Ekkert hús á Seyðisfirði á hættusvæði C vegna aurflóðahættu Elvar Snær Kristjánsson skrifar 7. apríl 2022 08:31 Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu. En hún skildi líka eftir stórt sár í hugum og hjörtum margra Seyðfirðinga. Traust til þeirra sérfræðinga sem sjá um hættumöt ofanflóða og eftirlit minnkaði. Jafnvel traust fjallana sem hafa varið okkur fyrir veðri og vindum frá örófi alda (og reyndar sólinni líka) minnkaði. En traustið jókst jafn og þétt aftur með fjölmörgum upplýsingafundum og greinagóðum svörum sérfræðinganna. Sumarið 2021 var kynnt nýtt bráðabirgðahættumat sem færði öll hús í Botnahlíð á C svæði sem er mesta hætta og gerir það að verkum að ekki má búa þar nema með vörnum. Þetta var áfellisdómur fyrir heila götu. Nú tók löng og erfið bið fyrir Seyðfirðinga, ekki síst íbúa Botnahlíðar sem sumir hverjir höfðu hug á sölu eða miklar framkvæmdir áður en skriðurnar féllu. Ekkert hús á C svæði, eitt á B svæði Þann 6. apríl síðastliðinn eða tæpu einu og hálfu ári frá skriðunum kynnti Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur hjá EFLU svokallaða áfangaskýrslu á nýju hættumati sem nær yfir svæðið frá Búðará að Dagmálalæk. Stóru fréttirnar eru þær að hægt er að verja öll hús á svæðinu fyrir aurflóðum og koma þeim niður á hættusvæði A. Raunar verða öll hús í bænum á A svæði gagnvart aurflóðum fyrir utan eitt, Þórshamar sem verður á B svæði. Í huga þess sem þetta skrifar eru þetta betri niðurstöður en hægt var að vona og jafnvel var óttast að einhver hús þyrfti að fjarlægja til að koma vörnum fyrir. En hvers vegna er þessu hættumati treystandi? Mynd frá fundinum. Raunveruleg gögn, ekkert gisk Veðurstofan og EFLA hafa nýtt tímann frá skriðunum til að koma upp heilmiklu eftirlitskerfi og líklega því umfangsmesta á landinu. Einnig hafa skriðurnar sjálfar verið rannsakaðar og voru gögn úr borholum í Botnum sem voru til staðar áður mjög mikilvægar en þær mæla vatnshæð og þar með þrýsting vatnsins í jarðveginum. Allar þessar upplýsingar voru nýttar til að keyra flóðaherma til að reyna að átta sig á hvað gerist ef fleiri skriður falla í byggð á Seyðisfirði. Það sem gerir þessar niðurstöður úr flóðahermunum sérstakar er einkum tvennt. Í fyrsta lagi þær upplýsingar úr borholum fyrir skriður og þá daga sem skriðurnar voru að falla. Í öðru lagi það tækifæri sem stóra skriðan gaf til rannsókna. Þetta tvennt ásamt öðrum mælingum gerir það að verkum að hægt er að setja raunverulegar staðbundnar upplýsingar í flóðahermana. Þannig byggir nýtt mat á raunverulegum aðstæðum sem hægt var að mæla og setja saman. Gott eftirlit má ekki vinna gegn Seyðfirðingum Varnarkerfið sem kynnt var er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það drenaðgerðir með skurðum og drenlögnum. Í öðru lagi öflugt og gott eftirlit. Og í þriðja lagi varnirnar sjálfar. Eins og fram kom í máli Jóns Hauks haldast þessir þrír þættir kerfisins í hendur og ekkert má taka út til þess að það virki. Því er brýnt að draga ekki lappirnar við að koma kerfinu í gagnið og ætla að stóla eingöngu á gott eftirlitskerfi. Ljóst er að þetta mun kosta töluvert og taka allmörg ár að fullklára en þetta er sá veruleiki sem Seyðfirðingar þurfa að horfast í augu við og ef líf á þrífast á landsbyggðinni er þetta sá veruleiki sem Íslendingar þurfa að horfast í augu við. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Skoðun: Kosningar 2022 Byggðamál Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu. En hún skildi líka eftir stórt sár í hugum og hjörtum margra Seyðfirðinga. Traust til þeirra sérfræðinga sem sjá um hættumöt ofanflóða og eftirlit minnkaði. Jafnvel traust fjallana sem hafa varið okkur fyrir veðri og vindum frá örófi alda (og reyndar sólinni líka) minnkaði. En traustið jókst jafn og þétt aftur með fjölmörgum upplýsingafundum og greinagóðum svörum sérfræðinganna. Sumarið 2021 var kynnt nýtt bráðabirgðahættumat sem færði öll hús í Botnahlíð á C svæði sem er mesta hætta og gerir það að verkum að ekki má búa þar nema með vörnum. Þetta var áfellisdómur fyrir heila götu. Nú tók löng og erfið bið fyrir Seyðfirðinga, ekki síst íbúa Botnahlíðar sem sumir hverjir höfðu hug á sölu eða miklar framkvæmdir áður en skriðurnar féllu. Ekkert hús á C svæði, eitt á B svæði Þann 6. apríl síðastliðinn eða tæpu einu og hálfu ári frá skriðunum kynnti Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur hjá EFLU svokallaða áfangaskýrslu á nýju hættumati sem nær yfir svæðið frá Búðará að Dagmálalæk. Stóru fréttirnar eru þær að hægt er að verja öll hús á svæðinu fyrir aurflóðum og koma þeim niður á hættusvæði A. Raunar verða öll hús í bænum á A svæði gagnvart aurflóðum fyrir utan eitt, Þórshamar sem verður á B svæði. Í huga þess sem þetta skrifar eru þetta betri niðurstöður en hægt var að vona og jafnvel var óttast að einhver hús þyrfti að fjarlægja til að koma vörnum fyrir. En hvers vegna er þessu hættumati treystandi? Mynd frá fundinum. Raunveruleg gögn, ekkert gisk Veðurstofan og EFLA hafa nýtt tímann frá skriðunum til að koma upp heilmiklu eftirlitskerfi og líklega því umfangsmesta á landinu. Einnig hafa skriðurnar sjálfar verið rannsakaðar og voru gögn úr borholum í Botnum sem voru til staðar áður mjög mikilvægar en þær mæla vatnshæð og þar með þrýsting vatnsins í jarðveginum. Allar þessar upplýsingar voru nýttar til að keyra flóðaherma til að reyna að átta sig á hvað gerist ef fleiri skriður falla í byggð á Seyðisfirði. Það sem gerir þessar niðurstöður úr flóðahermunum sérstakar er einkum tvennt. Í fyrsta lagi þær upplýsingar úr borholum fyrir skriður og þá daga sem skriðurnar voru að falla. Í öðru lagi það tækifæri sem stóra skriðan gaf til rannsókna. Þetta tvennt ásamt öðrum mælingum gerir það að verkum að hægt er að setja raunverulegar staðbundnar upplýsingar í flóðahermana. Þannig byggir nýtt mat á raunverulegum aðstæðum sem hægt var að mæla og setja saman. Gott eftirlit má ekki vinna gegn Seyðfirðingum Varnarkerfið sem kynnt var er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það drenaðgerðir með skurðum og drenlögnum. Í öðru lagi öflugt og gott eftirlit. Og í þriðja lagi varnirnar sjálfar. Eins og fram kom í máli Jóns Hauks haldast þessir þrír þættir kerfisins í hendur og ekkert má taka út til þess að það virki. Því er brýnt að draga ekki lappirnar við að koma kerfinu í gagnið og ætla að stóla eingöngu á gott eftirlitskerfi. Ljóst er að þetta mun kosta töluvert og taka allmörg ár að fullklára en þetta er sá veruleiki sem Seyðfirðingar þurfa að horfast í augu við og ef líf á þrífast á landsbyggðinni er þetta sá veruleiki sem Íslendingar þurfa að horfast í augu við. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar