NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 21:14 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO. AP/Virginia Mayo Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. Fyrrverandi aðildarríki Sovétríkjanna og eða gömu austurblokkarinnar sem nú eru aðilar að NATO og Evrópusambandinu óttast um sinn hag eftir innrásina í Úkraínu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið öflugasta hernaðarbandalag heims sem muni verja hverja tommu af landsvæði aðildarríkjanna. „Þess vegna höfum við aukið viðveru okkar í austurhluta bandalagsins með þúsundum hermanna, skipa og flugvéla undanfarnar tvær vikur,“ segir Stoltenberg. Ekki stæði til að senda NATO heri inn í Úkraínu. Þetta væru hins vegar skýr skilaboð um að árás á eitt bandalagsríkjanna væri árás á þau öll. „Þannig að við erum í viðbragðsstöðu. Við erum að stilla okkur upp á nýtt. En aðgerðir okkar eru til varna og eru hnitmiðaðar. Við sækjumst ekki eftir átökum, við viljum koma í veg fyrir átök,“ segir Stoltenberg. Leiðtogar Vesturlanda hafa allir sem einn fordæmt innrásina. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði árás Rússa tilhæfulausa. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Virginia Mayo „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Refsiaðgerðir muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að loka á aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa mega reikna með mjög hörðum refsiaðgerðum. „Og ef það stoppar ekki Putin þegar á reynir höfum við og bandamenn okkar gert það alveg ljóst að það hefði gríðarleg áhrif þegar fram í sækir. Rússar munu gjalda í langan tíma,“ sagði Blinken í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Rússland NATO Tengdar fréttir Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45 Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Fyrrverandi aðildarríki Sovétríkjanna og eða gömu austurblokkarinnar sem nú eru aðilar að NATO og Evrópusambandinu óttast um sinn hag eftir innrásina í Úkraínu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið öflugasta hernaðarbandalag heims sem muni verja hverja tommu af landsvæði aðildarríkjanna. „Þess vegna höfum við aukið viðveru okkar í austurhluta bandalagsins með þúsundum hermanna, skipa og flugvéla undanfarnar tvær vikur,“ segir Stoltenberg. Ekki stæði til að senda NATO heri inn í Úkraínu. Þetta væru hins vegar skýr skilaboð um að árás á eitt bandalagsríkjanna væri árás á þau öll. „Þannig að við erum í viðbragðsstöðu. Við erum að stilla okkur upp á nýtt. En aðgerðir okkar eru til varna og eru hnitmiðaðar. Við sækjumst ekki eftir átökum, við viljum koma í veg fyrir átök,“ segir Stoltenberg. Leiðtogar Vesturlanda hafa allir sem einn fordæmt innrásina. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði árás Rússa tilhæfulausa. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Virginia Mayo „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Refsiaðgerðir muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að loka á aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa mega reikna með mjög hörðum refsiaðgerðum. „Og ef það stoppar ekki Putin þegar á reynir höfum við og bandamenn okkar gert það alveg ljóst að það hefði gríðarleg áhrif þegar fram í sækir. Rússar munu gjalda í langan tíma,“ sagði Blinken í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Rússland NATO Tengdar fréttir Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45 Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16
Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23