Kröftug uppbygging á Ásbrú Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 4. maí 2022 14:30 Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ. Það er mikilvægt fyrir Reykjanesbæ í heild að samfélagið á Ásbrú sé ræktað og hlúð sé að því sem einu af hverfum Reykjanesbæjar með myndarbrag. Tilfinning íbúa er á þann veg að hverfið sé því miður afgangsstærð þegar kemur að ýmsu sem þarf að hlú að og byggja upp. Skólinn á að vera hjarta samfélagsins Í hverju samfélagi er hægt að líta á skólann sem hjarta samfélagsins þar sem unnið er markvisst að því að tryggja jöfn tækifæri til menntunar. Skólabyggingar Háaleitisskóla í Ábrúarhverfinu eru á afar óhentugum stað og þær eru líka komnar vel til ára sinna og standast ekki að öllu leyti nútímakröfur. Skólaleikvöllurinn sem á að vera staður sem styður við hreyfi- og félagsþroska er í óásættanlegu ástandi. Staðsetningin veldur því að nemendur þurfa að sækja skóla um langan veg og nær enginn nemandi hefur kost á því að ganga í skólann. Þá er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að innan girðingar flugvallarins sem staðsett er alveg við skólann ganga um vopnaðir hermenn. Slíkt er ekki ásættanlegt í næsta nágrenni við skóla. Þessir vankantar standa skólasamfélaginu fyrir þrifum. Framsókn leggur áherslu á kröftuga uppbyggingu og nýja skólabyggingu strax! Það er einn af áhersluþáttum í málefnaskrá Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor að sérstaklega sé horft til þess að stórefla Ásbrúarhverfið og gera það að aðlaðandi hverfi til að búa í. Það viljum við gera með því að byggja upp innviði og stórbæta umhverfi íbúa. Grundvallarþáttur í því ljósi er að hafist verði handa sem allra fyrst við að byggja nýjan skóla í hverfinu sem leysir af hólmi þær byggingar sem nú eru notaðar undir skólastarf Háaleitisskóla. Framsókn hefur sýnt vilja sinn í verki Nú hefur verið hafin vinna við deiliskipulag í hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að rísi ný skólabygging og vegleg skólalóð ásamt almenningsgarði. (Um er að ræða svæðið fyrir neðan Grænásbraut og ofan Skógarbrautar). Með þessari vinnu hefur Framsókn sýnt vilja sín í verki hvað varðar það að farið verði í veglega uppbygginu innviða í Ásbrúarhverfinu ásamt mótun útivistarsvæða sem munu bæta lífsgæði íbúa umtalsvert.Það er ljóst að atkvæði greitt Framsókn mun tryggja það að þessi uppbygging mun hefjast af fullum krafti strax á næsta kjörtímabili. Höfundur er skólastjóri og skipar 9. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ. Það er mikilvægt fyrir Reykjanesbæ í heild að samfélagið á Ásbrú sé ræktað og hlúð sé að því sem einu af hverfum Reykjanesbæjar með myndarbrag. Tilfinning íbúa er á þann veg að hverfið sé því miður afgangsstærð þegar kemur að ýmsu sem þarf að hlú að og byggja upp. Skólinn á að vera hjarta samfélagsins Í hverju samfélagi er hægt að líta á skólann sem hjarta samfélagsins þar sem unnið er markvisst að því að tryggja jöfn tækifæri til menntunar. Skólabyggingar Háaleitisskóla í Ábrúarhverfinu eru á afar óhentugum stað og þær eru líka komnar vel til ára sinna og standast ekki að öllu leyti nútímakröfur. Skólaleikvöllurinn sem á að vera staður sem styður við hreyfi- og félagsþroska er í óásættanlegu ástandi. Staðsetningin veldur því að nemendur þurfa að sækja skóla um langan veg og nær enginn nemandi hefur kost á því að ganga í skólann. Þá er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að innan girðingar flugvallarins sem staðsett er alveg við skólann ganga um vopnaðir hermenn. Slíkt er ekki ásættanlegt í næsta nágrenni við skóla. Þessir vankantar standa skólasamfélaginu fyrir þrifum. Framsókn leggur áherslu á kröftuga uppbyggingu og nýja skólabyggingu strax! Það er einn af áhersluþáttum í málefnaskrá Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor að sérstaklega sé horft til þess að stórefla Ásbrúarhverfið og gera það að aðlaðandi hverfi til að búa í. Það viljum við gera með því að byggja upp innviði og stórbæta umhverfi íbúa. Grundvallarþáttur í því ljósi er að hafist verði handa sem allra fyrst við að byggja nýjan skóla í hverfinu sem leysir af hólmi þær byggingar sem nú eru notaðar undir skólastarf Háaleitisskóla. Framsókn hefur sýnt vilja sinn í verki Nú hefur verið hafin vinna við deiliskipulag í hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að rísi ný skólabygging og vegleg skólalóð ásamt almenningsgarði. (Um er að ræða svæðið fyrir neðan Grænásbraut og ofan Skógarbrautar). Með þessari vinnu hefur Framsókn sýnt vilja sín í verki hvað varðar það að farið verði í veglega uppbygginu innviða í Ásbrúarhverfinu ásamt mótun útivistarsvæða sem munu bæta lífsgæði íbúa umtalsvert.Það er ljóst að atkvæði greitt Framsókn mun tryggja það að þessi uppbygging mun hefjast af fullum krafti strax á næsta kjörtímabili. Höfundur er skólastjóri og skipar 9. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar