Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2022 12:43 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. Í gær var skýrsla um orkumál kynnt á blaðamannafundi þar sem fram kom að þörf væri á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshóps sem vann skýrsluna sagði í kvöldfréttum í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands fram til ársins 2040 þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári í þennan tíma. Þingmaður Pírata gagnrýnir þetta. „Þarna eru teiknaðar upp sviðsmyndir og mér finnst næstum óábyrgt hvernig formaður nefndarinnar talar eins og ítrasta sviðsmyndin sé það sem helst þurfi að keyra á. Að það þurfi allavegana hundrað megawattavirkjanir á hverju ári sem eru tvær Kárahnjúkavirkjanir á hverjum tíu árum. Þetta er rosalegt magn sem hann talar fyrir á meðan það er ein sviðsmynd sem segir berum orðum að orkuskipti séu möguleg án þess að auka nokkuð raforkuvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Gagnrýnir aðstöðumun Hann hefði viljað sjá hlutlægara mat á stöðunni og telur hægt að ná markmiðinu um orkuskipti án þess að virkja nokkuð. „Þarna er sviðsmynd frá Landvernd sem segir að þetta sé hægt án þess að virkja, en þau skoða hana mjög lítið vegna þess að Landvernd og náttúruverndarsamtökin eru ekki með sama bolmagn og Samorka t.d. sem leggur fram fullreiknaðar sviðsmyndir. Þessi frjálsu félagasamtök leggja bara inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að teikna upp svona sviðsmynd. Mér hefði þótt eðlilegt til að jafna aðstöðumun aðilana. Að nefndin sem vann grænbókina hefði lagt mannskap í að reikna þá sviðsmynd út svo að hún stæði jafnfætis öðrum sem tekið var tillit til.“ Heldur þú að það sé pólitísk samstaða um virkjanir? „Varla. Þau í skýrslunni tala lítið um náttúruvernd og gildi hennar fyrir samfélagið og hagkerfið. Það er lítið tekið inn í sviðsmyndirnar pælingar um breyttar neysluvenjur og breytingar á ferðavenjum. Þetta eru allt stór pólitísk atriði sem skipta miklu máli varðandi baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“ Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Píratar Tengdar fréttir „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Í gær var skýrsla um orkumál kynnt á blaðamannafundi þar sem fram kom að þörf væri á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshóps sem vann skýrsluna sagði í kvöldfréttum í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands fram til ársins 2040 þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári í þennan tíma. Þingmaður Pírata gagnrýnir þetta. „Þarna eru teiknaðar upp sviðsmyndir og mér finnst næstum óábyrgt hvernig formaður nefndarinnar talar eins og ítrasta sviðsmyndin sé það sem helst þurfi að keyra á. Að það þurfi allavegana hundrað megawattavirkjanir á hverju ári sem eru tvær Kárahnjúkavirkjanir á hverjum tíu árum. Þetta er rosalegt magn sem hann talar fyrir á meðan það er ein sviðsmynd sem segir berum orðum að orkuskipti séu möguleg án þess að auka nokkuð raforkuvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Gagnrýnir aðstöðumun Hann hefði viljað sjá hlutlægara mat á stöðunni og telur hægt að ná markmiðinu um orkuskipti án þess að virkja nokkuð. „Þarna er sviðsmynd frá Landvernd sem segir að þetta sé hægt án þess að virkja, en þau skoða hana mjög lítið vegna þess að Landvernd og náttúruverndarsamtökin eru ekki með sama bolmagn og Samorka t.d. sem leggur fram fullreiknaðar sviðsmyndir. Þessi frjálsu félagasamtök leggja bara inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að teikna upp svona sviðsmynd. Mér hefði þótt eðlilegt til að jafna aðstöðumun aðilana. Að nefndin sem vann grænbókina hefði lagt mannskap í að reikna þá sviðsmynd út svo að hún stæði jafnfætis öðrum sem tekið var tillit til.“ Heldur þú að það sé pólitísk samstaða um virkjanir? „Varla. Þau í skýrslunni tala lítið um náttúruvernd og gildi hennar fyrir samfélagið og hagkerfið. Það er lítið tekið inn í sviðsmyndirnar pælingar um breyttar neysluvenjur og breytingar á ferðavenjum. Þetta eru allt stór pólitísk atriði sem skipta miklu máli varðandi baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“
Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Píratar Tengdar fréttir „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16