Hafnarfjörður, bær framfara og uppbyggingar Ó. Ingi Tómasson skrifar 12. apríl 2022 09:01 Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“ Rifjum upp staðreyndir Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir. Það sem skiptir máli Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“ Rifjum upp staðreyndir Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir. Það sem skiptir máli Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun