Valkvæður skortur á þekkingu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. apríl 2022 07:30 Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Hafa þessir stjórnarþingmenn hrópað upp að þessir þrír formenn gætu nú bara ekki ákveðið neitt svona, án þess að málið fari fyrir ríkisstjórnina sem tæki sameiginlega ákvörðun um málið. Enda skuli halda ríkisstjórnarfundi um stjórnarmálefni. Þessi yfirlýsing eða efni hennar er ekki svokallað stjórnarmálefni. Heldur var verið að gefa til kynna hvað væri í vændum. Sumsé að fjármálaráðherra myndi leggja fram í ríkisstjórn frumvarp um aflagningu Bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin mun svo ræða frumvarpið og afgreiða það til umfjöllunar í stjórnarflokkunum sem að munu einnig ræða efni frumvarpsins, og ef að líkum lætur afgreiða það til umræðu í þingsal. Á þessi stigi er málið því bæði orðið stjórnarmálefni og búið verður að ræða það í ríkisstjórn. Það er alþingi sem að mun á endanum ákveða hver örlög bankasýslunnar verða. Enda Bankasýsla ríkisins sett á laggirnar samkvæmt lögum og verður því ekki aflögð nema með lögum. En kannski er sumum þessara stjórnarþingmanna vorkunn. Þeir eru svotil nýbyrjaðir í nýju starfi og hafa kannski ekki lesið sér nægjanlega til þó sumir þeirra veifi nú háskólagráðum ótt og títt, líkt og Bjarnfreðarson forðum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Hafa þessir stjórnarþingmenn hrópað upp að þessir þrír formenn gætu nú bara ekki ákveðið neitt svona, án þess að málið fari fyrir ríkisstjórnina sem tæki sameiginlega ákvörðun um málið. Enda skuli halda ríkisstjórnarfundi um stjórnarmálefni. Þessi yfirlýsing eða efni hennar er ekki svokallað stjórnarmálefni. Heldur var verið að gefa til kynna hvað væri í vændum. Sumsé að fjármálaráðherra myndi leggja fram í ríkisstjórn frumvarp um aflagningu Bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin mun svo ræða frumvarpið og afgreiða það til umfjöllunar í stjórnarflokkunum sem að munu einnig ræða efni frumvarpsins, og ef að líkum lætur afgreiða það til umræðu í þingsal. Á þessi stigi er málið því bæði orðið stjórnarmálefni og búið verður að ræða það í ríkisstjórn. Það er alþingi sem að mun á endanum ákveða hver örlög bankasýslunnar verða. Enda Bankasýsla ríkisins sett á laggirnar samkvæmt lögum og verður því ekki aflögð nema með lögum. En kannski er sumum þessara stjórnarþingmanna vorkunn. Þeir eru svotil nýbyrjaðir í nýju starfi og hafa kannski ekki lesið sér nægjanlega til þó sumir þeirra veifi nú háskólagráðum ótt og títt, líkt og Bjarnfreðarson forðum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar