Ég brenn fyrir þessu starfi Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 1. maí 2022 19:30 Fyrir stuttu var mér boðið að eiga samtal við kennaranema í Háskóla Íslands. Tilefnið voru vangaveltur og spurningar sem brunnu á kennaranemum um störf og starfsskilyrði í grunnskóla. Þrátt fyrir stutta heimsókn þá upplifði ég og fann að þau höfðu þennan brennandi neista sem og væntingar um að hafa áhrif á skólastarf framtíðar. Mikilvægt er að kennaranámið nesti þau sem best til kennslu en hlutverk okkar kennara á vettvangi er ekki síður mikilvægt við að búa þeim þau starfsskilyrði sem nauðsynleg eru til að þrífast í starfi. Samfélagslegar væntingar til kennara eru miklar og til allrar hamingju snýst umræðan um málefni grunnskóla iðulega um það hvernig við getum gert enn betur, hvernig menntun íslenskra barna geti verið framúrskarandi að gæðum. Fólk sem starfar í stjórnmálum ætlast einnig til mikils af kennurum og það er vel. Þá umræðu verðum við öll að setja í samhengi við starfsskilyrði, starfsgleði og þær sjálfsögðu kröfur sem allar stéttir gera, að búa við viðunandi starfskjör. Ég trúi því að kennarar, samfélagið og stjórnmálafólk geti fylkt sér að baki eftirfarandi markmiðum, annars vegar að gera kennarastarfið að heillandi kosti fyrir ungt fólk og hins vegar að búa öllum kennurum þau skilyrði að þeir vaxi og dafni í starfi. Þessum markmiðum hef ég unnið að og vil gera áfram. Heimsókn mín til kennaranema sannaði enn og aftur að þeir töfrar sem felast í kennslu kveikja hjá okkur löngun til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum þetta mikilvæga starf. Félag grunnskólakennara þarf forystu sem gætir hagsmuna kennara á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða kjör, starfsaðstæður, nýliðun, kennaramenntun, starfsgleði og möguleika til starfsþróunar. Ég hef langa reynslu, þekkingu og yfirsýn á löggjöf, stjórnsýslu og aðstæðum kennara í ólíkum landshlutum. Þess vegna gef ég kost á mér til að starfa áfram sem formaður Félags grunnskólakennara. Höfundur sækist eftir áframhaldandi umboði félagsmanna Félags grunnskólakennara til formennsku fyrir félagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Grunnskólar Stéttarfélög Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var mér boðið að eiga samtal við kennaranema í Háskóla Íslands. Tilefnið voru vangaveltur og spurningar sem brunnu á kennaranemum um störf og starfsskilyrði í grunnskóla. Þrátt fyrir stutta heimsókn þá upplifði ég og fann að þau höfðu þennan brennandi neista sem og væntingar um að hafa áhrif á skólastarf framtíðar. Mikilvægt er að kennaranámið nesti þau sem best til kennslu en hlutverk okkar kennara á vettvangi er ekki síður mikilvægt við að búa þeim þau starfsskilyrði sem nauðsynleg eru til að þrífast í starfi. Samfélagslegar væntingar til kennara eru miklar og til allrar hamingju snýst umræðan um málefni grunnskóla iðulega um það hvernig við getum gert enn betur, hvernig menntun íslenskra barna geti verið framúrskarandi að gæðum. Fólk sem starfar í stjórnmálum ætlast einnig til mikils af kennurum og það er vel. Þá umræðu verðum við öll að setja í samhengi við starfsskilyrði, starfsgleði og þær sjálfsögðu kröfur sem allar stéttir gera, að búa við viðunandi starfskjör. Ég trúi því að kennarar, samfélagið og stjórnmálafólk geti fylkt sér að baki eftirfarandi markmiðum, annars vegar að gera kennarastarfið að heillandi kosti fyrir ungt fólk og hins vegar að búa öllum kennurum þau skilyrði að þeir vaxi og dafni í starfi. Þessum markmiðum hef ég unnið að og vil gera áfram. Heimsókn mín til kennaranema sannaði enn og aftur að þeir töfrar sem felast í kennslu kveikja hjá okkur löngun til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum þetta mikilvæga starf. Félag grunnskólakennara þarf forystu sem gætir hagsmuna kennara á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða kjör, starfsaðstæður, nýliðun, kennaramenntun, starfsgleði og möguleika til starfsþróunar. Ég hef langa reynslu, þekkingu og yfirsýn á löggjöf, stjórnsýslu og aðstæðum kennara í ólíkum landshlutum. Þess vegna gef ég kost á mér til að starfa áfram sem formaður Félags grunnskólakennara. Höfundur sækist eftir áframhaldandi umboði félagsmanna Félags grunnskólakennara til formennsku fyrir félagið.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun