IOC segir íþróttasamböndum að banna Rússa og Hvít-Rússa Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:33 Á Vetrarólympíuleikunum sem lauk 20. febrúar kepptu Rússar undir fána rússnesku ólympíunefndarinnar, vegna lyfjahneykslisins í Rússlandi, en eftir innrás Rússa í Úkraínu kallar IOC eftir því að Rússum verði alfarið meinuð þátttaka á alþjóðlegum mótum. Getty/Maja Hitij Alþjóða ólympíunefndin, IOC, hefur nú sent út skilaboð til íþróttasamtaka um allan heim um að þau leyfi ekki þátttöku rússneskra eða hvítrússneskra íþróttamanna, vegna innrásarinnar í Úkraínu. Í yfirlýsingu IOC segir að rússnesk stjórnvöld hafi brotið ólympíusáttmálann með innrás sinni og að það geri Hvít-Rússar einnig með stuðningi sínum við Rússa. Þar segir að þó að markmið ólympíuhreyfingarinnar sé að allir geti stundað íþróttir, óháð öllum stjórnmáladeilum, þá sé það ekki hægt að þessu sinni. IOC sé í stöðu sem ekki sé hægt að leysa, því að ef að Rússum og Hvít-Rússum væri leyft að keppa á alþjóðlegum mótum gætu margir Úkraínumenn á sama tíma ekki keppt vegna árásarinnar á þeirra land. IOC Executive Board recommends no participation of Russian and Belarusian athletes and officialshttps://t.co/XZyLIi11XR— IOC MEDIA (@iocmedia) February 28, 2022 Þess vegna hvetur IOC nú öll íþróttasambönd til að bjóða ekki Rússum eða Hvít-Rússum þátttöku. Sé þetta ekki hægt vegna lagalegra eða skipulagslegra aðstæðna, vegna skamms fyrirvara, verði jafnframt allt reynt til að íþróttafólk geti ekki keppt undir nafni Rússlands eða Hvíta-Rússlands. Í þessu sambandi nefnir IOC sérstaklega vetrarólympíumót fatlaðra, sem sett verður í Peking á föstudaginn, og lýsir yfir eindregnum stuðningi við alþjóða ólympíunefnd fatlaðra. Sú nefnd fundar á miðvikudag til að ræða þátttöku Rússa. Fótbolti Handbolti Körfubolti Ólympíuleikar Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Sjá meira
Í yfirlýsingu IOC segir að rússnesk stjórnvöld hafi brotið ólympíusáttmálann með innrás sinni og að það geri Hvít-Rússar einnig með stuðningi sínum við Rússa. Þar segir að þó að markmið ólympíuhreyfingarinnar sé að allir geti stundað íþróttir, óháð öllum stjórnmáladeilum, þá sé það ekki hægt að þessu sinni. IOC sé í stöðu sem ekki sé hægt að leysa, því að ef að Rússum og Hvít-Rússum væri leyft að keppa á alþjóðlegum mótum gætu margir Úkraínumenn á sama tíma ekki keppt vegna árásarinnar á þeirra land. IOC Executive Board recommends no participation of Russian and Belarusian athletes and officialshttps://t.co/XZyLIi11XR— IOC MEDIA (@iocmedia) February 28, 2022 Þess vegna hvetur IOC nú öll íþróttasambönd til að bjóða ekki Rússum eða Hvít-Rússum þátttöku. Sé þetta ekki hægt vegna lagalegra eða skipulagslegra aðstæðna, vegna skamms fyrirvara, verði jafnframt allt reynt til að íþróttafólk geti ekki keppt undir nafni Rússlands eða Hvíta-Rússlands. Í þessu sambandi nefnir IOC sérstaklega vetrarólympíumót fatlaðra, sem sett verður í Peking á föstudaginn, og lýsir yfir eindregnum stuðningi við alþjóða ólympíunefnd fatlaðra. Sú nefnd fundar á miðvikudag til að ræða þátttöku Rússa.
Fótbolti Handbolti Körfubolti Ólympíuleikar Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Sjá meira