Engar efndir, en nóg af loforðum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 5. apríl 2022 10:30 Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram. Ekkert hafi verið gert í þessum málum s.l. átta ár vegna þess að háspennulínur hafi hamlað á örlitlu svæði alls byggingarlandsins. Líkir bæjarstjórinn þessu við "hamfarir" í löngu máli þar sem reynt er að afsaka klúðrið. Þær hamfarir, þau mistök voru hins vegar alfarið í ráðhúsi bæjarins, hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þau brugðust ekki við, höfðu engar aðrar áætlanir, en biðu þess er verða vildi í átta ár og lítið sem ekkert gerðist. Keisarinn var þá ekki í neinu, hann var allsber, eins og segir í ævintýrinu góða. Íbúum fækkaði í fyrsta skipti í 80 ár Afleiðingarnar blasa við í talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýnir að minnst er byggt í Hafnarfirði miðað við nágrannasveitarfélögin. Það þýðir að fjölgun íbúa er langt undir áætlunum bæjarins. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar aðeins um 0,25% og árið 2020 fækkaði þeim í fyrsta skiptið í 80 ár. Þetta er uppskera Sjálfstæðisflokksins eftir átta ár í meirihluta. Samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar Hafnarfjarðarbæjar er einungis gert ráð fyrir 152 nýjum íbúðum á þessu ári. Er það hin gríðarlega mikla uppbygging sem bæjarstjórinn talar um? Þá hafa færri íbúðir verið keyptar af bænum inn í félagslega kerfið og ekki nýttar fjárheimildir til þess í fjárhagsáætlun. Það hefur laskað verulega félagslega þjónustu við þá sem minnst mega sín og biðlistarnir lengjast. Allt þetta kjörtímabil höfum við í Samfylkingunni bent á þá alvarlegu stöðu sem er í Hafnarfirði vegna hægrar uppbyggingar nýs húsnæðis. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur kosið að stinga hausnum í sandinn í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og ráðast með okkur í átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það drukknar allt í orðagjálfri. Eina sem kemur svo frá meirihlutanum er að framundan er mikil uppbygging, einhvern tíma. Hvað á að segja það lengi? Innantóm orð en engar framkvæmdir Það stendur ekki á loforðum og allskonar fagurgala. Þannig hefur það verið allt kjörtímabilið og lengur. Fyrir síðustu kosningar, fyrir fjórum árum, voru sýndar fallegar myndir af svonefndu 5 mínútna hverfi uppi á Hrauni, sem átti að vera stóra málið í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á yfirstandandi kjörtímabili. Þar hefur ekki skóflu verið stungið í jörð ennþá - engin hreyfing. Öll uppbyggingarsvæðin sem bæjarstjórinn talar um eru lítið annað en hugmyndir á blaði, enda eru engar lóðir til í Hafnarfirði. Það sagði bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í ræðu á Alþingi og ber sjálfur ábyrgð á ófremdarástandinu með Sjálfstæðisflokknum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis og húsnæðismál eru velferðarmál. Afleiðing hægrar uppbyggingar eru að eftirspurn eykst og verð hækkar, sem lendir verst á fjölskyldufólki og fyrstu kaupendum. Nýr meirihluti jafnaðarmanna forsenda bjartra tíma Það er því rétt að framtíðin er björt í Hafnarfirði, en hjá nýjum meirihluta, nýjum stjórnendum í Hafnarfirði undir forystu jafnaðarmanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Þá verður ráðist í raunverulegt stórátak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. með samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, verktaka og einstaklinga þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir alla. Hér þarf skýra framtíðarsýn og að láta verkin tala. Tökum höndum saman um það. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram. Ekkert hafi verið gert í þessum málum s.l. átta ár vegna þess að háspennulínur hafi hamlað á örlitlu svæði alls byggingarlandsins. Líkir bæjarstjórinn þessu við "hamfarir" í löngu máli þar sem reynt er að afsaka klúðrið. Þær hamfarir, þau mistök voru hins vegar alfarið í ráðhúsi bæjarins, hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þau brugðust ekki við, höfðu engar aðrar áætlanir, en biðu þess er verða vildi í átta ár og lítið sem ekkert gerðist. Keisarinn var þá ekki í neinu, hann var allsber, eins og segir í ævintýrinu góða. Íbúum fækkaði í fyrsta skipti í 80 ár Afleiðingarnar blasa við í talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýnir að minnst er byggt í Hafnarfirði miðað við nágrannasveitarfélögin. Það þýðir að fjölgun íbúa er langt undir áætlunum bæjarins. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar aðeins um 0,25% og árið 2020 fækkaði þeim í fyrsta skiptið í 80 ár. Þetta er uppskera Sjálfstæðisflokksins eftir átta ár í meirihluta. Samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar Hafnarfjarðarbæjar er einungis gert ráð fyrir 152 nýjum íbúðum á þessu ári. Er það hin gríðarlega mikla uppbygging sem bæjarstjórinn talar um? Þá hafa færri íbúðir verið keyptar af bænum inn í félagslega kerfið og ekki nýttar fjárheimildir til þess í fjárhagsáætlun. Það hefur laskað verulega félagslega þjónustu við þá sem minnst mega sín og biðlistarnir lengjast. Allt þetta kjörtímabil höfum við í Samfylkingunni bent á þá alvarlegu stöðu sem er í Hafnarfirði vegna hægrar uppbyggingar nýs húsnæðis. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur kosið að stinga hausnum í sandinn í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og ráðast með okkur í átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það drukknar allt í orðagjálfri. Eina sem kemur svo frá meirihlutanum er að framundan er mikil uppbygging, einhvern tíma. Hvað á að segja það lengi? Innantóm orð en engar framkvæmdir Það stendur ekki á loforðum og allskonar fagurgala. Þannig hefur það verið allt kjörtímabilið og lengur. Fyrir síðustu kosningar, fyrir fjórum árum, voru sýndar fallegar myndir af svonefndu 5 mínútna hverfi uppi á Hrauni, sem átti að vera stóra málið í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á yfirstandandi kjörtímabili. Þar hefur ekki skóflu verið stungið í jörð ennþá - engin hreyfing. Öll uppbyggingarsvæðin sem bæjarstjórinn talar um eru lítið annað en hugmyndir á blaði, enda eru engar lóðir til í Hafnarfirði. Það sagði bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í ræðu á Alþingi og ber sjálfur ábyrgð á ófremdarástandinu með Sjálfstæðisflokknum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis og húsnæðismál eru velferðarmál. Afleiðing hægrar uppbyggingar eru að eftirspurn eykst og verð hækkar, sem lendir verst á fjölskyldufólki og fyrstu kaupendum. Nýr meirihluti jafnaðarmanna forsenda bjartra tíma Það er því rétt að framtíðin er björt í Hafnarfirði, en hjá nýjum meirihluta, nýjum stjórnendum í Hafnarfirði undir forystu jafnaðarmanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Þá verður ráðist í raunverulegt stórátak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. með samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, verktaka og einstaklinga þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir alla. Hér þarf skýra framtíðarsýn og að láta verkin tala. Tökum höndum saman um það. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun