Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 19:21 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATO AP/Brendan Smialowsk Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins streymdu til Brussel í dag til neyðarfunda vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir mánuði. Þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu. NATO hefði áhyggjur af fölskum ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna. Slíkar ásakanir þeirra hafi áður verið fyrirsláttur til að nota slík vopn sjálfir, sem myndi algerlega breyta gangi stríðsins. Dmitry Polyanskiy aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í Lundúnum gefur í skyn að Úkraínumenn hafi sjálfir skotið á íbúðarhús, leikskóla og sjúkrahús og kenni Rússum um sem aldrei hafi skotið á óbreytta borgara. Þá ættu Vesturlönd að vara sig á afskiptum af stríðinu. „Það er ekki rétt að hóta Rússum og reyna að grípa inn í. Þegar kjarnorkuveldi er annars vegar þarf vissulega að vega og meta allar mögulegar afleiðingar atferlis ykkar," sagði sendiherrann í viðtali í dag. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varðandi hernaðaruppbyggingu í austurhluta bandalagsins varanlega.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að loknum leiðtogaundinum í dag að bandalagið hefði áhyggjur af ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO-ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna í stríðinu. Það væri alrangt en Rússar kenndu gjarnan öðrum um það sem þeir hefðu sjálfir í undirbúningi. NATO undirbyggi sig fyrir hið versta. „Æðsti herforingi okkar, Walters, hefur virkjað einingar NATO á sviði lífefna-, geislunar- og kjarnorkuvarna. Bandamenn okkar hafa gert viðbótarráðstafanir á sviði efna-, lífefna- og kjarnorkuvarna til að efla núverandi varnir og ný orrustufylki. Við höfum því gert ráðstafanir til stuðnings Úkraínu og okkur til verndar," sagði Stoltenberg eftir leiðtogafundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Joe Biden forseti Bandaríkjanna heilsar Emmanuel Macron forseta Frakklands rétt fyrir hefðbundna hópmyndatöku leiðtoga NATO ríkjanna í dag.AP/Thibault Camus Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafundinn og segir mikla einingu hafa ríkt með leiðtogunum. Það hefði verið áhrifaríkt að hlusta á Zelenskyy ávarpa fundinn en NATO væri staðráðið í að blanda sér ekki með beinum hætti í stríðið. „En það liggur líka fyrir að bandalagsríkin hafa öll verið að leggja ýmislegt að mörkum. Bæði á sviði hergagna en líka auðvitað mannúðarmála og annarra mála. Þar er kannski þunginn í því sem við Íslendingar höfum gert hefur verið,“ segir Katrín. Þá sé Stoltenberg ekki á leið úr embætti framkvæmdastjóra NATO í stól seðlabankastjóra í Noregi eins og til hafi staðið. „Það var tekin ákvörðun um að framlengja skipunartíma Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Einfaldlega vegna þessarar stöðu sem uppi er," segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins streymdu til Brussel í dag til neyðarfunda vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir mánuði. Þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu. NATO hefði áhyggjur af fölskum ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna. Slíkar ásakanir þeirra hafi áður verið fyrirsláttur til að nota slík vopn sjálfir, sem myndi algerlega breyta gangi stríðsins. Dmitry Polyanskiy aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í Lundúnum gefur í skyn að Úkraínumenn hafi sjálfir skotið á íbúðarhús, leikskóla og sjúkrahús og kenni Rússum um sem aldrei hafi skotið á óbreytta borgara. Þá ættu Vesturlönd að vara sig á afskiptum af stríðinu. „Það er ekki rétt að hóta Rússum og reyna að grípa inn í. Þegar kjarnorkuveldi er annars vegar þarf vissulega að vega og meta allar mögulegar afleiðingar atferlis ykkar," sagði sendiherrann í viðtali í dag. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varðandi hernaðaruppbyggingu í austurhluta bandalagsins varanlega.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að loknum leiðtogaundinum í dag að bandalagið hefði áhyggjur af ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO-ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna í stríðinu. Það væri alrangt en Rússar kenndu gjarnan öðrum um það sem þeir hefðu sjálfir í undirbúningi. NATO undirbyggi sig fyrir hið versta. „Æðsti herforingi okkar, Walters, hefur virkjað einingar NATO á sviði lífefna-, geislunar- og kjarnorkuvarna. Bandamenn okkar hafa gert viðbótarráðstafanir á sviði efna-, lífefna- og kjarnorkuvarna til að efla núverandi varnir og ný orrustufylki. Við höfum því gert ráðstafanir til stuðnings Úkraínu og okkur til verndar," sagði Stoltenberg eftir leiðtogafundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Joe Biden forseti Bandaríkjanna heilsar Emmanuel Macron forseta Frakklands rétt fyrir hefðbundna hópmyndatöku leiðtoga NATO ríkjanna í dag.AP/Thibault Camus Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafundinn og segir mikla einingu hafa ríkt með leiðtogunum. Það hefði verið áhrifaríkt að hlusta á Zelenskyy ávarpa fundinn en NATO væri staðráðið í að blanda sér ekki með beinum hætti í stríðið. „En það liggur líka fyrir að bandalagsríkin hafa öll verið að leggja ýmislegt að mörkum. Bæði á sviði hergagna en líka auðvitað mannúðarmála og annarra mála. Þar er kannski þunginn í því sem við Íslendingar höfum gert hefur verið,“ segir Katrín. Þá sé Stoltenberg ekki á leið úr embætti framkvæmdastjóra NATO í stól seðlabankastjóra í Noregi eins og til hafi staðið. „Það var tekin ákvörðun um að framlengja skipunartíma Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Einfaldlega vegna þessarar stöðu sem uppi er," segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22
Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45