Ámælisvert að reglum hafi ekki verið fylgt þegar slys varð hjá vitateyminu Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Zodiac-gúmmíbáturinn sem um ræðir. Ein til tvær mínútur liðu þar til uppgötvaðist að einn hinna þriggja um borð hefði fallið útbyrðis. Hann var í sjónum í um tíu mínútur áður en honum var aftur bjargað um borð, þrekuðum og köldum. Vísir/vilhelm/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir athugasemdir við að starfsmanni á vegum Vegagerðarinnar hafi ekki verið komið undir læknishendur við fyrsta tækifæri eftir að hann hafi fallið útbyrðis úr gúmmíbát þar sem hann hafi auk tveggja annarra verið á leið í land eftir að hafa sinnt viðgerðum á vitanum á Þormóðsskeri í nóvember 2020. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að ein til tvær mínútur hafi liðið þegar samstarfsmenn mannsins sem féll útbyrðis hafi uppgötvað hvað hafði gerst og liðu um tíu mínútur áður en honum var komið aftur í bátinn, þá þrekuðum og köldum. Maðurinn hafi verið kaldur í um þrjár klukkustundir og hafi afleiðingar þess reynst alvarlegar fyrir hann. Rannsóknarnefndin segir að nefndin telji það jafnframt ámælisvert að ekki hafi verið farið eftir verklagsreglu Vegagerðarinnar þegar farið var í siglinguna frá Akranesi og út í Þormóðssker, meðal annars hvað það verðar að tveir bátar eigi ávallt að vera í samfloti. Mynd tekin af Þormóðsskeri 24. nóvember 2020, sama dag og slysið varð.RNSA Ekið heim til sín Í skýrslunni segir að slysið hafi átt sér stað í lok nóvember 2020 þar sem Zodiac-gúmmíbátur Vegagerðarinnar hafi verið á siglingu milli Þormóðsskers og Akraness. Þrír starfsmenn á vitasviði stofnunarinnar hafi þarna verið að koma til baka upp úr hádegi þann 24. nóvember eftir vinnu við Þormóðsskersvita þegar einn mannanna hafi fallið útbyrðis. Öðrum bátsverjum tókst að ná honum aftur um borð eftir um tíu mínútur í sjónum og var svo siglt til hafnar á Akranesi. Tók sú sigling milli þrjátíu og fjörutíu mínútur. Þegar í land var komið var báturinn tekinn á land og honum komið fyrir á kerru. Bátsverjinn sem féll útbyrðis var tekinn úr blautum fötum sínum en ekki var farið með hann til skoðunar eða aðhlynningar heldur var honum ekið heim til sín. Telur nefndin ljóst að ástand bátsverjans hafi gefið fullt tilefni til skjótrar og faglegrar aðhlynningar. Slysið sjálft var rakið til þess að báturinn hafi fengið á sig hliðaröldu og skyndilegan halla, en ölduhæðin var áætluð rúmir þrír metrar á þeim tíma þegar slysið varð. Orðuðu ítrekað sjúkrameðferð á Akranesi Bátsverjinn sem féll útbyrðis sagðist hafa verið kaldur í um þrjár klukkustundir og hafi bæði hann og samstarfsmaður ítrekað orðað sjúkrameðferð á Akranesi en að þriðji maðurinn um borð, verkstjórinn sem fór fyrir hópnum, hafi ekki talið þörf á því. Að sögn verkstjórans hafi bátsverjinn verið færður í þurran fatnað innan klukkustundar frá því að hann féll í sjóinn og að þá væri það ekki rétt að honum hafi verið meinað um sjúkrameðferð. Bátsverjinn sagðist hafa farið margar ferðir út í vita á umræddum bát, en að hann hafi ekki fengið neina „alvöru þjálfun“ líkt og það var orðað. Verkstjórinn sagði samstarfsmenn sína tvo hins vegar hafa miklu reynslu og sömuleiðis fengið þjálfun. Afstöðukort af siglingaleið milli Akranes og Þormóðsskers.RNSA Brást ekki rétt við Verkstjórinn sagði að bátnum hafi verið siglt á um tíu hnútum sem hann taldi ekki óeðlilegan miðað við aðstæður. Þessu voru hinir bátsverjarnir ósammála og telja að bátnum hafi verið siglt of hratt. Verkstjórinn taldi að um ein til tvær mínútur hafi liðið þar til uppgötvaðist að bátsverjinn hefði fallið útbyrðis og sagði hann við rannsóknarnefndina að hann hefði vanmetið aðstæður og ekki brugðist rétt við. Hann hefði átt að koma manninum undir læknishendur strax og þeir komu í land. Ósammála Um ástand sjálfs bátsins sagði verkstjórinn að hann hefði verið í góðu ástandi og farið vel í sjó. Þriðji bátsverjinn taldi þó svo ekki vera og að báturinn hafi verið vanbúinn í verkefnið. Talstöð hafi ekki virkað og að tvö göt hafi verið í bátnum með tilheyrandi sjó um borð. Í skýrslunni segir ennfremur að Vegagerðin hafi gripið til ýmissa ráðstafana eftir að slysið varð – gerð björgunaráætlunar og námskeið fyrir alla fasta starfsmenn. Þá sé nú alltaf farið á tveimur bátum í slík verkefni, og að notast verði við TETRA-samskiptabúnað. Í umræddri ferð hafi einungis verið farið á einum bát út í Þormóðssker þar sem annar báturinn hafi verið bilaður og þess vegna ekki með í ferðinni. Samgönguslys Akranes Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að ein til tvær mínútur hafi liðið þegar samstarfsmenn mannsins sem féll útbyrðis hafi uppgötvað hvað hafði gerst og liðu um tíu mínútur áður en honum var komið aftur í bátinn, þá þrekuðum og köldum. Maðurinn hafi verið kaldur í um þrjár klukkustundir og hafi afleiðingar þess reynst alvarlegar fyrir hann. Rannsóknarnefndin segir að nefndin telji það jafnframt ámælisvert að ekki hafi verið farið eftir verklagsreglu Vegagerðarinnar þegar farið var í siglinguna frá Akranesi og út í Þormóðssker, meðal annars hvað það verðar að tveir bátar eigi ávallt að vera í samfloti. Mynd tekin af Þormóðsskeri 24. nóvember 2020, sama dag og slysið varð.RNSA Ekið heim til sín Í skýrslunni segir að slysið hafi átt sér stað í lok nóvember 2020 þar sem Zodiac-gúmmíbátur Vegagerðarinnar hafi verið á siglingu milli Þormóðsskers og Akraness. Þrír starfsmenn á vitasviði stofnunarinnar hafi þarna verið að koma til baka upp úr hádegi þann 24. nóvember eftir vinnu við Þormóðsskersvita þegar einn mannanna hafi fallið útbyrðis. Öðrum bátsverjum tókst að ná honum aftur um borð eftir um tíu mínútur í sjónum og var svo siglt til hafnar á Akranesi. Tók sú sigling milli þrjátíu og fjörutíu mínútur. Þegar í land var komið var báturinn tekinn á land og honum komið fyrir á kerru. Bátsverjinn sem féll útbyrðis var tekinn úr blautum fötum sínum en ekki var farið með hann til skoðunar eða aðhlynningar heldur var honum ekið heim til sín. Telur nefndin ljóst að ástand bátsverjans hafi gefið fullt tilefni til skjótrar og faglegrar aðhlynningar. Slysið sjálft var rakið til þess að báturinn hafi fengið á sig hliðaröldu og skyndilegan halla, en ölduhæðin var áætluð rúmir þrír metrar á þeim tíma þegar slysið varð. Orðuðu ítrekað sjúkrameðferð á Akranesi Bátsverjinn sem féll útbyrðis sagðist hafa verið kaldur í um þrjár klukkustundir og hafi bæði hann og samstarfsmaður ítrekað orðað sjúkrameðferð á Akranesi en að þriðji maðurinn um borð, verkstjórinn sem fór fyrir hópnum, hafi ekki talið þörf á því. Að sögn verkstjórans hafi bátsverjinn verið færður í þurran fatnað innan klukkustundar frá því að hann féll í sjóinn og að þá væri það ekki rétt að honum hafi verið meinað um sjúkrameðferð. Bátsverjinn sagðist hafa farið margar ferðir út í vita á umræddum bát, en að hann hafi ekki fengið neina „alvöru þjálfun“ líkt og það var orðað. Verkstjórinn sagði samstarfsmenn sína tvo hins vegar hafa miklu reynslu og sömuleiðis fengið þjálfun. Afstöðukort af siglingaleið milli Akranes og Þormóðsskers.RNSA Brást ekki rétt við Verkstjórinn sagði að bátnum hafi verið siglt á um tíu hnútum sem hann taldi ekki óeðlilegan miðað við aðstæður. Þessu voru hinir bátsverjarnir ósammála og telja að bátnum hafi verið siglt of hratt. Verkstjórinn taldi að um ein til tvær mínútur hafi liðið þar til uppgötvaðist að bátsverjinn hefði fallið útbyrðis og sagði hann við rannsóknarnefndina að hann hefði vanmetið aðstæður og ekki brugðist rétt við. Hann hefði átt að koma manninum undir læknishendur strax og þeir komu í land. Ósammála Um ástand sjálfs bátsins sagði verkstjórinn að hann hefði verið í góðu ástandi og farið vel í sjó. Þriðji bátsverjinn taldi þó svo ekki vera og að báturinn hafi verið vanbúinn í verkefnið. Talstöð hafi ekki virkað og að tvö göt hafi verið í bátnum með tilheyrandi sjó um borð. Í skýrslunni segir ennfremur að Vegagerðin hafi gripið til ýmissa ráðstafana eftir að slysið varð – gerð björgunaráætlunar og námskeið fyrir alla fasta starfsmenn. Þá sé nú alltaf farið á tveimur bátum í slík verkefni, og að notast verði við TETRA-samskiptabúnað. Í umræddri ferð hafi einungis verið farið á einum bát út í Þormóðssker þar sem annar báturinn hafi verið bilaður og þess vegna ekki með í ferðinni.
Samgönguslys Akranes Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira