Öflug bráðagreining um land allt: Bráð veikindi á landsbyggðinni Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 9. mars 2022 20:01 Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Mikilvægt er þá að öflugur tækjakostur sé í vinnuumhverfi lækna sem greini hvort um sé að ræða bráðaerindi sem þurfi að fara strax suður eður ei. Í tilfellum veikinda með einkenni heilablæðingar má ekki gefa lyf nema sneiðmynd liggi fyrir. Ef sú greining liggur fyrir og sýnir blóðtappa þá er fyrst leyfilegt að gefa lyf til að koma blóðflæðinu aftur af stað. Líf og heilsa fólks liggur með því að sem fæstar mínútur séu frá einkennum þar til sneiðmynd liggur fyrir og gefin séu lyf til að leysa blóðtappann. Þegar þetta tæki vantar þá er fólk sent suður með tilheyrandi ferðatíma sem hefur gríðarleg áhrif á lífslíkur fólks því ekki eru gefin lyf við blóðtappanum án greiningar og tíminn líður. Ferðatíminn fram að sérhæfðri bráðaþjónustu Á Austurlandi er lengsta flugleið að sérhæfðri bráðaþjónustu, um 400km frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Við verðum að gera allt til að stytta ferðatíma fólks og tryggja rétta greiningu með viðeigandi tækjakosti í heimabyggð. Það gerum við með öflugum samgöngum á landsbyggðinni, öflugu sjúkraflugi, nauðsynlegum greiningartækjum og tryggja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni byggt á lögum um almannahagsmuni. Þingsályktunartillaga um aukinn tækjakost á Egilsstöðum Verulega vantar greiningarkost á Egilsstöðum til að fullbráðagreina heilsufar. Við verðum að styrkja vinnuumhverfi lækna, að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi tækjakosti en ekki á tilfinningu hvort sé um bráðaerindi að ræða eða ekki. Það á ekki að taka sénsa með líf og heilsu fólks vegna óvissu um heilsufarsástand. Það liggur ljóst fyrir að úr þessu verður að bæta og vegna þess þá hef ég sett fram fyrstu þingsályktunartillögu mína um að fjármunir komi í nauðsynlegan tækjakost til bráðagreiningar á bráðamóttökunni á Egilsstöðum. Áhersla á tækni og tækjakost Í dag felst mikil hagkvæmni í að nýta tækni og tækjakost því það leiðir til sparnaðar. Þar má nefna fjarheilbrigðisþjónustu með öflugum tækjakosti sem bætir aðgang landsbyggðarinnar að öflugri heilbrigðisþjónustu. Sá tækjakostur leiðir til sparnaðar því þá þarf fólk minna að sækja suður í heilbrigðisþjónustu og öflugur tækjakostur til bráðagreiningar fækkar sjúkraflugum vegna vissu um heilsufarsástand og tryggir rétt og hröð viðbrögð í bráðafasa. Pössum að verða ekki samdauna lélegum aðstæðum tengt heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Látum í okkur heyra og förum fram á bætt vinnuumhverfi lækna með nauðsynlegum tækjakosti sem mun bæði leiða til sparnaðar fyrir ríkið og standa vörð um líf og heilsu fólks. Höfundur er formaður byggðaráðs Múlaþings, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram 12. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Mikilvægt er þá að öflugur tækjakostur sé í vinnuumhverfi lækna sem greini hvort um sé að ræða bráðaerindi sem þurfi að fara strax suður eður ei. Í tilfellum veikinda með einkenni heilablæðingar má ekki gefa lyf nema sneiðmynd liggi fyrir. Ef sú greining liggur fyrir og sýnir blóðtappa þá er fyrst leyfilegt að gefa lyf til að koma blóðflæðinu aftur af stað. Líf og heilsa fólks liggur með því að sem fæstar mínútur séu frá einkennum þar til sneiðmynd liggur fyrir og gefin séu lyf til að leysa blóðtappann. Þegar þetta tæki vantar þá er fólk sent suður með tilheyrandi ferðatíma sem hefur gríðarleg áhrif á lífslíkur fólks því ekki eru gefin lyf við blóðtappanum án greiningar og tíminn líður. Ferðatíminn fram að sérhæfðri bráðaþjónustu Á Austurlandi er lengsta flugleið að sérhæfðri bráðaþjónustu, um 400km frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Við verðum að gera allt til að stytta ferðatíma fólks og tryggja rétta greiningu með viðeigandi tækjakosti í heimabyggð. Það gerum við með öflugum samgöngum á landsbyggðinni, öflugu sjúkraflugi, nauðsynlegum greiningartækjum og tryggja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni byggt á lögum um almannahagsmuni. Þingsályktunartillaga um aukinn tækjakost á Egilsstöðum Verulega vantar greiningarkost á Egilsstöðum til að fullbráðagreina heilsufar. Við verðum að styrkja vinnuumhverfi lækna, að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi tækjakosti en ekki á tilfinningu hvort sé um bráðaerindi að ræða eða ekki. Það á ekki að taka sénsa með líf og heilsu fólks vegna óvissu um heilsufarsástand. Það liggur ljóst fyrir að úr þessu verður að bæta og vegna þess þá hef ég sett fram fyrstu þingsályktunartillögu mína um að fjármunir komi í nauðsynlegan tækjakost til bráðagreiningar á bráðamóttökunni á Egilsstöðum. Áhersla á tækni og tækjakost Í dag felst mikil hagkvæmni í að nýta tækni og tækjakost því það leiðir til sparnaðar. Þar má nefna fjarheilbrigðisþjónustu með öflugum tækjakosti sem bætir aðgang landsbyggðarinnar að öflugri heilbrigðisþjónustu. Sá tækjakostur leiðir til sparnaðar því þá þarf fólk minna að sækja suður í heilbrigðisþjónustu og öflugur tækjakostur til bráðagreiningar fækkar sjúkraflugum vegna vissu um heilsufarsástand og tryggir rétt og hröð viðbrögð í bráðafasa. Pössum að verða ekki samdauna lélegum aðstæðum tengt heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Látum í okkur heyra og förum fram á bætt vinnuumhverfi lækna með nauðsynlegum tækjakosti sem mun bæði leiða til sparnaðar fyrir ríkið og standa vörð um líf og heilsu fólks. Höfundur er formaður byggðaráðs Múlaþings, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram 12. mars næstkomandi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun