Er Menntasprotinn farandgripur eða til eignar? Snorri Jónsson skrifar 22. apríl 2022 09:31 Domino’s á Íslandi er handhafi Menntasprota Atvinnulífsins og hefur varðveitt hann í eitt ár. Menntasprotinn er veittur af Samtökum atvinnulífsins árlega til fyrirtækis sem m.a. stendur fyrir nýsköpun í menntun og fræðslu. Fyrir okkur hjá Domino’s er þetta viðurkenning á mikilli vinnu sem hefur átt sér stað og um leið hvatning til áframhaldandi vinnu. Eins og öll verkefni í öllum fyrirtækjum er þetta mannanna verk, starfsmannanna. Undirbúningurinn var á nokkurra höndum en hversu vel hefur tekist til er í raun staðfesting á því sem við vitum, að fólkið okkar tekur breytingum fagnandi og nýtir þau tækifæri sem þeim eru boðin þegar kemur að starfstengdri fræðslu og þróun. Allt okkar unga starfsfólk sem margt er nýtt á vinnumarkaði þarf á fræðslu að halda og hvergi er hún eins mikilvæg en um leið vandmeðfarin. Við ákváðum að endurhanna framsetninguna með þarfir og færni notendanna í huga og gera hana og efnistökin aðgengilegri en þau höfðu verið. Með þetta að leiðarljósi hófst okkar vegferð fyrir nokkrum árum. Við vorum vissulega að þjálfa og veita leiðsögn en við vorum í klassísku deildinni, með fundi í kennslustofu, glærur og blöð. Við sáum áhugann þverra og viljann þurrkast út um leið og við töpuðum athygli starfsmanna, það tók að jafnaði um 10 mínútur. Það var ekkert rangt við aðferðina en hún var ekki að mæta kröfum notendanna. Við erum með 600-700 starfsmenn og meðalaldurinn er 22 ár. Kröfur starfseminnar eru hins vegar miklar bæði hvað varðar hreinlæti og matvælaöryggi auk fjölmargra annarra þátta sem við bæði viljum og verðum að koma til skila. Til að gera nokkuð langa sögu mjög stutta þá endurmátum við allt okkar efni og bárum saman við núverandi kröfur. Við uppfærðum námsefnið, höfum síðan komist að því að sú endurskoðun þarf sífellt að eiga sér stað og sniðum allt niður í minni einingar. Bitunum röðuðum við síðan saman í rafrænt fræðslukerfi og lögðum áherslu á fjölbreytta framsetningu. Við erum með fjölmörg stutt myndskeið, leikin af starfsmönnum sjálfum, erum með spurningar og leiki og í sumum tilfellum próf. Við héldum keppni til að virkja sem flesta í upphafi og höfum alltaf haft mjög hátt lúkningarhlutfall, eitt það besta sem veitendur fræðslukerfis okkar hafa mælt. Stór kostur við starfsmenn á okkar aldursbili er að þeir gefa mjög heiðarlega til kynna ef þeim mislíkar eitthvað og hafa þeir óspart nýtt sér það sem gefur okkur færi á að aðlaga, breyta og bæta. Ábendingar og nýjar tillögur koma oftast frá starfsmönnum sem hafa öðlast reynslu og fáir eru betri í því að þróa núverandi efni og koma með ábendingar um nýtt efni. Þetta var heilmikil vinna og í raun miklu umfangsmeiri en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi og nú höfum við fyrir nokkru áttað okkur á að við erum alltaf, rétt að byrja. Endalaust er hægt að byggja ofan á og bæta um betur. Frá því að við fengum sprotann höfum við fengið tækifæri til að tala um mikilvægi starfstengdrar fræðslu og haft tækifæri til að leiðbeina stjórnendum fjölmargra fyrirtækja í þeirra fyrstu skrefum í uppbyggingu fræðslu og uppsetningu og val fræðslukerfa. Það getur verið erfitt að byrja en það er verra að bíða. Okkur hefur þótt það bæði heiður og skylda að sækja þessa fundi sem handhafar þessara verðlauna. Nú er Menntadagur atvinnulífsins á næsta leiti. Við hjá Domino’s fylgjumst spennt með deginum og því hverjir eru að gera vel í fræðslumálum, auðvitað mun fleiri en taldir verða upp á sjálfan afhendingardaginn. Líklega munum við biðja um fund hjá þeim sem tilnefndir verða til að tryggja áframhaldandi framþróun hjá okkur. Það getur vel verið að Domino’s gleymist þegar fram í sækir og ný fyrirtæki fá Menntasprotann en við lítum á gripinn sem hvatningu til áframhaldandi nýsköpunar, sem upphafspunkt en ekki endapunkt. Við eigum gripinn og starfsmenn okkar eiga heiðurinn. Höfundur er mannauðsstjóri Domino‘s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Domino’s á Íslandi er handhafi Menntasprota Atvinnulífsins og hefur varðveitt hann í eitt ár. Menntasprotinn er veittur af Samtökum atvinnulífsins árlega til fyrirtækis sem m.a. stendur fyrir nýsköpun í menntun og fræðslu. Fyrir okkur hjá Domino’s er þetta viðurkenning á mikilli vinnu sem hefur átt sér stað og um leið hvatning til áframhaldandi vinnu. Eins og öll verkefni í öllum fyrirtækjum er þetta mannanna verk, starfsmannanna. Undirbúningurinn var á nokkurra höndum en hversu vel hefur tekist til er í raun staðfesting á því sem við vitum, að fólkið okkar tekur breytingum fagnandi og nýtir þau tækifæri sem þeim eru boðin þegar kemur að starfstengdri fræðslu og þróun. Allt okkar unga starfsfólk sem margt er nýtt á vinnumarkaði þarf á fræðslu að halda og hvergi er hún eins mikilvæg en um leið vandmeðfarin. Við ákváðum að endurhanna framsetninguna með þarfir og færni notendanna í huga og gera hana og efnistökin aðgengilegri en þau höfðu verið. Með þetta að leiðarljósi hófst okkar vegferð fyrir nokkrum árum. Við vorum vissulega að þjálfa og veita leiðsögn en við vorum í klassísku deildinni, með fundi í kennslustofu, glærur og blöð. Við sáum áhugann þverra og viljann þurrkast út um leið og við töpuðum athygli starfsmanna, það tók að jafnaði um 10 mínútur. Það var ekkert rangt við aðferðina en hún var ekki að mæta kröfum notendanna. Við erum með 600-700 starfsmenn og meðalaldurinn er 22 ár. Kröfur starfseminnar eru hins vegar miklar bæði hvað varðar hreinlæti og matvælaöryggi auk fjölmargra annarra þátta sem við bæði viljum og verðum að koma til skila. Til að gera nokkuð langa sögu mjög stutta þá endurmátum við allt okkar efni og bárum saman við núverandi kröfur. Við uppfærðum námsefnið, höfum síðan komist að því að sú endurskoðun þarf sífellt að eiga sér stað og sniðum allt niður í minni einingar. Bitunum röðuðum við síðan saman í rafrænt fræðslukerfi og lögðum áherslu á fjölbreytta framsetningu. Við erum með fjölmörg stutt myndskeið, leikin af starfsmönnum sjálfum, erum með spurningar og leiki og í sumum tilfellum próf. Við héldum keppni til að virkja sem flesta í upphafi og höfum alltaf haft mjög hátt lúkningarhlutfall, eitt það besta sem veitendur fræðslukerfis okkar hafa mælt. Stór kostur við starfsmenn á okkar aldursbili er að þeir gefa mjög heiðarlega til kynna ef þeim mislíkar eitthvað og hafa þeir óspart nýtt sér það sem gefur okkur færi á að aðlaga, breyta og bæta. Ábendingar og nýjar tillögur koma oftast frá starfsmönnum sem hafa öðlast reynslu og fáir eru betri í því að þróa núverandi efni og koma með ábendingar um nýtt efni. Þetta var heilmikil vinna og í raun miklu umfangsmeiri en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi og nú höfum við fyrir nokkru áttað okkur á að við erum alltaf, rétt að byrja. Endalaust er hægt að byggja ofan á og bæta um betur. Frá því að við fengum sprotann höfum við fengið tækifæri til að tala um mikilvægi starfstengdrar fræðslu og haft tækifæri til að leiðbeina stjórnendum fjölmargra fyrirtækja í þeirra fyrstu skrefum í uppbyggingu fræðslu og uppsetningu og val fræðslukerfa. Það getur verið erfitt að byrja en það er verra að bíða. Okkur hefur þótt það bæði heiður og skylda að sækja þessa fundi sem handhafar þessara verðlauna. Nú er Menntadagur atvinnulífsins á næsta leiti. Við hjá Domino’s fylgjumst spennt með deginum og því hverjir eru að gera vel í fræðslumálum, auðvitað mun fleiri en taldir verða upp á sjálfan afhendingardaginn. Líklega munum við biðja um fund hjá þeim sem tilnefndir verða til að tryggja áframhaldandi framþróun hjá okkur. Það getur vel verið að Domino’s gleymist þegar fram í sækir og ný fyrirtæki fá Menntasprotann en við lítum á gripinn sem hvatningu til áframhaldandi nýsköpunar, sem upphafspunkt en ekki endapunkt. Við eigum gripinn og starfsmenn okkar eiga heiðurinn. Höfundur er mannauðsstjóri Domino‘s.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun