Framsóknarflokkurinn ráðgáta að mati stjórnmálafræðings Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 10:09 Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Baldur Þórhallsson segir að Framsóknarflokknum sé í lófa lagið að ýta kröftuglega eftir þessum áherslum sínum á stjórnarheimilinu sem að hann gæti verið að gera með þessum afdráttarlausa málflutningi. Nema að hann sé að stunda lýðskrum? Víst er að komin er upp sérkennileg staða á stjórnarheimilinu. vísir/vilhelm Eftir yfirlýsingar Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farin var við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hljóti að bera þar ábyrgð, er komin upp krísa á stjórnarheimilinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur svarað fyrirspurnum vegna málsins skriflega, en hún er stödd erlendis, á þann veg að engar bókanir séu til um andstöðu Lilju við sölufyrirkomulagið, en þau Bjarni, Katrín og Lilja sitja í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmál. Ekki liggur fyrir hvort Lilja er að leika einleik eða hvort staðan sé sú að Framsóknarflokkurinn sem slíkur vilji þvo hendur sínar af hinni umdeildu sölu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði veltir málinu fyrir sér og spyr hvort Framsóknarflokkurinn leiki tveimur skjöldum eða hvort um raunverulega stefnubreytingu sé að ræða? Lilja er í raun að kalla eftir afsögn Bjarna „Forystufólk Framsóknarflokksins hefur kallað eftir breytingum á stjórnarstefnunni í málaflokkum sem hafa verið mjög umdeildir í samfélaginu. Kallað er eftir því að sjávarútvegurinn og bankar greiði mun hærra hlutfall af arði sínum í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur í pistli á Facebook-síðu sinni, þar sem hann fer yfir stöðuna. Lilja D. Alfreðsdóttir og Bjarni Benediktsson sitja ásamt Katrínu Jakobsdóttur í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmál. Sé litið til yfirlýsinga Katrínar frá í gær þar sem hún segir ekkert bókfært um andstöðu Lilju við bankasöluna virðist sem Lilja sé einangruð í ríkisstjórninni. Hvort það snýr aðeins að Lilju eða flokkum þar sem hún er varaformaður er spurningin.vísir/vilhelm „Og nú síðast upplýsir ráðherra bankamála að hún hafi alla tíð verið andvíg þeirri leið sem farin hafi verið við sölu á hlut ríkissins í Íslandsbanka. Hún telur söluna hafa misheppnast hrapalega og að fjármálaráðherra eigi að axla ábyrgð á henni. Í raun er hún að kalla eftir afsögn ráðherrans, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem gæti þýtt stjórnarslit.“ Baldur segir jafnframt að þetta ákall um stefnubreytingu og að Bjarni axli lagalega og pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum sé athyglisvert ekki síst í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur setið í fimm ár. Tveir stjórnarsáttmálar liggja fyrir. Og það sem meira er, Framsóknarflokkurinn fari með bankamál í ríkisstjórninni. „Framsóknarflokknum hefði verið í lófa lagið að hafa áhrif á þessa þrjá þætti stjórnarstefnunnar, það er aukna skattheimtu á sjávarútveginn og bankana og sölu Íslandsbanka.“ Viðspyrna, áherslubreyting eða lýðskrum Baldur tiltekur þrjár ástæður sem helst komi til greina ef menn vilja velta því fyrir sér hvað vaki fyrir Framsóknarflokknum, en það eru viðspyrna, áherslubreyting eða lýðskrum: Í fyrsta lagi að flokkurinn hafi orðið undir í valdataflinu við ríkisstjórnarborðið og telji að við það verði ekki unað lengur. Í öðru lagi að um sé að ræða áherslubreytingu hjá flokknum eða að honum hafi einfaldlega snúist hugur í þessum málaflokkum. Í þriðja lagi að þetta sé einungis lýðskrum til þess fallið að þyrla ryki í augu kjósenda fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Pallborðið á Vísi Alþingiskosningar 2021 Þetta er að því gefnu að Lilja, sem er varaformaður Framsóknarflokksins, tali fyrir hönd hans og að þar gangi menn í takt. Ekki hafa enn fengist svör við því hvað Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir um þetta en hann er vængbrotinn eftir að hafa verið kærður til siðanefndar Alþingis vegna vafasamra ummæla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Framsóknarflokki í lófa lagið að láta til sín taka Baldur segir að mikilvægt sé að líta til sögunnar í þessu samhengi. Framsóknarflokkurinn er annar af áhrifamestu stjórnmálaflokkum landsins og hefur verið það allt frá stofnun. Síðustu hálfa öldina hefur Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn í 39 ár. Flokkurinn hefur haldið um stjórnartaumana í sjávarútvegs- og bankamálum á mikilvægum tímamótum í þessum málaflokkum, þar er þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var komið á og bankarnir einkavæddir. „Framsóknarflokknum er í lófa lagið að ýta kröftuglega eftir þessum áherslum sínum á stjórnarheimilinu sem að hann gæti verið að gera með þessum afdráttarlausa málflutningi nema að hann sé að stunda lýðskrum. Næstu misseri munu skera úr um þetta. Í augnablikinu þarf hver að dæma fyrir sig,“ segir Baldur sem fæst við það dagana langa að rýna í innyfli stjórnmálaflokkanna. En innvolsið í Framsóknarflokknum reynist honum torvelt að greina og átta sig á. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur svarað fyrirspurnum vegna málsins skriflega, en hún er stödd erlendis, á þann veg að engar bókanir séu til um andstöðu Lilju við sölufyrirkomulagið, en þau Bjarni, Katrín og Lilja sitja í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmál. Ekki liggur fyrir hvort Lilja er að leika einleik eða hvort staðan sé sú að Framsóknarflokkurinn sem slíkur vilji þvo hendur sínar af hinni umdeildu sölu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði veltir málinu fyrir sér og spyr hvort Framsóknarflokkurinn leiki tveimur skjöldum eða hvort um raunverulega stefnubreytingu sé að ræða? Lilja er í raun að kalla eftir afsögn Bjarna „Forystufólk Framsóknarflokksins hefur kallað eftir breytingum á stjórnarstefnunni í málaflokkum sem hafa verið mjög umdeildir í samfélaginu. Kallað er eftir því að sjávarútvegurinn og bankar greiði mun hærra hlutfall af arði sínum í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur í pistli á Facebook-síðu sinni, þar sem hann fer yfir stöðuna. Lilja D. Alfreðsdóttir og Bjarni Benediktsson sitja ásamt Katrínu Jakobsdóttur í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmál. Sé litið til yfirlýsinga Katrínar frá í gær þar sem hún segir ekkert bókfært um andstöðu Lilju við bankasöluna virðist sem Lilja sé einangruð í ríkisstjórninni. Hvort það snýr aðeins að Lilju eða flokkum þar sem hún er varaformaður er spurningin.vísir/vilhelm „Og nú síðast upplýsir ráðherra bankamála að hún hafi alla tíð verið andvíg þeirri leið sem farin hafi verið við sölu á hlut ríkissins í Íslandsbanka. Hún telur söluna hafa misheppnast hrapalega og að fjármálaráðherra eigi að axla ábyrgð á henni. Í raun er hún að kalla eftir afsögn ráðherrans, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem gæti þýtt stjórnarslit.“ Baldur segir jafnframt að þetta ákall um stefnubreytingu og að Bjarni axli lagalega og pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum sé athyglisvert ekki síst í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur setið í fimm ár. Tveir stjórnarsáttmálar liggja fyrir. Og það sem meira er, Framsóknarflokkurinn fari með bankamál í ríkisstjórninni. „Framsóknarflokknum hefði verið í lófa lagið að hafa áhrif á þessa þrjá þætti stjórnarstefnunnar, það er aukna skattheimtu á sjávarútveginn og bankana og sölu Íslandsbanka.“ Viðspyrna, áherslubreyting eða lýðskrum Baldur tiltekur þrjár ástæður sem helst komi til greina ef menn vilja velta því fyrir sér hvað vaki fyrir Framsóknarflokknum, en það eru viðspyrna, áherslubreyting eða lýðskrum: Í fyrsta lagi að flokkurinn hafi orðið undir í valdataflinu við ríkisstjórnarborðið og telji að við það verði ekki unað lengur. Í öðru lagi að um sé að ræða áherslubreytingu hjá flokknum eða að honum hafi einfaldlega snúist hugur í þessum málaflokkum. Í þriðja lagi að þetta sé einungis lýðskrum til þess fallið að þyrla ryki í augu kjósenda fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Pallborðið á Vísi Alþingiskosningar 2021 Þetta er að því gefnu að Lilja, sem er varaformaður Framsóknarflokksins, tali fyrir hönd hans og að þar gangi menn í takt. Ekki hafa enn fengist svör við því hvað Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir um þetta en hann er vængbrotinn eftir að hafa verið kærður til siðanefndar Alþingis vegna vafasamra ummæla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Framsóknarflokki í lófa lagið að láta til sín taka Baldur segir að mikilvægt sé að líta til sögunnar í þessu samhengi. Framsóknarflokkurinn er annar af áhrifamestu stjórnmálaflokkum landsins og hefur verið það allt frá stofnun. Síðustu hálfa öldina hefur Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn í 39 ár. Flokkurinn hefur haldið um stjórnartaumana í sjávarútvegs- og bankamálum á mikilvægum tímamótum í þessum málaflokkum, þar er þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var komið á og bankarnir einkavæddir. „Framsóknarflokknum er í lófa lagið að ýta kröftuglega eftir þessum áherslum sínum á stjórnarheimilinu sem að hann gæti verið að gera með þessum afdráttarlausa málflutningi nema að hann sé að stunda lýðskrum. Næstu misseri munu skera úr um þetta. Í augnablikinu þarf hver að dæma fyrir sig,“ segir Baldur sem fæst við það dagana langa að rýna í innyfli stjórnmálaflokkanna. En innvolsið í Framsóknarflokknum reynist honum torvelt að greina og átta sig á.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00