Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. apríl 2022 07:00 Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. Þó svo nánast öll börn í Reykjavík fari í leikskóla, eru það ekki öll. Viðreisn í Reykjavík vill því fella niður alla þröskulda fyrir leikskólanám fimm ára barna. Við viljum betri borg fyrir öll börn og að þau fari ekki á mis við mikilvægt nám og stað til að efla félagslegan þroska sinn. Við teljum sérstaklega mikilvægt að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess sem leikskólar hafa upp á bjóða og að inngilding hefjist í leikskólum. Því vill Viðreisn að leikskólagjöld fimm ára barna, fyrir allt að sex klukkustunda vistun á dag, verði felld niður í Reykjavík. Við teljum að endurgjaldslaus vistun fimm ára barna á leikskólum styðji við jafna þátttöku á vinnumarkaði, treysti stöðu leikskólans sem fyrsta skólastigsins og ýti undir félagslega blöndun með því að fækka þeim börnum sem ekki sækja leikskóla. Ef það er vilji mennta- og barnamálaráðherra að tengja betur leik- og grunnskóla, með því að hefja skólaskyldu fimm ára barna á forsendum leikskólastarfsins, er Viðreisn tilbúin að taka þátt í því samtali. Bættar starfsaðstæður á leikskólum Við í Viðreisn höfum unnið ötullega að því að bæta leikskólana, í þágu barna og fjölskyldna. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því að brúa bilið, þannig að börn komist í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Og að þau komist að í þeim hverfum þar sem foreldrar vilja pláss, hvort sem það er í nálægð við heimili eða vinnustað. Í ár verða 850 ný leikskólarými opnuð, með því að fjölga rýmum í þeim leikskólum sem fyrir eru og með því að opna 7 nýja leikskóla. Á næstu þremur árum verður rýmum fjölgað um 1680, í takt við fjölgun barna í Reykjavík. Við vitum að til að brúa bilið og fjölga börnum í leikskóla þarf fleira starfsfólk. Fyrir síðustu kosningar höfðum við verulegar áhyggjur af brottfalli leikskólakennara og lögðum því áherslu á að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Kerfisbundið hefur verið unnið að því markmiði á síðustu fjórum árum, m.a. með því að fækka börnum á hvern starfsmann, stytta vinnuvikuna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við höfum fjölgað verulega starfsfólki á leikskólum og þannig dregið úr álagi á hvern starfsmann. Það eru fleiri tillögur á teikniborðinu um hvernig hægt er að gera starf í leikskólum að aðlaðandi valkosti og að þeim munum við vinna á komandi kjörtímabili. Faglegt starf, rammað inn af óformlegri leik og stuðning Ein tillaga, sem varð til í samtali við leikskólakennara, er að endurskipuleggja starf leikskóla borgarinnar, þannig að meginþungi faglegs starfs sem byggir á aðalnámskrá leikskóla, stefnu, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og menntastefnu Reykjavíkurborgar, hefjst innan hvers leikskóla á sama tíma, svo það sé hægt að ganga að því skipulagi vísu. Faglegt starf sé svo rammað inn af óformlegra skipulagi, sem einkennist af frjálsum leik, með áherslu á grunnþarfir barna og einstaklingsbundna aðstoð. Hið óformlega skipulag sé í upphafi dags, á meðan börnin koma á leikskólann og svo seinnipartinn, þar til þau fara heim. Klukkan hvað faglega starfið hefst getur verið sveigjanlegt á milli leikskóla. Það gæti hentað sumum leikskólum að hefja þennan meginþunga faglegs starfs fyrr á daginn eða ljúka honum síðar. Þar sem þetta er sá hluti menntastarfsins í leikskólanum sem er mikilvægast fyrir hvert barn er það tillaga Viðreisnar að hann verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn. Þannig getum við tryggt að sem flest börn fái að njóta þessa faglega og góða starfs sem leikskólar hafa upp á að bjóða. Þannig byggjum betri borg fyrir börn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Leikskólar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. Þó svo nánast öll börn í Reykjavík fari í leikskóla, eru það ekki öll. Viðreisn í Reykjavík vill því fella niður alla þröskulda fyrir leikskólanám fimm ára barna. Við viljum betri borg fyrir öll börn og að þau fari ekki á mis við mikilvægt nám og stað til að efla félagslegan þroska sinn. Við teljum sérstaklega mikilvægt að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess sem leikskólar hafa upp á bjóða og að inngilding hefjist í leikskólum. Því vill Viðreisn að leikskólagjöld fimm ára barna, fyrir allt að sex klukkustunda vistun á dag, verði felld niður í Reykjavík. Við teljum að endurgjaldslaus vistun fimm ára barna á leikskólum styðji við jafna þátttöku á vinnumarkaði, treysti stöðu leikskólans sem fyrsta skólastigsins og ýti undir félagslega blöndun með því að fækka þeim börnum sem ekki sækja leikskóla. Ef það er vilji mennta- og barnamálaráðherra að tengja betur leik- og grunnskóla, með því að hefja skólaskyldu fimm ára barna á forsendum leikskólastarfsins, er Viðreisn tilbúin að taka þátt í því samtali. Bættar starfsaðstæður á leikskólum Við í Viðreisn höfum unnið ötullega að því að bæta leikskólana, í þágu barna og fjölskyldna. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því að brúa bilið, þannig að börn komist í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Og að þau komist að í þeim hverfum þar sem foreldrar vilja pláss, hvort sem það er í nálægð við heimili eða vinnustað. Í ár verða 850 ný leikskólarými opnuð, með því að fjölga rýmum í þeim leikskólum sem fyrir eru og með því að opna 7 nýja leikskóla. Á næstu þremur árum verður rýmum fjölgað um 1680, í takt við fjölgun barna í Reykjavík. Við vitum að til að brúa bilið og fjölga börnum í leikskóla þarf fleira starfsfólk. Fyrir síðustu kosningar höfðum við verulegar áhyggjur af brottfalli leikskólakennara og lögðum því áherslu á að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Kerfisbundið hefur verið unnið að því markmiði á síðustu fjórum árum, m.a. með því að fækka börnum á hvern starfsmann, stytta vinnuvikuna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við höfum fjölgað verulega starfsfólki á leikskólum og þannig dregið úr álagi á hvern starfsmann. Það eru fleiri tillögur á teikniborðinu um hvernig hægt er að gera starf í leikskólum að aðlaðandi valkosti og að þeim munum við vinna á komandi kjörtímabili. Faglegt starf, rammað inn af óformlegri leik og stuðning Ein tillaga, sem varð til í samtali við leikskólakennara, er að endurskipuleggja starf leikskóla borgarinnar, þannig að meginþungi faglegs starfs sem byggir á aðalnámskrá leikskóla, stefnu, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og menntastefnu Reykjavíkurborgar, hefjst innan hvers leikskóla á sama tíma, svo það sé hægt að ganga að því skipulagi vísu. Faglegt starf sé svo rammað inn af óformlegra skipulagi, sem einkennist af frjálsum leik, með áherslu á grunnþarfir barna og einstaklingsbundna aðstoð. Hið óformlega skipulag sé í upphafi dags, á meðan börnin koma á leikskólann og svo seinnipartinn, þar til þau fara heim. Klukkan hvað faglega starfið hefst getur verið sveigjanlegt á milli leikskóla. Það gæti hentað sumum leikskólum að hefja þennan meginþunga faglegs starfs fyrr á daginn eða ljúka honum síðar. Þar sem þetta er sá hluti menntastarfsins í leikskólanum sem er mikilvægast fyrir hvert barn er það tillaga Viðreisnar að hann verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn. Þannig getum við tryggt að sem flest börn fái að njóta þessa faglega og góða starfs sem leikskólar hafa upp á að bjóða. Þannig byggjum betri borg fyrir börn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun