhlutverki. Blikastaðalandið eru um 90 hektarar að flatarmáli og er því sem næst óbyggt. Það heyrir til algerra undantekninga að svo mikið landflæmi sé skipulagt í einu, að ekki sé talað um land í einkaeigu. Þeim mun þyngra í vöfum er að komast að samkomulagi sem allir eru sáttir við. En það hefur nú tekist eftir margra ára starf. Sýnt er frá svæðinu í myndbrotinu hér að ofan úr kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér verður væntanlega aðeins þéttari byggð en er í innsveitinni,“segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Hér er gert ráð fyrir hágæðaalmenningssamgöngum hérna í gegnum þetta svæði og Borgarlínan mun koma hingað, þannig að ég held að þetta verði bara enn ein skrautfjöðurinn í hatt Mosfellsbæjar þetta uppbyggingarsvæði hér á Blikastöðum,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Áætlað er að á svæðinu rísi 3.500-3.700 íbúðir - sem þýðir allt að tíu þúsund íbúum. Íbúar í Mosfellsbæ núna eru 13.500, þannig að samkvæmt þessu fjölgar þeim um allt að 75% með tilkomu nýs hverfis. Reyna að minnka íbúðaskort Arion banki, sem á lóðirnar, fjárfestir í uppbyggingunni en selur sig hægt og rólega út af svæðinu. Á móti tekur bankinn þátt í að byggja á tvo skóla, fjóra leikskóla og almennilega íþróttaaðstöðu. „Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. Það má segja að með Blikastaðahverfi verði bilið brúað á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Framkvæmdir eiga að hefjast 2024. Mosfellsbær Húsnæðismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Blikastaðalandið eru um 90 hektarar að flatarmáli og er því sem næst óbyggt. Það heyrir til algerra undantekninga að svo mikið landflæmi sé skipulagt í einu, að ekki sé talað um land í einkaeigu. Þeim mun þyngra í vöfum er að komast að samkomulagi sem allir eru sáttir við. En það hefur nú tekist eftir margra ára starf. Sýnt er frá svæðinu í myndbrotinu hér að ofan úr kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér verður væntanlega aðeins þéttari byggð en er í innsveitinni,“segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Hér er gert ráð fyrir hágæðaalmenningssamgöngum hérna í gegnum þetta svæði og Borgarlínan mun koma hingað, þannig að ég held að þetta verði bara enn ein skrautfjöðurinn í hatt Mosfellsbæjar þetta uppbyggingarsvæði hér á Blikastöðum,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Áætlað er að á svæðinu rísi 3.500-3.700 íbúðir - sem þýðir allt að tíu þúsund íbúum. Íbúar í Mosfellsbæ núna eru 13.500, þannig að samkvæmt þessu fjölgar þeim um allt að 75% með tilkomu nýs hverfis. Reyna að minnka íbúðaskort Arion banki, sem á lóðirnar, fjárfestir í uppbyggingunni en selur sig hægt og rólega út af svæðinu. Á móti tekur bankinn þátt í að byggja á tvo skóla, fjóra leikskóla og almennilega íþróttaaðstöðu. „Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. Það má segja að með Blikastaðahverfi verði bilið brúað á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Framkvæmdir eiga að hefjast 2024.
Mosfellsbær Húsnæðismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira