Sjáðu markasúpuna í Víkinni og dramatíkina á Dalvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 10:00 Emil Atlason er kominn með fjögur mörk í Bestu deildinni. vísir/Hulda Margrét Einn magnaðasti leikur seinni ára fór fram í Víkinni í gær þegar Stjarnan vann Íslands- og bikarmeistara Víkings, 4-5, í 3. umferð Bestu deildar karla. Alls voru sextán mörk skoruð í þremur leikjum í gær. Emil Atlason og Kristall Máni Ingason skoruðu báðir þrennu í Víkinni í gær. Emil var þó öllu sáttari eftir leik enda fóru Stjörnumenn heim í Garðabæinn með öll þrjú stigin. Nikolaj Hansen, markakóngur síðasta tímabils, kom Víkingi yfir strax á 3. mínútu. En eftir þrjú mörk á tíu mínútum, tvö frá Emil og eitt frá Adolf Daða Birgissyni, komst Stjarnan í 1-3. Kristall skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 2-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fjórða mark gestanna á 65. mínútu en Kristall minnkaði muninn í 3-4 úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Emil kom Stjörnunni aftur tveimur mörkum yfir á 74. mínútu en Kristall skoraði svo síðasta mark leiksins sex mínútum síðar. Lokatölur 4-5, Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik. Klippa: Víkingur 4-5 Stjarnan Fram fékk sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Safamýrinni. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 23. mínútu en Eyþór Aron Wöhler jafnaði fyrir ÍA fjórum mínútum fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Fram 1-1 ÍA Tvíburarnir Þorri Mar og Nökkvi Þeyr Þórissynir voru hetjur KA þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur á Keflavík. KA-menn eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan Keflvíkingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum. Þorri kom KA yfir á 42. mínútu en Ingimundur Aron Guðnason jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 68. mínútu komust gestirnir yfir þökk sé marki færeyska framherjans Patriks Johannesen. Það virtist ætla að duga Keflavík til sigurs en Nökkvi var á öðru máli. Hann jafnaði úr víti á 87. mínútu og á lokamínútunni skoraði hann sigurmark KA. Nökkvi og Þorri eru frá Dalvík, þar sem leikurinn í gær fór fram, og virtust kunna vel við sig á gamla heimavellinum. Klippa: KA 3-2 Keflavík Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Fram ÍA KA Keflavík ÍF Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Emil Atlason og Kristall Máni Ingason skoruðu báðir þrennu í Víkinni í gær. Emil var þó öllu sáttari eftir leik enda fóru Stjörnumenn heim í Garðabæinn með öll þrjú stigin. Nikolaj Hansen, markakóngur síðasta tímabils, kom Víkingi yfir strax á 3. mínútu. En eftir þrjú mörk á tíu mínútum, tvö frá Emil og eitt frá Adolf Daða Birgissyni, komst Stjarnan í 1-3. Kristall skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 2-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fjórða mark gestanna á 65. mínútu en Kristall minnkaði muninn í 3-4 úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Emil kom Stjörnunni aftur tveimur mörkum yfir á 74. mínútu en Kristall skoraði svo síðasta mark leiksins sex mínútum síðar. Lokatölur 4-5, Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik. Klippa: Víkingur 4-5 Stjarnan Fram fékk sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Safamýrinni. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 23. mínútu en Eyþór Aron Wöhler jafnaði fyrir ÍA fjórum mínútum fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Fram 1-1 ÍA Tvíburarnir Þorri Mar og Nökkvi Þeyr Þórissynir voru hetjur KA þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur á Keflavík. KA-menn eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan Keflvíkingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum. Þorri kom KA yfir á 42. mínútu en Ingimundur Aron Guðnason jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 68. mínútu komust gestirnir yfir þökk sé marki færeyska framherjans Patriks Johannesen. Það virtist ætla að duga Keflavík til sigurs en Nökkvi var á öðru máli. Hann jafnaði úr víti á 87. mínútu og á lokamínútunni skoraði hann sigurmark KA. Nökkvi og Þorri eru frá Dalvík, þar sem leikurinn í gær fór fram, og virtust kunna vel við sig á gamla heimavellinum. Klippa: KA 3-2 Keflavík
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Fram ÍA KA Keflavík ÍF Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira