Eru foreldrar vannýtt auðlind í íslensku skólakerfi? Arnar Ævarsson skrifar 16. mars 2022 16:00 Nú sígur á seinni hluta þessa skólaárs og eflaust margir farnir að hugsa til vorsins með betri tíð og blóm í haga. Undanfarin tvö ár hafa verið krefjandi, svo ekki sé meira sagt, þar sem skólasamfélagið allt hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og finna skapandi lausnir í skólastarfinu. Það hefur tekist vel til á mörgum sviðum og eiga allir hrós skilið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Það er margt sem heimsfaraldur dregur fram m.a. veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Viðbrögðin núna eru þau sem stýra hvort og hvernig við komum til með að vaxa eftir þessa áskorun sem heild, skólasamfélagið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Þátttaka foreldra skiptir máli Foreldrastarf hefur ekki farið varhluta af þessum áskorunum og víða hefur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda uppi virku foreldrastarfi, þó víða hafi verið reynt hvað hægt var. Skólar voru lokaðir lengi vel fyrir öðrum en starfsfólki og nemendum og eðlilega skapaði það ákveðna fjarlægð milli hagaðila, þ.m.t. foreldra og skóla, aðila sem eru hvað mikilvægastir er kemur að því að stuðla að velferð nemenda. Rannsóknir sýna að foreldrar eru auðlind fyrir skólastarf og áhrifin af markvissu samstarfi þar sem skólinn og foreldrar vinna þétt saman eru veruleg og skipta sköpum. Jákvæð áhrif má sjá í betri skólabrag, betri líðan nemenda, betri námsárangri og ekki síður eru áhrifin jákvæð á starf kennara. Samstarf kennara og foreldra - skóla og heimila - á að vera næring fyrir alla og liðka fyrir góðu skólastarfi með fjölbreyttum hætti. Það að skólinn taki foreldrum sem samstarfsaðilum með það sameiginlega markmið að stuðla að betra umhverfi fyrir nemendur skiptir meginmáli. Það að vinna markvisst að þátttöku foreldra leiðir af sér ákveðna skuldbindingu foreldra gangvart námi barnanna og það skilar sér í betri líðan og árangri nemenda. Endurreisnin er ábyrgð okkar allra Endurreisn foreldrafélaga er brýnt verkefni og í því ljósi þá erum við hjá Heimili og skóla að fara af stað með átak til að virkja starf foreldrafélaga um allt land á nýjan leik. Svo að vel takist til er mikilvægt að skólasamfélagið sem heild komi þar að, allir hafa hlutverk. Hlutverk skólastjórnenda og kennara vegur þungt í þessu verkefni. Án aðkomu og stuðnings þeirra má vænta þess að endurreisn foreldrafélaga verði erfið og sú mikilvæga auðlind sem foreldrar eru fyrir skólastarf fer út um gluggann á kostnað framgangs nemenda, það má hreinlega ekki. Í grunnskólalögum og aðalnámskrá er skýrt dregin fram sú ábyrgð sem skólastjórnendur og kennarar hafa að halda uppi virku samstarfi við foreldra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og að félagið fái aðstoð eftir þörfum eins og segir í 9. gr. grunnskólalaga. Staða og virkni foreldrafélaga víða um land er með þeim hætti nú að við þurfum öll að taka höndum saman. Þessari stöðu fylgja þó tækifæri sem er mikilvægt að horfa til. Í allri endurreisn gefst tækifæri til að bæta það sem vantaði áður, að forma samstarf foreldra og skóla með markvissum hætti, setja markmið og skapa sýn, skilgreina hver á hvaða hlutverk og móta samskiptaleiðir svo dæmi séu tekin. Allt þetta styrkir og eflir skólasamfélagið. Stuðningur til staðar Við hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra veitum allan þann stuðning sem til þarf fyrir foreldrafélög, foreldra og ekki síður skólastjórnendur og kennara til að efla foreldrastarf og styrkja samstarf heimila og skóla. Við bjóðum upp á fræðslu um leiðir og ávinning sem skapast af öflugu samstarfi, góðum ráðum um skipulag og utanumhald foreldrastarfs. Við veitum ráðgjöf til skólastjórnenda og fagfólks varðandi leiðir, áskoranir, ávinning og tækifæri í samstarfi við foreldra. Það er von okkar og trú að sameiginlega náum við enn lengra og sú auðlind sem gott samstarf foreldra og skóla er varðandi velferð nemenda sé nýtt að fullu, börnin okkar eiga þann rétt að svo sé gert. Vinnum saman með allar auðlindir til að gera skólastarf betra fyrir börnin. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nú sígur á seinni hluta þessa skólaárs og eflaust margir farnir að hugsa til vorsins með betri tíð og blóm í haga. Undanfarin tvö ár hafa verið krefjandi, svo ekki sé meira sagt, þar sem skólasamfélagið allt hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og finna skapandi lausnir í skólastarfinu. Það hefur tekist vel til á mörgum sviðum og eiga allir hrós skilið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Það er margt sem heimsfaraldur dregur fram m.a. veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Viðbrögðin núna eru þau sem stýra hvort og hvernig við komum til með að vaxa eftir þessa áskorun sem heild, skólasamfélagið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Þátttaka foreldra skiptir máli Foreldrastarf hefur ekki farið varhluta af þessum áskorunum og víða hefur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda uppi virku foreldrastarfi, þó víða hafi verið reynt hvað hægt var. Skólar voru lokaðir lengi vel fyrir öðrum en starfsfólki og nemendum og eðlilega skapaði það ákveðna fjarlægð milli hagaðila, þ.m.t. foreldra og skóla, aðila sem eru hvað mikilvægastir er kemur að því að stuðla að velferð nemenda. Rannsóknir sýna að foreldrar eru auðlind fyrir skólastarf og áhrifin af markvissu samstarfi þar sem skólinn og foreldrar vinna þétt saman eru veruleg og skipta sköpum. Jákvæð áhrif má sjá í betri skólabrag, betri líðan nemenda, betri námsárangri og ekki síður eru áhrifin jákvæð á starf kennara. Samstarf kennara og foreldra - skóla og heimila - á að vera næring fyrir alla og liðka fyrir góðu skólastarfi með fjölbreyttum hætti. Það að skólinn taki foreldrum sem samstarfsaðilum með það sameiginlega markmið að stuðla að betra umhverfi fyrir nemendur skiptir meginmáli. Það að vinna markvisst að þátttöku foreldra leiðir af sér ákveðna skuldbindingu foreldra gangvart námi barnanna og það skilar sér í betri líðan og árangri nemenda. Endurreisnin er ábyrgð okkar allra Endurreisn foreldrafélaga er brýnt verkefni og í því ljósi þá erum við hjá Heimili og skóla að fara af stað með átak til að virkja starf foreldrafélaga um allt land á nýjan leik. Svo að vel takist til er mikilvægt að skólasamfélagið sem heild komi þar að, allir hafa hlutverk. Hlutverk skólastjórnenda og kennara vegur þungt í þessu verkefni. Án aðkomu og stuðnings þeirra má vænta þess að endurreisn foreldrafélaga verði erfið og sú mikilvæga auðlind sem foreldrar eru fyrir skólastarf fer út um gluggann á kostnað framgangs nemenda, það má hreinlega ekki. Í grunnskólalögum og aðalnámskrá er skýrt dregin fram sú ábyrgð sem skólastjórnendur og kennarar hafa að halda uppi virku samstarfi við foreldra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og að félagið fái aðstoð eftir þörfum eins og segir í 9. gr. grunnskólalaga. Staða og virkni foreldrafélaga víða um land er með þeim hætti nú að við þurfum öll að taka höndum saman. Þessari stöðu fylgja þó tækifæri sem er mikilvægt að horfa til. Í allri endurreisn gefst tækifæri til að bæta það sem vantaði áður, að forma samstarf foreldra og skóla með markvissum hætti, setja markmið og skapa sýn, skilgreina hver á hvaða hlutverk og móta samskiptaleiðir svo dæmi séu tekin. Allt þetta styrkir og eflir skólasamfélagið. Stuðningur til staðar Við hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra veitum allan þann stuðning sem til þarf fyrir foreldrafélög, foreldra og ekki síður skólastjórnendur og kennara til að efla foreldrastarf og styrkja samstarf heimila og skóla. Við bjóðum upp á fræðslu um leiðir og ávinning sem skapast af öflugu samstarfi, góðum ráðum um skipulag og utanumhald foreldrastarfs. Við veitum ráðgjöf til skólastjórnenda og fagfólks varðandi leiðir, áskoranir, ávinning og tækifæri í samstarfi við foreldra. Það er von okkar og trú að sameiginlega náum við enn lengra og sú auðlind sem gott samstarf foreldra og skóla er varðandi velferð nemenda sé nýtt að fullu, börnin okkar eiga þann rétt að svo sé gert. Vinnum saman með allar auðlindir til að gera skólastarf betra fyrir börnin. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar