„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2022 12:12 Úr húsi sem rússneski herinn lagði undir sig. Óskar Hallgrímsson Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. Vestræn ríki undirbúa nú hertar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa og vopnasendingar eftir að Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði umheiminum hafa mistekist að stöðva innrásina. Rússar hafa hert sókn sína í austurhluta landsins og hafa þúsundir íbúa þar lagt á flótta. Stjórnvöld hafa hvatt íbúa í Luhansk héraði að flýja þaðan. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari býr í Kænugarði en í gær fór hann ásamt hópi fólk til bæjarins Bucha sem er við útjaðar borgarinnar. Bærinn er nýsloppinn úr klóm Rússa en eftir að rússneskir hermenn hörfuðu tóku að berast fréttir af hryllilegri meðferð þeirra á íbúum bæjarins. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 „Við keyrum inn í borgina. Það fyrsta sem blasir við að það er bara allt ónýtt. Svakalega mikil eyðilegging og það sem mér fannst mjög erfitt að sjá er að það var mikið af fólksbílum og erfitt að sjá að til dæmis var einn bíll sem ég sá sem var sundurskotinn.“ Óskar segir engu hafa skipt þótt staðið hafi á bílunum að börn væru inni í þeim. Hermennirnir hafi skotið á þá engu að síður. Þá segir hann hópinn hafa komið að fjöldagröfum. „Við hittum manneskju þarna sem var lókal og hún útskýrði fyrir okkur það að þessar fjöldagrafir voru grafnar af fólki í borginni. Ekki af Rússum. Þetta var grafið af fólki í borginni til þess að koma líkum af götunum af því að fólk var bara skotið úti á götum. Það var engin virðing borin fyrir mannslífum.“ Hópurinn fór um bæinn og fór meðal annars inn í nýleg fjölbýlishús sem rússneskir hermenn notuðu á meðan á dvöl þeirra stóð. Á meðal þess sem Óskar sá þar inn var kynlífsdúkka. „Hún lá þarna á gólfinu og það var búið að setja poka yfir hausinn á henni. Þegar ég er að skoða þetta og taka myndir af þessu þá kemur kona þarna sem að var lókal og hún segir við mig þetta er það sem þeir gerðu við konurnar hér. Bara þetta nákvæmlega. Nauðguðu þeim og settu poka yfir hausinn á þeim og drápu þær og hún sagði að í þessari byggingu þá hefði tíu ára stelpa lent í þessu. Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vestræn ríki undirbúa nú hertar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa og vopnasendingar eftir að Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði umheiminum hafa mistekist að stöðva innrásina. Rússar hafa hert sókn sína í austurhluta landsins og hafa þúsundir íbúa þar lagt á flótta. Stjórnvöld hafa hvatt íbúa í Luhansk héraði að flýja þaðan. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari býr í Kænugarði en í gær fór hann ásamt hópi fólk til bæjarins Bucha sem er við útjaðar borgarinnar. Bærinn er nýsloppinn úr klóm Rússa en eftir að rússneskir hermenn hörfuðu tóku að berast fréttir af hryllilegri meðferð þeirra á íbúum bæjarins. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 „Við keyrum inn í borgina. Það fyrsta sem blasir við að það er bara allt ónýtt. Svakalega mikil eyðilegging og það sem mér fannst mjög erfitt að sjá er að það var mikið af fólksbílum og erfitt að sjá að til dæmis var einn bíll sem ég sá sem var sundurskotinn.“ Óskar segir engu hafa skipt þótt staðið hafi á bílunum að börn væru inni í þeim. Hermennirnir hafi skotið á þá engu að síður. Þá segir hann hópinn hafa komið að fjöldagröfum. „Við hittum manneskju þarna sem var lókal og hún útskýrði fyrir okkur það að þessar fjöldagrafir voru grafnar af fólki í borginni. Ekki af Rússum. Þetta var grafið af fólki í borginni til þess að koma líkum af götunum af því að fólk var bara skotið úti á götum. Það var engin virðing borin fyrir mannslífum.“ Hópurinn fór um bæinn og fór meðal annars inn í nýleg fjölbýlishús sem rússneskir hermenn notuðu á meðan á dvöl þeirra stóð. Á meðal þess sem Óskar sá þar inn var kynlífsdúkka. „Hún lá þarna á gólfinu og það var búið að setja poka yfir hausinn á henni. Þegar ég er að skoða þetta og taka myndir af þessu þá kemur kona þarna sem að var lókal og hún segir við mig þetta er það sem þeir gerðu við konurnar hér. Bara þetta nákvæmlega. Nauðguðu þeim og settu poka yfir hausinn á þeim og drápu þær og hún sagði að í þessari byggingu þá hefði tíu ára stelpa lent í þessu.
Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50
Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30