„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 20:00 Jón Arnar Guðbrandsson veitingamaður. Hann ætlar að opna veitingastað þar sem fólk eldra en 60 ára fær vinnu. arnar halldórsson Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. Undanfarið hafa borist fréttir af því að fólk yfir fimmtugt eigi erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Jóni Arnari veitingamanni sem vinnur nú að því að opna veitingastaðinn Grazie Trattoria varð við að heyra viðtöl á borð við þetta hér að neðan. Arnar segir að það erfiðasta við að opna veitingastað sé sú áskorun að ráða starfsfólk og nýverið hafi hann áttað sig á því að stór hópur fólks á besta aldri bíði eftir því að fá vinnu. Viðbrögðin ótrúleg Hann brá því á það ráð að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. „Sko viðbrögðin eru búin að vera ótrúlega. Ég er búinn að gera margt um ævina en þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í, ég verð að segja það,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria. Yfir hundrað umsóknir hafa borist auk tugi fyrirspurna. Það sé þó hans tilfinning að hópurinn sé hræddur við höfnun. „Já ég var að spá í að sækja um hjá þér en ég veit ekki hvort ég sé rétta manneskjan. Þetta er kannski of mikið eða lítið?“ Þau eru bara pínu hrædd við að koma því þau eru búin kannski að sækja um tugi starfa en hafa yfirleitt ekki fengið svar til baka.“ Minni líkur á að starfsfólkið hringi sig inn veikt vegna þynnku Hann segir ótal kosti við að hafa fólk á þessum aldri í vinnu. Til dæmis þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það hringi sig inn veikt um helgar vegna timburmanna. „Ég hef grun um það að þegar ég mæti þá bíði þeir við hurðina og ég held að það sé pottþétt að við munum fá þau alltaf í vinnuna og aldrei of seint.“ Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria. Stefnt er að því að opna staðinn í lok mánaðar en staðurinn er staðsettur á Hverfisgötu.arnar halldórsson Mikill félagsskapur fólginn í vinnu Hann segið að i vinnu felist mikill félagsskapur, sérstaklega fyrir þennan hóp fólks og rifjar upp sögu af 73 ára vini sem missti vinnuna vegna aldurs „En svo er hann að vinna alltaf núna á föstudögum. Þá fer hann og er að skera kjöt á einum veitingastað og hann bíður alla vikuna eftir því að komast í vinnuna og hitta alla og spjalla.“ Jón segir að miklir aldursfordómar ríki á Íslandi. „Og ég sjálfur. Ég hef verið að reka veitingastað og vildi helst engann yfir þrítugt. Ég hugsa núna bara hvað var ég að hugsa. Þetta er galið. Ég trúi því að þetta muni breyta viðhorfi margra.“ Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af því að fólk yfir fimmtugt eigi erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Jóni Arnari veitingamanni sem vinnur nú að því að opna veitingastaðinn Grazie Trattoria varð við að heyra viðtöl á borð við þetta hér að neðan. Arnar segir að það erfiðasta við að opna veitingastað sé sú áskorun að ráða starfsfólk og nýverið hafi hann áttað sig á því að stór hópur fólks á besta aldri bíði eftir því að fá vinnu. Viðbrögðin ótrúleg Hann brá því á það ráð að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. „Sko viðbrögðin eru búin að vera ótrúlega. Ég er búinn að gera margt um ævina en þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í, ég verð að segja það,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria. Yfir hundrað umsóknir hafa borist auk tugi fyrirspurna. Það sé þó hans tilfinning að hópurinn sé hræddur við höfnun. „Já ég var að spá í að sækja um hjá þér en ég veit ekki hvort ég sé rétta manneskjan. Þetta er kannski of mikið eða lítið?“ Þau eru bara pínu hrædd við að koma því þau eru búin kannski að sækja um tugi starfa en hafa yfirleitt ekki fengið svar til baka.“ Minni líkur á að starfsfólkið hringi sig inn veikt vegna þynnku Hann segir ótal kosti við að hafa fólk á þessum aldri í vinnu. Til dæmis þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það hringi sig inn veikt um helgar vegna timburmanna. „Ég hef grun um það að þegar ég mæti þá bíði þeir við hurðina og ég held að það sé pottþétt að við munum fá þau alltaf í vinnuna og aldrei of seint.“ Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria. Stefnt er að því að opna staðinn í lok mánaðar en staðurinn er staðsettur á Hverfisgötu.arnar halldórsson Mikill félagsskapur fólginn í vinnu Hann segið að i vinnu felist mikill félagsskapur, sérstaklega fyrir þennan hóp fólks og rifjar upp sögu af 73 ára vini sem missti vinnuna vegna aldurs „En svo er hann að vinna alltaf núna á föstudögum. Þá fer hann og er að skera kjöt á einum veitingastað og hann bíður alla vikuna eftir því að komast í vinnuna og hitta alla og spjalla.“ Jón segir að miklir aldursfordómar ríki á Íslandi. „Og ég sjálfur. Ég hef verið að reka veitingastað og vildi helst engann yfir þrítugt. Ég hugsa núna bara hvað var ég að hugsa. Þetta er galið. Ég trúi því að þetta muni breyta viðhorfi margra.“
Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira