Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2022 21:21 Bílaleigur minnkuðu margar hverjar við sig í heimsfaraldrinum en eru aftur farnar að bæta í. Vísir/Vilhelm Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. „Já, ferðamannastraumurinn er farinn að taka við sér. Við sjáum að núna, frá því að höftin voru leyst á ferðir á milli landa um miðjan febrúar eða svo, að þá tók þetta nokkuð við sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Hann bendir á að bókunarstaða hótela um páskana sé nú í kringum 50 prósent en sé strax komin upp í um 70 prósent yfir sumarmánuðina, sem teljist mjög gott. „Fólk er farið að bóka ferðir með styttri fyrirvara heldur en áður, þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að það verði ágæt bókunarstaða hér í sumar.“ Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu.Vísir/Egill Þá er bjart yfir hjá bílaleigum og það má glögglega sjá þegar rýnt er í tölur frá Bílgreinasambandinu, en það sem af er ári hafa bílaleigur keypt 1030 nýja fólksbíla, borið saman við 300 allt árið í fyrra. Þess ber þó að geta að margar þeirra minnkuðu við sig í faraldrinum. „Síðustu vikur hafa verið annasamar og við erum í raun bara að setja allt á flug eftir covid,“ segir Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu. „Það er mikið að gera um páskana og það verður mikið að gera í sumar, það er alveg ljóst,“ bætir Kristján við. Marianna og Bogdan eru á sínu fyrsta ferðalagi eftir heimsfaraldurinn, en Bogdan fékk ferðina í afmælisgjöf frá sinni heittelskuðu. Þau segja Ísland að öllu leyti fullkomið, að vindinum undanskildum.Vísir/Egill Jóhannes Þór tekur undir að bjartir tímar séu fram undan í ferðaþjónustu og spáir því að ferðamannastraumurinn komist í eðlilegt horf eftir um tvö ár og verði þá í kringum 1,8 milljónir á ári. Bílar Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Sjá meira
„Já, ferðamannastraumurinn er farinn að taka við sér. Við sjáum að núna, frá því að höftin voru leyst á ferðir á milli landa um miðjan febrúar eða svo, að þá tók þetta nokkuð við sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Hann bendir á að bókunarstaða hótela um páskana sé nú í kringum 50 prósent en sé strax komin upp í um 70 prósent yfir sumarmánuðina, sem teljist mjög gott. „Fólk er farið að bóka ferðir með styttri fyrirvara heldur en áður, þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að það verði ágæt bókunarstaða hér í sumar.“ Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu.Vísir/Egill Þá er bjart yfir hjá bílaleigum og það má glögglega sjá þegar rýnt er í tölur frá Bílgreinasambandinu, en það sem af er ári hafa bílaleigur keypt 1030 nýja fólksbíla, borið saman við 300 allt árið í fyrra. Þess ber þó að geta að margar þeirra minnkuðu við sig í faraldrinum. „Síðustu vikur hafa verið annasamar og við erum í raun bara að setja allt á flug eftir covid,“ segir Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu. „Það er mikið að gera um páskana og það verður mikið að gera í sumar, það er alveg ljóst,“ bætir Kristján við. Marianna og Bogdan eru á sínu fyrsta ferðalagi eftir heimsfaraldurinn, en Bogdan fékk ferðina í afmælisgjöf frá sinni heittelskuðu. Þau segja Ísland að öllu leyti fullkomið, að vindinum undanskildum.Vísir/Egill Jóhannes Þór tekur undir að bjartir tímar séu fram undan í ferðaþjónustu og spáir því að ferðamannastraumurinn komist í eðlilegt horf eftir um tvö ár og verði þá í kringum 1,8 milljónir á ári.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Sjá meira