Hannes hættur eftir glæstan feril: „Eitthvað sem mig óraði ekki fyrir í mínum villtustu draumum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2022 10:30 Hannes Þór Halldórsson glaðbeittur eftir jafnteflið fræga við Argentínu á HM 2018, þar sem hann varði vítaspyrnu Lionels Messi. EPA-EFE/PETER POWELL Hannes Þór Halldórsson, sá markvörður sem leikið hefur flesta landsleiki fyrir Ísland, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hannes lauk ferli sínum með Val en framtíð hans hefur verið í óvissu eftir að félagið fékk óvænt markvörðinn Guy Smit og gerði síðar starfslokasamning við Hannes. Hannes, sem verður 38 ára í næsta mánuði, var aðalmarkvörður Íslands í áratug og varði markið á stærstu stundum í sögu landsliðsins, til að mynda í lokakeppni EM 2016 og HM 2018, þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu Lionels Messi í fyrsta HM-leik Íslands. „Eftir 17 ár í meistaraflokki og 31 ár í fótbolta er kominn tími á að leggja hanskana á hilluna,“ skrifar Hannes á Facebook. „Ég hef kynnst ógrynni af góðu fólki á þessum árum, unnið með mörgum frábærum þjálfurum, eignast vini fyrir lífstíð og upplifað ótrúlegar stundir. 10 tímabil í efstu deild, 77 landsleikir, 2 stórmót, 3 Íslandsmeistaratitlar, 2 bikarmeistaratitlar og 6 ár í atvinnumennsku er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að upplifa í mínum villtustu draumum. Fjölskylda, liðsfélagar, þjálfarar, stuðningsfólk og allir sem hafa hjálpað mér à leiðinni, takk fyrir mig,“ skrifar Hannes. Hannes hóf stórmerkilegan feril sinn með Leikni í Breiðholti en lék einnig með Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR hér á landi áður en hann festi sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands og hélt út í atvinnumennsku. Hannes lék í Noregi, Hollandi, Danmörku og Aserbaídsjan. After 31 years of football it is time to call it a day. It s been a true rollercoaster ride. Family, teammates, coaches, supporters and everybody who helped me on the way, thank you https://t.co/6T9NkLYmMd pic.twitter.com/d0vCO72jqJ— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) March 16, 2022 Hannes lék sinn fyrsta landsleik í september árið 2011, þá orðinn 27 ára gamall, og hélt markinu hreinu í 1-0 sigri gegn Kýpur í undankeppni EM. Skömmu síðar tók Lars Lagerbäck við þjálfun íslenska liðsins og undir hans stjórn varð Hannes einn af lykilmönnunum á bakvið þá velgengni íslenska liðsins sem vakti heimsathygli. Hannes Þór Halldórsson vakti heimsathygli með frammistöðu sinni í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu á HM 2018, í fyrsta HM-leik í sögu Íslands, og myndavélarnar voru á honum þegar hann fagnaði með stuðningsmönnum eftir leik.VÍSIR/VILHELM Hannes lék 77 landsleiki og sló met Birkis Kristinssonar yfir flesta landsleiki íslenskra markvarða. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. Hannes varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum, tvisvar með KR og einu sinni með Val, og bikarmeistari tvisvar með KR. Hann lék alls 205 leiki í efstu deild hér á landi og 39 leiki í neðri deildum, en lék sem atvinnumaður í sex ár áður en hann sneri heim til Íslands snemma árs 2019 og gerði samning við Val sem gilda átti út árið 2022. Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tímamót Valur KR Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Hannes lauk ferli sínum með Val en framtíð hans hefur verið í óvissu eftir að félagið fékk óvænt markvörðinn Guy Smit og gerði síðar starfslokasamning við Hannes. Hannes, sem verður 38 ára í næsta mánuði, var aðalmarkvörður Íslands í áratug og varði markið á stærstu stundum í sögu landsliðsins, til að mynda í lokakeppni EM 2016 og HM 2018, þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu Lionels Messi í fyrsta HM-leik Íslands. „Eftir 17 ár í meistaraflokki og 31 ár í fótbolta er kominn tími á að leggja hanskana á hilluna,“ skrifar Hannes á Facebook. „Ég hef kynnst ógrynni af góðu fólki á þessum árum, unnið með mörgum frábærum þjálfurum, eignast vini fyrir lífstíð og upplifað ótrúlegar stundir. 10 tímabil í efstu deild, 77 landsleikir, 2 stórmót, 3 Íslandsmeistaratitlar, 2 bikarmeistaratitlar og 6 ár í atvinnumennsku er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að upplifa í mínum villtustu draumum. Fjölskylda, liðsfélagar, þjálfarar, stuðningsfólk og allir sem hafa hjálpað mér à leiðinni, takk fyrir mig,“ skrifar Hannes. Hannes hóf stórmerkilegan feril sinn með Leikni í Breiðholti en lék einnig með Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR hér á landi áður en hann festi sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands og hélt út í atvinnumennsku. Hannes lék í Noregi, Hollandi, Danmörku og Aserbaídsjan. After 31 years of football it is time to call it a day. It s been a true rollercoaster ride. Family, teammates, coaches, supporters and everybody who helped me on the way, thank you https://t.co/6T9NkLYmMd pic.twitter.com/d0vCO72jqJ— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) March 16, 2022 Hannes lék sinn fyrsta landsleik í september árið 2011, þá orðinn 27 ára gamall, og hélt markinu hreinu í 1-0 sigri gegn Kýpur í undankeppni EM. Skömmu síðar tók Lars Lagerbäck við þjálfun íslenska liðsins og undir hans stjórn varð Hannes einn af lykilmönnunum á bakvið þá velgengni íslenska liðsins sem vakti heimsathygli. Hannes Þór Halldórsson vakti heimsathygli með frammistöðu sinni í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu á HM 2018, í fyrsta HM-leik í sögu Íslands, og myndavélarnar voru á honum þegar hann fagnaði með stuðningsmönnum eftir leik.VÍSIR/VILHELM Hannes lék 77 landsleiki og sló met Birkis Kristinssonar yfir flesta landsleiki íslenskra markvarða. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. Hannes varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum, tvisvar með KR og einu sinni með Val, og bikarmeistari tvisvar með KR. Hann lék alls 205 leiki í efstu deild hér á landi og 39 leiki í neðri deildum, en lék sem atvinnumaður í sex ár áður en hann sneri heim til Íslands snemma árs 2019 og gerði samning við Val sem gilda átti út árið 2022.
Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tímamót Valur KR Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira