Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2022 13:12 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. píratar Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér. Þetta kom fram í umfjöllun Stundarinnar í gær. Maðurinn sem um ræðir er Aleksander Moshensky. „Ég tel þessar fréttir augljóst tilefni til þess að fara ofan í saumana á því hvernig íslensk utanríkisþjónusta og utanríkisstefna virðist hafa verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Ég tel íslensk stjórnvöld þurfa undanbragðalaust þurfa að gera grein fyrir sinni aðkomu að þessum málum. Eins vekur þetta upp spurningar um það hvaða hagsmunir stýra raunverulega för í mótun utanríkisstefnu Íslands. Við höfum látið sem svo að Ísland standi fyrir mannréttindi, lýðræði og frið á alþjóðavettvangi en þessi stóru orð mega sín augljóslega lítils ef Ísland beitir sér svo í þveröfuga átt þegar hagsmunir útgerðarinnar eru undir.“ Aðspurð hvort henni finnist koma til greina að taka hann af skrá kjörræðismanna Íslands segir hún að fyrsta skref sé að óska eftir skýringum stjórnvalda. Hún segir að þó að það að fjarlægja hann af skrá kjörræðismanna þýði umtalsvert tap hér á landi sé ekki hægt að hörfa frá gildum mannréttinda. „Þegar þetta eru gildin sem við setjum á oddinn í okkar utanríkisstefnu þá er erfitt að sjá hvernig hægt er að hörfa frá þeim við aðstæður eins og þessar sem eru nú í gangi.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Alþingi Píratar Utanríkismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér. Þetta kom fram í umfjöllun Stundarinnar í gær. Maðurinn sem um ræðir er Aleksander Moshensky. „Ég tel þessar fréttir augljóst tilefni til þess að fara ofan í saumana á því hvernig íslensk utanríkisþjónusta og utanríkisstefna virðist hafa verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Ég tel íslensk stjórnvöld þurfa undanbragðalaust þurfa að gera grein fyrir sinni aðkomu að þessum málum. Eins vekur þetta upp spurningar um það hvaða hagsmunir stýra raunverulega för í mótun utanríkisstefnu Íslands. Við höfum látið sem svo að Ísland standi fyrir mannréttindi, lýðræði og frið á alþjóðavettvangi en þessi stóru orð mega sín augljóslega lítils ef Ísland beitir sér svo í þveröfuga átt þegar hagsmunir útgerðarinnar eru undir.“ Aðspurð hvort henni finnist koma til greina að taka hann af skrá kjörræðismanna Íslands segir hún að fyrsta skref sé að óska eftir skýringum stjórnvalda. Hún segir að þó að það að fjarlægja hann af skrá kjörræðismanna þýði umtalsvert tap hér á landi sé ekki hægt að hörfa frá gildum mannréttinda. „Þegar þetta eru gildin sem við setjum á oddinn í okkar utanríkisstefnu þá er erfitt að sjá hvernig hægt er að hörfa frá þeim við aðstæður eins og þessar sem eru nú í gangi.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Alþingi Píratar Utanríkismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira