Árétting um sannleiksgildi, fyrir kaffistofugesti og forstjóra Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir skrifar 28. mars 2022 18:00 Hér er svargrein við skrifum Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), Hafa skal það sem sannara reynist, sem birt var í dag, 28. mars, sem svar við grein minni frá 23. mars, Kæru kaffistofugestir. Í grein sinni segir forstjóri KGRP að ég fari með endurteknar rangfærslur. Því hafna ég alfarið. Mér þykir ekki fallegt að trúverðugleiki minn sé dreginn í efa þar sem mér, og flestum öðrum er mikilvægt að vera heiðarleg og greina satt og rétt frá. Förum yfir staðreyndir málsins. Þegar við föllum frá höfum við í grunninn tvo valkosti: Jarðsetningu. Við getum valið að láta jarðsetja kistuna okkar, en það er aðeins hægt að gera í kirkjugarði sbr. 1. gr. laga 36/1993. Allir kirkjugarðar landsins eru vígðir af presti þjóðkirkjunnar sbr. 5. gr. og 2. mgr. 6.gr laga 36/1993. Yfirmaður kirkjugarða landsins er biskup þjóðkirkjunnar sbr. 1 .mgr. 8.gr. laga 36/1993. Bálför. Við getum valið að láta brenna lík okkar í viðurkenndri líkbrennslustofnun sbr. 1. gr. laga 36/1993. Eina bálstofa landsins er bálstofan í Fossvogi, sem staðsett er inn á lóð Fossvogskirkju, og er rekin af KGRP – sem lýtur yfirstjórn prófasta og biskups, sbr. reglur 775/2015. KGRP fær fjármagn til síns reksturs frá Kirkjugarðaráði, sem útdeilir árlegum greiðslum úr ríkissjóði (kirkjugarðsgjald) til kirkjugarða landsins. Formaður Kirkjugarðaráðs er biskup, eða fulltrúi biskups, og biskup hefur úrslitaatkvæði við ákvarðanatöku í Kirkjugarðaráði, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga 36/1993. Kirkjugarðaráð hefur aðsetur á Biskupsstofu. A. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna ofan á kistugröf ástvinar í kirkjugarði. B. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna í duftreit í kirkjugarði. C. Að bálför lokinni má dreifa öskunni yfir hafi eða óbyggðum (eftir að sótt hefur verið um leyfi til sýslumanns) Þetta er það skipulag sem hefur verið við lýði á Íslandi síðan félagar í Bálfarafélagi Íslands gerðu bálstofuna í Fossvogi að veruleika árið 1948. Og það virðist töluvert kappsmál hjá forstjóra KGRP að sem minnstar breytingar verði gerðar á þessu fyrirkomulagi – séu greinaskrif hans skoðuð síðustu áratugina. Það liggur fyrir að bálstofan í Fossvogskirkjugarði er komin til ára sinna og það þarf að reisa nýja bálstofu á Íslandi. Tré lífsins vill taka við þjónustuhlutverki við bálfarir á Íslandi og bjóða þar með bálfaraþjónustu hjá óháðum aðila, óháð athafnarými og nýjan valmöguleika við greftranir í formi gróðursetningu ösku ásamt tré í Minningagarði. Bálstofan í Fossvogskirkjugarði er vissulega öllum opin og engum er meinaður þar aðgangur. Það var sett sem skilyrði þegar Bálfarafélag Íslands lagði rekstur bálstofunnar í hendur KGRP árið 1948. Ég dreg það ekki í efa í minni grein heldur bendi á nýjan valmöguleika sem hentar betur nútíma samfélagi og tekur tillit til fjölbreytni okkar samfélags, nú þegar dómsmálaráðherra stendur frammi fyrir því að taka ákvörðun í þessum málum. Starfsemi Trés lífsins mun ekki hamla því að Íslendingar geti valið sér athafnarými fyrir mikilvægar athafnir lífsins, hvort sem það er úti í náttúrunni, í kirkjum eða félagsheimilum trúar- eða lífsskoðunarfélaga sinna. En Tré lífsins mun fjölga valkostunum og huga að fjölbreytileika samfélagsins, umhverfismálum og virðingu fyrir vali einstaklingsins. Mikilvægasta forsenda Trés lífsins er að við höfum raunverulegt val um okkar endanlega hvílustað, og að valið sé okkar. Það er fjarri sanni að í fyrri grein minni sé ég að reyna að koma hugsun inn hjá lesendum að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Hlutirnir eru akkúrat eins og ég hef skrifað og staðfestist það í þessari grein með vísan í lög og nánari útskýringu á Tré lífsins. Verði Tré lífsins að veruleika sjáum við fyrir okkur gott samstarf við öll trúar- og lífsskoðunarfélög landsins, starfsmenn þessara félaga, starfsmenn útfararþjónusta en fyrst og fremst þeirra sem vilja nýta sér þjónustu okkar. Tré lífsins vill veita góða þjónustu á mikilvægum tímamótum í lífi fólks, bæði við gleðistundir og við okkar hinstu kveðjustund. Þess vegna er mikilvægt að nægt val sé í boði fyrir fólk og það geti fléttað saman ólíkum möguleikum eftir eigin höfði – enda erum við hvert með sínu sniði og viljum ólíka hluti. Stærstu spurningunni er enn er ósvarað og hún er þessi: hvers vegna leggja KGRP svo mikla áherslu á að sjá um bálfarir þegar það er ekki þeirra lögbundna hlutverk? Í raun ætti ný bálstofa Trés lífsins að vera mikið fagnaðarefni fyrir KGRP þar sem hún leysir vandamál fyrir KGRP sem gætu þá einbeitt sér að sínu lögbundna hlutverki. Í mínu hjarta er það ótvírætt að óháður aðili ætti að veita bálfaraþjónustu á Íslandi vegna þess hve fjölmenningarlegt samfélagið okkar er orðið og að fleiri valmöguleika er þörf. Ég vona að dómsmálaráðherra verði á sama máli og velji framtíðarsýn sem rúmar okkur öll. Höfundur er mannvistfræðingur, stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands, sem finnst mikilvægt að rétt sé rétt og að rétt sé sagt frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Kæru kaffistofugestir Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð. 23. mars 2022 15:30 Hafa skal það sem sannara reynist Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. 28. mars 2022 09:30 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hér er svargrein við skrifum Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), Hafa skal það sem sannara reynist, sem birt var í dag, 28. mars, sem svar við grein minni frá 23. mars, Kæru kaffistofugestir. Í grein sinni segir forstjóri KGRP að ég fari með endurteknar rangfærslur. Því hafna ég alfarið. Mér þykir ekki fallegt að trúverðugleiki minn sé dreginn í efa þar sem mér, og flestum öðrum er mikilvægt að vera heiðarleg og greina satt og rétt frá. Förum yfir staðreyndir málsins. Þegar við föllum frá höfum við í grunninn tvo valkosti: Jarðsetningu. Við getum valið að láta jarðsetja kistuna okkar, en það er aðeins hægt að gera í kirkjugarði sbr. 1. gr. laga 36/1993. Allir kirkjugarðar landsins eru vígðir af presti þjóðkirkjunnar sbr. 5. gr. og 2. mgr. 6.gr laga 36/1993. Yfirmaður kirkjugarða landsins er biskup þjóðkirkjunnar sbr. 1 .mgr. 8.gr. laga 36/1993. Bálför. Við getum valið að láta brenna lík okkar í viðurkenndri líkbrennslustofnun sbr. 1. gr. laga 36/1993. Eina bálstofa landsins er bálstofan í Fossvogi, sem staðsett er inn á lóð Fossvogskirkju, og er rekin af KGRP – sem lýtur yfirstjórn prófasta og biskups, sbr. reglur 775/2015. KGRP fær fjármagn til síns reksturs frá Kirkjugarðaráði, sem útdeilir árlegum greiðslum úr ríkissjóði (kirkjugarðsgjald) til kirkjugarða landsins. Formaður Kirkjugarðaráðs er biskup, eða fulltrúi biskups, og biskup hefur úrslitaatkvæði við ákvarðanatöku í Kirkjugarðaráði, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga 36/1993. Kirkjugarðaráð hefur aðsetur á Biskupsstofu. A. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna ofan á kistugröf ástvinar í kirkjugarði. B. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna í duftreit í kirkjugarði. C. Að bálför lokinni má dreifa öskunni yfir hafi eða óbyggðum (eftir að sótt hefur verið um leyfi til sýslumanns) Þetta er það skipulag sem hefur verið við lýði á Íslandi síðan félagar í Bálfarafélagi Íslands gerðu bálstofuna í Fossvogi að veruleika árið 1948. Og það virðist töluvert kappsmál hjá forstjóra KGRP að sem minnstar breytingar verði gerðar á þessu fyrirkomulagi – séu greinaskrif hans skoðuð síðustu áratugina. Það liggur fyrir að bálstofan í Fossvogskirkjugarði er komin til ára sinna og það þarf að reisa nýja bálstofu á Íslandi. Tré lífsins vill taka við þjónustuhlutverki við bálfarir á Íslandi og bjóða þar með bálfaraþjónustu hjá óháðum aðila, óháð athafnarými og nýjan valmöguleika við greftranir í formi gróðursetningu ösku ásamt tré í Minningagarði. Bálstofan í Fossvogskirkjugarði er vissulega öllum opin og engum er meinaður þar aðgangur. Það var sett sem skilyrði þegar Bálfarafélag Íslands lagði rekstur bálstofunnar í hendur KGRP árið 1948. Ég dreg það ekki í efa í minni grein heldur bendi á nýjan valmöguleika sem hentar betur nútíma samfélagi og tekur tillit til fjölbreytni okkar samfélags, nú þegar dómsmálaráðherra stendur frammi fyrir því að taka ákvörðun í þessum málum. Starfsemi Trés lífsins mun ekki hamla því að Íslendingar geti valið sér athafnarými fyrir mikilvægar athafnir lífsins, hvort sem það er úti í náttúrunni, í kirkjum eða félagsheimilum trúar- eða lífsskoðunarfélaga sinna. En Tré lífsins mun fjölga valkostunum og huga að fjölbreytileika samfélagsins, umhverfismálum og virðingu fyrir vali einstaklingsins. Mikilvægasta forsenda Trés lífsins er að við höfum raunverulegt val um okkar endanlega hvílustað, og að valið sé okkar. Það er fjarri sanni að í fyrri grein minni sé ég að reyna að koma hugsun inn hjá lesendum að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Hlutirnir eru akkúrat eins og ég hef skrifað og staðfestist það í þessari grein með vísan í lög og nánari útskýringu á Tré lífsins. Verði Tré lífsins að veruleika sjáum við fyrir okkur gott samstarf við öll trúar- og lífsskoðunarfélög landsins, starfsmenn þessara félaga, starfsmenn útfararþjónusta en fyrst og fremst þeirra sem vilja nýta sér þjónustu okkar. Tré lífsins vill veita góða þjónustu á mikilvægum tímamótum í lífi fólks, bæði við gleðistundir og við okkar hinstu kveðjustund. Þess vegna er mikilvægt að nægt val sé í boði fyrir fólk og það geti fléttað saman ólíkum möguleikum eftir eigin höfði – enda erum við hvert með sínu sniði og viljum ólíka hluti. Stærstu spurningunni er enn er ósvarað og hún er þessi: hvers vegna leggja KGRP svo mikla áherslu á að sjá um bálfarir þegar það er ekki þeirra lögbundna hlutverk? Í raun ætti ný bálstofa Trés lífsins að vera mikið fagnaðarefni fyrir KGRP þar sem hún leysir vandamál fyrir KGRP sem gætu þá einbeitt sér að sínu lögbundna hlutverki. Í mínu hjarta er það ótvírætt að óháður aðili ætti að veita bálfaraþjónustu á Íslandi vegna þess hve fjölmenningarlegt samfélagið okkar er orðið og að fleiri valmöguleika er þörf. Ég vona að dómsmálaráðherra verði á sama máli og velji framtíðarsýn sem rúmar okkur öll. Höfundur er mannvistfræðingur, stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands, sem finnst mikilvægt að rétt sé rétt og að rétt sé sagt frá.
Kæru kaffistofugestir Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð. 23. mars 2022 15:30
Hafa skal það sem sannara reynist Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. 28. mars 2022 09:30
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun