Mikil spenna á markaði þrátt fyrir að sveitarfélög eigi þúsundir lóða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2022 21:00 Jón Kjartan Ágústsson er skipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. einar árnason Þótt sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi samþykkt þúsundir lóða til íbúðabygginga er skortur á húsnæði og mikil spenna á markaðnum. Mögulega þurfi að setja kvaðir á byggingatíma við úthlutun lóða. Samtök sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu létu framkvæma greiningu á skipulagi allra sveitarfélaga á svæðinu með tilliti til fjölda íbúða. Íbúðir (lóðir) í skipulagi.ragnar visage Greiningin leiddi í ljós að í dag hafa sveitarfélögin samþykkt yfir 14 þúsund lóðir í skipulagi sem ætti að uppfylla íbúðaþörf á svæðinu. „Og hér þarf að hafa í huga að þetta eru íbúðir þar sem uppbygging er ekki hafin og lóðarhafar ættu að geta byrjað að hanna íbúðir eða sækja um byggingarleyfi,“ sagði Jón Kjartan Ágústsson, skipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Forsvarsmenn samtakanna meta það sem svo að það ætti að duga til þess að uppfylla mannfjöldaaukningu næstu ára og óuppfyllta íbúðarþörf sem hefur valdið spennu á húsnæðismarkaði undanfarin ár. Árleg fólksfjölgun.ragnar visage Það veki því upp spurningar hvers vegna ekki séu fleiri íbúðir í byggingu miðað við þann fjölda sem er í samþykktu deiliskipulagi sveitarfélaganna og þá spennu sem sé á markaði. „Er fjármögnun eða aðgengi að fjármagni að tefja það að frá því að skipulag er samþykkt að uppbygging hefjist? Þarf að einfalda ferla í skipulagi og í byggingarreglugerð til þess að gera skipulag sveigjanlegra þannig að það sé auðveldara að byggja?“ Hvers vegna er svo mikil spenna á markaði? Síðustu ár hafa verið metár í uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu „En þrátt fyrir það er þessi mikla spenna á markaði þannig við hljótum að velta því fyrir okkur afhverju það sé og hljótum að leita leiða til þess að leysa úr þessari spennu.“ Þá veltir hann því upp hvort skynsamlegt sé að engar kvaðir séu á tímasetningu á uppbyggingu. „Á Íslandi eru engar kvaðir um tímasetningu á uppbyggingu þannig að fræðilega séð þó það gerist ekki oft getur lóðarhafi setið á skipulagi frá því að það er samþykkt og hafið uppbyggingu hvenær sem hann eða hún vill.“ Fasteignamarkaður Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Kjósarhreppur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Samtök sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu létu framkvæma greiningu á skipulagi allra sveitarfélaga á svæðinu með tilliti til fjölda íbúða. Íbúðir (lóðir) í skipulagi.ragnar visage Greiningin leiddi í ljós að í dag hafa sveitarfélögin samþykkt yfir 14 þúsund lóðir í skipulagi sem ætti að uppfylla íbúðaþörf á svæðinu. „Og hér þarf að hafa í huga að þetta eru íbúðir þar sem uppbygging er ekki hafin og lóðarhafar ættu að geta byrjað að hanna íbúðir eða sækja um byggingarleyfi,“ sagði Jón Kjartan Ágústsson, skipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Forsvarsmenn samtakanna meta það sem svo að það ætti að duga til þess að uppfylla mannfjöldaaukningu næstu ára og óuppfyllta íbúðarþörf sem hefur valdið spennu á húsnæðismarkaði undanfarin ár. Árleg fólksfjölgun.ragnar visage Það veki því upp spurningar hvers vegna ekki séu fleiri íbúðir í byggingu miðað við þann fjölda sem er í samþykktu deiliskipulagi sveitarfélaganna og þá spennu sem sé á markaði. „Er fjármögnun eða aðgengi að fjármagni að tefja það að frá því að skipulag er samþykkt að uppbygging hefjist? Þarf að einfalda ferla í skipulagi og í byggingarreglugerð til þess að gera skipulag sveigjanlegra þannig að það sé auðveldara að byggja?“ Hvers vegna er svo mikil spenna á markaði? Síðustu ár hafa verið metár í uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu „En þrátt fyrir það er þessi mikla spenna á markaði þannig við hljótum að velta því fyrir okkur afhverju það sé og hljótum að leita leiða til þess að leysa úr þessari spennu.“ Þá veltir hann því upp hvort skynsamlegt sé að engar kvaðir séu á tímasetningu á uppbyggingu. „Á Íslandi eru engar kvaðir um tímasetningu á uppbyggingu þannig að fræðilega séð þó það gerist ekki oft getur lóðarhafi setið á skipulagi frá því að það er samþykkt og hafið uppbyggingu hvenær sem hann eða hún vill.“
Fasteignamarkaður Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Kjósarhreppur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira