Þjóðarleikvangar og brostin loforð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. mars 2022 07:30 Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga. Haustið 2020 sagði Lilja Alfreðsdóttir þáverandi íþróttamálaráðherra í sérstakri tilkynningu ráðuneytisins að hún væri „vongóð um að þjóðarleikvangur i knattspyrnu muni rísa á næstu fimm árum – fyrir árið 2025.“ Síðan hefur ekki bólað á fjármagni af hálfu ríkisstjórnarinnar til þessa mikilvæga verkefnis. Og í fjármálaáætlun til næstu 5 ára sem nú er kynnt er ekki gert ráð fyrir þjóðarleikvöngum í íþróttum. Það sé bara ekki tímabært. Þetta er auðvitað mikil fjarstæða, við erum frekar að renna út á tíma hér ef íþróttir eiga áfram að geta gegnt sínu mikilvæga hlutverki í þágu þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að á síðustu árum hafa verið unnar úttektir, starfshópar settir á laggirnar og málin rædd í þaula. Auk þess er stutt síðan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lýsti því yfir að allar forsendur væru fyrir því að farið verði í byggingu þjóðarleikvanga, gott ef ekki að það yrðu heimaleikir á nýjum þjóðarleikvangi á kjörtímabilinu. Í kjölfar þess að enn og aftur skilar ríkisstjórnin auðu þegar kemur að byggingu nýrra þjóðarleikvanga berast fréttir af því að Reykjavíkurborg geti ekki beðið lengur með það fjármagn sem þar hefur verið tekið frá í verkefnið. Peningarnir verði notaðir í aðra íþróttauppbyggingu ef ríkinu er ekki alvara með sína aðkomu. Það þarf að fara að skrifa lokakaflann í þessari annars endalausu sögu um háttstemmdar yfirlýsingar, loforð og vanefndir ríkisstjórnarinnar. Þjóðin þarf þjóðarleikvanga sem standa undir nafni. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Nýr þjóðarleikvangur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ný þjóðarhöll Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Sjá meira
Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga. Haustið 2020 sagði Lilja Alfreðsdóttir þáverandi íþróttamálaráðherra í sérstakri tilkynningu ráðuneytisins að hún væri „vongóð um að þjóðarleikvangur i knattspyrnu muni rísa á næstu fimm árum – fyrir árið 2025.“ Síðan hefur ekki bólað á fjármagni af hálfu ríkisstjórnarinnar til þessa mikilvæga verkefnis. Og í fjármálaáætlun til næstu 5 ára sem nú er kynnt er ekki gert ráð fyrir þjóðarleikvöngum í íþróttum. Það sé bara ekki tímabært. Þetta er auðvitað mikil fjarstæða, við erum frekar að renna út á tíma hér ef íþróttir eiga áfram að geta gegnt sínu mikilvæga hlutverki í þágu þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að á síðustu árum hafa verið unnar úttektir, starfshópar settir á laggirnar og málin rædd í þaula. Auk þess er stutt síðan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lýsti því yfir að allar forsendur væru fyrir því að farið verði í byggingu þjóðarleikvanga, gott ef ekki að það yrðu heimaleikir á nýjum þjóðarleikvangi á kjörtímabilinu. Í kjölfar þess að enn og aftur skilar ríkisstjórnin auðu þegar kemur að byggingu nýrra þjóðarleikvanga berast fréttir af því að Reykjavíkurborg geti ekki beðið lengur með það fjármagn sem þar hefur verið tekið frá í verkefnið. Peningarnir verði notaðir í aðra íþróttauppbyggingu ef ríkinu er ekki alvara með sína aðkomu. Það þarf að fara að skrifa lokakaflann í þessari annars endalausu sögu um háttstemmdar yfirlýsingar, loforð og vanefndir ríkisstjórnarinnar. Þjóðin þarf þjóðarleikvanga sem standa undir nafni. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar