„Hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. mars 2022 18:31 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur það ekki hafa verið mistök að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Ef hemja hafi átt útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins hefði þurft gríðarlega strangar takmarkanir til. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gera megi betur í heilbrigðisþjónustu við landsbyggðina. Hans hugur er þessa dagana hjá aðstandendum tveggja ára stúlku sem lést eftir baráttu við Covid fyrr í mánuðinum. Foreldrar stúlkunnar sögðu sögu sína í kvöldfréttum okkar síðasta sunnudag. Þeir segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Sjálf búa þau á Þórshöfn en þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópaskeri í um 70 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þetta er auðvitað bara mikill harmleikur og hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Málið er nú á borði landlæknis sem er að hefja á því rannsókn. „Og á meðan er það nú svona bara venjan að tjá sig ekki frekar um slík tilvik en já, alveg örugglega margt sem við getum gert betur í að þjónusta landsbyggðina,“ segir Willum. Hann segir brýnt að reyna að bæta stöðuna þar og vill einblína á landsbyggðina á næstunni. „Já, alltaf. Og þetta er bara viðvarandi verkefni og við eigum auðvitað bara að hlusta og læra og reyna að gera betur,“ segir hann. Ekki mistök að aflétta öllu Nú er rétt tæpur mánuður síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt. Síðan þá hefur borið talsvert á umræðu um andlát vegna Covid-19 enda hefur þeim fjölgað gríðarlega með tilkomu ómíkron-afbrigðisins eins og sjá má á þessu grafi: Hér má sjá vöxtinn sem orðið hefur í andlátum vegna Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins. Embætti landlæknis Hafa verður í huga að margfalt fleiri hafa smitast af veirunni á sama tíma og þegar tíðni dauðsfalla er skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega látast nú mun færri eftir baráttu við Covid en nokkru sinni fyrr. Eins og sjá má voru fyrri afbrigðin margfalt alvarlegri en ómíkron þrátt fyrir færri dauðsföll í heildina. Þá smituðust nefnilega miklu færri. Embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra sér ekki eftir að hafa aflétt öllum takmörkunum enda hefði þurft mikið til að hemja nýja afbrigðið. „Þá hefði það þurft bara nánast að loka samfélaginu og við vorum hér, bara að minna á það, með 10 manna samkomutakmarkanir en þá var útbreiðsla smita mikil,“ segir Willum. Þannig það voru ekkert mistök að aflétta öllu? „Nei, ég met það ekki. Það voru afléttingar, við tókum þetta í skrefum. Við fórum varlegar en flestar aðrar þjóðir ég minni á það líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Byggðamál Langanesbyggð Tengdar fréttir Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00 Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar sögðu sögu sína í kvöldfréttum okkar síðasta sunnudag. Þeir segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Sjálf búa þau á Þórshöfn en þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópaskeri í um 70 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þetta er auðvitað bara mikill harmleikur og hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Málið er nú á borði landlæknis sem er að hefja á því rannsókn. „Og á meðan er það nú svona bara venjan að tjá sig ekki frekar um slík tilvik en já, alveg örugglega margt sem við getum gert betur í að þjónusta landsbyggðina,“ segir Willum. Hann segir brýnt að reyna að bæta stöðuna þar og vill einblína á landsbyggðina á næstunni. „Já, alltaf. Og þetta er bara viðvarandi verkefni og við eigum auðvitað bara að hlusta og læra og reyna að gera betur,“ segir hann. Ekki mistök að aflétta öllu Nú er rétt tæpur mánuður síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt. Síðan þá hefur borið talsvert á umræðu um andlát vegna Covid-19 enda hefur þeim fjölgað gríðarlega með tilkomu ómíkron-afbrigðisins eins og sjá má á þessu grafi: Hér má sjá vöxtinn sem orðið hefur í andlátum vegna Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins. Embætti landlæknis Hafa verður í huga að margfalt fleiri hafa smitast af veirunni á sama tíma og þegar tíðni dauðsfalla er skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega látast nú mun færri eftir baráttu við Covid en nokkru sinni fyrr. Eins og sjá má voru fyrri afbrigðin margfalt alvarlegri en ómíkron þrátt fyrir færri dauðsföll í heildina. Þá smituðust nefnilega miklu færri. Embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra sér ekki eftir að hafa aflétt öllum takmörkunum enda hefði þurft mikið til að hemja nýja afbrigðið. „Þá hefði það þurft bara nánast að loka samfélaginu og við vorum hér, bara að minna á það, með 10 manna samkomutakmarkanir en þá var útbreiðsla smita mikil,“ segir Willum. Þannig það voru ekkert mistök að aflétta öllu? „Nei, ég met það ekki. Það voru afléttingar, við tókum þetta í skrefum. Við fórum varlegar en flestar aðrar þjóðir ég minni á það líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Byggðamál Langanesbyggð Tengdar fréttir Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00 Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00
Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12