Gaslýsing vol. II Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar 8. apríl 2022 11:30 Uppi varð fótur og fit á mannfagnaði um daginn sem rataði í fjölmiðla. Maður í áhrifastöðu skeit upp á bak. Þeirra tími virðist vera núna. Í kjölfarið fór afvegaleiðing staðreynda á flug í anda sterkrar gaslýsingar, og takmörkun siðferðis- og sómakenndar í ákveðnum hópi leit dagsins ljós. Það virðist oft gleymast að ábyrgðar- og leiðtogastaða er forréttindastaða. Ábyrgð fylgja kröfur um mannkosti, sómakennd og sterka siðferðisvitund. Almennt hef ég talið að takmarkaðan skilning skuli veita þeim sem mikla ábyrgð hafa og siðrof sýna. Sitt verður þó hverjum að sýnast um það. Kæruleysi og klunnaskapur í samskiptum er hverjum manni tamt. Níð á grundvelli m.a. kyns, kynhneigðar og uppruna er hins vegar ekki samboðið neinum, síst þeim sem valdnir eru til að fara með mikil völd. Uppruni orðsins er áhugaverður Orðið “gaslýsing” er tilviljanakennt og ekki lýsandi fyrir hegðunina sjálfa heldur tilvísun í leikrit frá 1938. Leikritið gerist í húsi yfirstéttarhjóna í Bretlandi þar sem eiginmaðurinn beitir ýmsum ráðum til að telja eiginkonu sinni trú um að hún sé að verða veik á geði til að komast yfir auð hennar. Þar á meðal að fela eigur hennar, og hækka og lækka í gasljósum heimilisins. Hann þykist síðan ekkert vita, sjá eða skilja svo hún haldi að hún sé að missa vitið og vald yfir eigin lífi. Frá þessari einstöku innsýn Hamiltons í sálrænar pyntingar dregur þessi samskiptatækni nafn sitt. Gaslýsing í nánum samböndum getur verið hugrænum ferlum þolenda hættuleg. Gaslýsing er í grunninn siðlaus samskiptækni sem oft er beitt sem vopni í nánum samböndum og getur verið hættuleg geðheilsu þolenda. Markmið samskiptanna er að þolandinn fari að efast um sjálfan sig og upplifanir sínar, og er það í raun þungamiðjan í samskiptatækninni. Þolandinn upplifir stöðugt ástand óvissu og óöryggis. Hann missir þannig sjónar á hver hann er, hvar mörkin hans liggja og hvað hann stendur fyrir. Þar af leiðandi er auðveldara að stýra þolandanum og stilla upp samkvæmt heimsmynd gerandans. Þolendur upplifa sig í kjölfarið áttavillta og eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Margir upplifa mikla skömm og trúa því staðfast að þeir séu jafn erfiðir í samskiptum og gerandinn telur þeim trú um, og forðast þar af leiðandi öll átök með því að láta undan eða láta ekki skoðun sína í ljós. Flestir sem hafa verið gaslýstir í nánu sambandi í einhvern tíma upplifa eins og þeir hafi ekki skoðun eða þá að hún sé lítils virði og örugglega röng. Gaslýsing er félagslega samþykkt samskiptatækni í ákveðnum rýmum. Gaslýsing er einnig notuð í bæði fjölmiðlum og pólitísku umhverfi þegar stýraþarf umræðunni eða styrkja og skapa almannaálit. Mikið er þá lagt á sig til að draga úr trúverðugleika andstæðingsins. Svo langt ganga sumir að útkoman er í raun og veru kómísk þótt tæknin sé siðlaus. Óháð vettvangnum er tilgangur samskiptatækninnar að styrkja heimsmynd og ímynd þess sem samskiptatækninni beitir og öðlast yfirráð yfir skoðanamótun annarra. Þolandinn upplifir í kjölfarið stöðugt ástand óvissu og óöryggis, og er það óspart notað gegn honum. Gaslýsing er hinsvegar ekki lýsandi fyrir krefjandi rökræður, ólíkar skoðanir eða harða afstöðu. Gera þarf greinarmun á eðli samskipta þótt krefjandi séu. Í pólitísku umhverfi er gaslýsing hinsvegar félagslega samþykkt samskiptaform þrátt fyrir augljóst siðleysi. Afvegaleiðing orðræðu eða staðreynda er algeng. Áberandi er ofuráhersla á aukaatriði eða smáatriði, til að færa athyglina frá því sem raunverulega þarf að ræða. Einnig er algengt að fólk neiti í sífellu allri sök, og nýr veruleiki eða atburðarás er mynduð sem hentar málstað geranda hverju sinni. Venjuvæðing siðlausrar samskiptatækni í stjórnartíð Trumps. Gaslýsing er þekkt samskiptatækni þeirra sem beita andlegu ofbeldi, þeirra sem skíta upp á bak og þeirra sem þá aðstoða. Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er gott dæmi um gaslýsingu í pólitísku umhverfi. Orð hans voru venjulega ásakandi í garð annarra og án ábyrgðar. Þrátt fyrir augljósan samnefnara var sökin aldrei hans. Svo fjarstæðukenndar voru yfirlýsingar og hegðun hans oft og tíðum að fólk hreinlega brást ekki við, upplýsingarnar voru of fjarstæðukenndar fyrir taugakerfi eðlilegra að vinna úr. Heimurinn var einfaldlega í einu löngu HA!-i og er að vissu leyti enn. Forsetinn gerði þetta listavel. Flestir, ef ekki allir, upplýsingafulltrúar Hvíta Hússins í hans forsetatíð voru einnig með gaslýsingartæknina neglda niður. Í Netflix-myndinni 2020 bregður hin stórkostlega, en oft og tíðum vanmetna, leikkona Lisa Kudrow sér í líki hinna ýmsu upplýsingafulltrúa í hans tíð og útkoman er hreint út sagt stórkostlega gamansöm. Þar afvegaleiðir hún umræður og staðreyndir, og afbakar vísindalega þekkingu á frábæran hátt. Hún segir eitt en þvertekur fyrir að hafa sagt það hálfri mínutu seinna, á svo sannfærandi hátt að maður hreinlega efast um eigin minningar. Lítill sem enginn munur er á orðræðu eða samskiptatækni í þessum fjarstæðukennda og kómíska leik, og því sem átti sér stað í raunveruleikanum. Það er undarleg tilfinning þegar hlátur og hrollur fer samtímis um mann. Er verið að gaslýsa mig? Í ljósi aðstæðna og fjölmiðlaumfjöllunar er ástæða til að benda á nokkrar setningar sem gefa vísbendingu um að viturlegt sé að vera á varðbergi gagnvart gaslýsingu í samskiptum: Þetta var ekki sagt! Þetta gerðist ekki! Þetta gerðist ekki svona! Þú gerir svo mikið mál úr öllu. Þú ert að ímynda þér þetta/ljúga/misskilja. Þú ert svo biluð. Þú ert svo dramatískur að það er ekki hægt að taka mark á þér. Þú þarft bara að fara að leita þér hjálpar. Ég myndi aldrei segja neitt svoleiðis, þér hlýtur að hafa misheyrst. Þegar einhver nákominn okkur, t.d. maki, vinur, vinkona, kærasta, kærasti eða ráðandi menn og þærsem þá aðstoða, segja eitthvað þessu líkt við okkur er eðlilegt að við efumst um það sem við upplifðum. Ofbeldishegðun og skíthælaháttur eiga að teljast til frávikshegðunar í samfélagi siðaðra manna. Taugakerfið okkar er ekki forritað til að meta hættur í nánum samböndum, daglegum samskiptum eða í yfirlýsingum þeirra sem kosnir hafa verið til að leiða. Leiðir til að vinna gegn áhrifamætti gaslýsingar. Ef þú upplifir að einhver beiti þig gaslýsingu er gott að hafa eftirfarandi mótsvör til reiðu, til að styrkja sambandið við eigin upplifanir og standa með eigin vitund: Ég veit hvað ég upplifði og þú getur ekki talið mér trú um annað. Hvernig mér líður núna er ekki tilefni til rökræðna. Við augljóslega munum hlutina á mismunandi hátt, verum því sammála um að vera ósammála. Ég svara ekki særandi ummælum sem gera lítið úr því hvernig ég upplifi hlutina. Ég hef heyrt þína skoðun oft og mörgum sinnum en er samt ekki sammála þér og þarf ekki að rökstyðja það frekar. Er ekki bara best að beita gagnrýnni hugsun? Ákveðin auglýsingaherferð stjórnmálaflokks hérlendis vakti áhuga minn því þar var vægri gaslýsingu beitt. Herferðin gekk út á að þagga gagnrýna hugsun og hvetja fólk til að venjuvæða kæruleysislegt viðhorf varðandi kosningu flokka og sífelldar og einfaldar endurtekningar. Er ekki bara best að kjósa okkur? var inntakið í slagorðinu. Svo léttvæg og kumpánaleg skilaboð í streitufullri veröld að fólk hefur örugglega hugsað “Jú, er það ekki bara best?“, hugsað hlýlega til frænda og haldið síðan áfram stefnulausu ferðalagi sínu í símanum. Gaslýsing er, þegar öllu er á botninn hvolft, óháð umhverfinu hverju sinni, alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft langtíma skaðlegar afleiðingar á lífsgæði, sjálfsmat og hugræn ferli þolenda. Þeir sem svífast einskis, þeir sem þrífast á skeytingarleysi fjöldans og þeir sem vilja upphefja eigið virði, óháð afleiðingum gjörða sinna, beita oft gaslýsingu í samskiptum. Sagan hefur sýnt okkur endurtekið og oft á hörmulegan hátt að þolendur siðlausrar samskiptatækni geta verið einstaklingar, almannaálit, og sjálfsvitund og vilji heillra þjóða. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Gaslýsing: Siðlaus samskiptatækni í nánum samböndum Ómerkilegasta en um leið ein áhrifamesta gaslýsing sem ég hef heyrt af hófst með lykli. Lykill týndist í vörslu manns. Hann sór fyrir það að hafa ekki týnt lyklinum heldur sett hann í póstkassa eiganda. Þegar póstkassinn var opnaður var engan lykil þar að finna. Þá sagði maðurinn ákveðinn að hann hefði ruglast á kassa og sett lykilinn í póstkassa nágrannans. Þegar leitað var til nágranna var engan lykil þar heldur að finna. 21. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Uppi varð fótur og fit á mannfagnaði um daginn sem rataði í fjölmiðla. Maður í áhrifastöðu skeit upp á bak. Þeirra tími virðist vera núna. Í kjölfarið fór afvegaleiðing staðreynda á flug í anda sterkrar gaslýsingar, og takmörkun siðferðis- og sómakenndar í ákveðnum hópi leit dagsins ljós. Það virðist oft gleymast að ábyrgðar- og leiðtogastaða er forréttindastaða. Ábyrgð fylgja kröfur um mannkosti, sómakennd og sterka siðferðisvitund. Almennt hef ég talið að takmarkaðan skilning skuli veita þeim sem mikla ábyrgð hafa og siðrof sýna. Sitt verður þó hverjum að sýnast um það. Kæruleysi og klunnaskapur í samskiptum er hverjum manni tamt. Níð á grundvelli m.a. kyns, kynhneigðar og uppruna er hins vegar ekki samboðið neinum, síst þeim sem valdnir eru til að fara með mikil völd. Uppruni orðsins er áhugaverður Orðið “gaslýsing” er tilviljanakennt og ekki lýsandi fyrir hegðunina sjálfa heldur tilvísun í leikrit frá 1938. Leikritið gerist í húsi yfirstéttarhjóna í Bretlandi þar sem eiginmaðurinn beitir ýmsum ráðum til að telja eiginkonu sinni trú um að hún sé að verða veik á geði til að komast yfir auð hennar. Þar á meðal að fela eigur hennar, og hækka og lækka í gasljósum heimilisins. Hann þykist síðan ekkert vita, sjá eða skilja svo hún haldi að hún sé að missa vitið og vald yfir eigin lífi. Frá þessari einstöku innsýn Hamiltons í sálrænar pyntingar dregur þessi samskiptatækni nafn sitt. Gaslýsing í nánum samböndum getur verið hugrænum ferlum þolenda hættuleg. Gaslýsing er í grunninn siðlaus samskiptækni sem oft er beitt sem vopni í nánum samböndum og getur verið hættuleg geðheilsu þolenda. Markmið samskiptanna er að þolandinn fari að efast um sjálfan sig og upplifanir sínar, og er það í raun þungamiðjan í samskiptatækninni. Þolandinn upplifir stöðugt ástand óvissu og óöryggis. Hann missir þannig sjónar á hver hann er, hvar mörkin hans liggja og hvað hann stendur fyrir. Þar af leiðandi er auðveldara að stýra þolandanum og stilla upp samkvæmt heimsmynd gerandans. Þolendur upplifa sig í kjölfarið áttavillta og eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Margir upplifa mikla skömm og trúa því staðfast að þeir séu jafn erfiðir í samskiptum og gerandinn telur þeim trú um, og forðast þar af leiðandi öll átök með því að láta undan eða láta ekki skoðun sína í ljós. Flestir sem hafa verið gaslýstir í nánu sambandi í einhvern tíma upplifa eins og þeir hafi ekki skoðun eða þá að hún sé lítils virði og örugglega röng. Gaslýsing er félagslega samþykkt samskiptatækni í ákveðnum rýmum. Gaslýsing er einnig notuð í bæði fjölmiðlum og pólitísku umhverfi þegar stýraþarf umræðunni eða styrkja og skapa almannaálit. Mikið er þá lagt á sig til að draga úr trúverðugleika andstæðingsins. Svo langt ganga sumir að útkoman er í raun og veru kómísk þótt tæknin sé siðlaus. Óháð vettvangnum er tilgangur samskiptatækninnar að styrkja heimsmynd og ímynd þess sem samskiptatækninni beitir og öðlast yfirráð yfir skoðanamótun annarra. Þolandinn upplifir í kjölfarið stöðugt ástand óvissu og óöryggis, og er það óspart notað gegn honum. Gaslýsing er hinsvegar ekki lýsandi fyrir krefjandi rökræður, ólíkar skoðanir eða harða afstöðu. Gera þarf greinarmun á eðli samskipta þótt krefjandi séu. Í pólitísku umhverfi er gaslýsing hinsvegar félagslega samþykkt samskiptaform þrátt fyrir augljóst siðleysi. Afvegaleiðing orðræðu eða staðreynda er algeng. Áberandi er ofuráhersla á aukaatriði eða smáatriði, til að færa athyglina frá því sem raunverulega þarf að ræða. Einnig er algengt að fólk neiti í sífellu allri sök, og nýr veruleiki eða atburðarás er mynduð sem hentar málstað geranda hverju sinni. Venjuvæðing siðlausrar samskiptatækni í stjórnartíð Trumps. Gaslýsing er þekkt samskiptatækni þeirra sem beita andlegu ofbeldi, þeirra sem skíta upp á bak og þeirra sem þá aðstoða. Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er gott dæmi um gaslýsingu í pólitísku umhverfi. Orð hans voru venjulega ásakandi í garð annarra og án ábyrgðar. Þrátt fyrir augljósan samnefnara var sökin aldrei hans. Svo fjarstæðukenndar voru yfirlýsingar og hegðun hans oft og tíðum að fólk hreinlega brást ekki við, upplýsingarnar voru of fjarstæðukenndar fyrir taugakerfi eðlilegra að vinna úr. Heimurinn var einfaldlega í einu löngu HA!-i og er að vissu leyti enn. Forsetinn gerði þetta listavel. Flestir, ef ekki allir, upplýsingafulltrúar Hvíta Hússins í hans forsetatíð voru einnig með gaslýsingartæknina neglda niður. Í Netflix-myndinni 2020 bregður hin stórkostlega, en oft og tíðum vanmetna, leikkona Lisa Kudrow sér í líki hinna ýmsu upplýsingafulltrúa í hans tíð og útkoman er hreint út sagt stórkostlega gamansöm. Þar afvegaleiðir hún umræður og staðreyndir, og afbakar vísindalega þekkingu á frábæran hátt. Hún segir eitt en þvertekur fyrir að hafa sagt það hálfri mínutu seinna, á svo sannfærandi hátt að maður hreinlega efast um eigin minningar. Lítill sem enginn munur er á orðræðu eða samskiptatækni í þessum fjarstæðukennda og kómíska leik, og því sem átti sér stað í raunveruleikanum. Það er undarleg tilfinning þegar hlátur og hrollur fer samtímis um mann. Er verið að gaslýsa mig? Í ljósi aðstæðna og fjölmiðlaumfjöllunar er ástæða til að benda á nokkrar setningar sem gefa vísbendingu um að viturlegt sé að vera á varðbergi gagnvart gaslýsingu í samskiptum: Þetta var ekki sagt! Þetta gerðist ekki! Þetta gerðist ekki svona! Þú gerir svo mikið mál úr öllu. Þú ert að ímynda þér þetta/ljúga/misskilja. Þú ert svo biluð. Þú ert svo dramatískur að það er ekki hægt að taka mark á þér. Þú þarft bara að fara að leita þér hjálpar. Ég myndi aldrei segja neitt svoleiðis, þér hlýtur að hafa misheyrst. Þegar einhver nákominn okkur, t.d. maki, vinur, vinkona, kærasta, kærasti eða ráðandi menn og þærsem þá aðstoða, segja eitthvað þessu líkt við okkur er eðlilegt að við efumst um það sem við upplifðum. Ofbeldishegðun og skíthælaháttur eiga að teljast til frávikshegðunar í samfélagi siðaðra manna. Taugakerfið okkar er ekki forritað til að meta hættur í nánum samböndum, daglegum samskiptum eða í yfirlýsingum þeirra sem kosnir hafa verið til að leiða. Leiðir til að vinna gegn áhrifamætti gaslýsingar. Ef þú upplifir að einhver beiti þig gaslýsingu er gott að hafa eftirfarandi mótsvör til reiðu, til að styrkja sambandið við eigin upplifanir og standa með eigin vitund: Ég veit hvað ég upplifði og þú getur ekki talið mér trú um annað. Hvernig mér líður núna er ekki tilefni til rökræðna. Við augljóslega munum hlutina á mismunandi hátt, verum því sammála um að vera ósammála. Ég svara ekki særandi ummælum sem gera lítið úr því hvernig ég upplifi hlutina. Ég hef heyrt þína skoðun oft og mörgum sinnum en er samt ekki sammála þér og þarf ekki að rökstyðja það frekar. Er ekki bara best að beita gagnrýnni hugsun? Ákveðin auglýsingaherferð stjórnmálaflokks hérlendis vakti áhuga minn því þar var vægri gaslýsingu beitt. Herferðin gekk út á að þagga gagnrýna hugsun og hvetja fólk til að venjuvæða kæruleysislegt viðhorf varðandi kosningu flokka og sífelldar og einfaldar endurtekningar. Er ekki bara best að kjósa okkur? var inntakið í slagorðinu. Svo léttvæg og kumpánaleg skilaboð í streitufullri veröld að fólk hefur örugglega hugsað “Jú, er það ekki bara best?“, hugsað hlýlega til frænda og haldið síðan áfram stefnulausu ferðalagi sínu í símanum. Gaslýsing er, þegar öllu er á botninn hvolft, óháð umhverfinu hverju sinni, alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft langtíma skaðlegar afleiðingar á lífsgæði, sjálfsmat og hugræn ferli þolenda. Þeir sem svífast einskis, þeir sem þrífast á skeytingarleysi fjöldans og þeir sem vilja upphefja eigið virði, óháð afleiðingum gjörða sinna, beita oft gaslýsingu í samskiptum. Sagan hefur sýnt okkur endurtekið og oft á hörmulegan hátt að þolendur siðlausrar samskiptatækni geta verið einstaklingar, almannaálit, og sjálfsvitund og vilji heillra þjóða. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum.
Gaslýsing: Siðlaus samskiptatækni í nánum samböndum Ómerkilegasta en um leið ein áhrifamesta gaslýsing sem ég hef heyrt af hófst með lykli. Lykill týndist í vörslu manns. Hann sór fyrir það að hafa ekki týnt lyklinum heldur sett hann í póstkassa eiganda. Þegar póstkassinn var opnaður var engan lykil þar að finna. Þá sagði maðurinn ákveðinn að hann hefði ruglast á kassa og sett lykilinn í póstkassa nágrannans. Þegar leitað var til nágranna var engan lykil þar heldur að finna. 21. ágúst 2021 09:00
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun