Konur til áhrifa í sjávarútvegi Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 19:01 Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt? Jafnréttismál í forgrunni ákvarðanatöku Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) hefur nú í annað sinn haft forgöngu um rannsókn meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja með það að markmiði að afla betri upplýsinga um stöðu kvenna innan þessarar mikilvægu greinar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í dag í opnu streymi á síðu KIS og ég fékk þann heiður að flytja ávarp. Þetta er mikilvægt framtak hjá KIS því rannsóknir styðja við ákvarðanir okkar stjórnmálamanna. Þessi rannsókn rímar afar vel við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að hafa jafnréttismál áfram í forgrunni við ákvarðanatöku. Þetta styður við mín feminísku markmið í starfi og í lífinu öllu og ég mun að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að vinna að auknu jafnrétti innan sjávarútvegs og tengdra greina í nýju ráðuneyti matvæla. Þessi rannsókn nýtist mér sem tól í því verkefni. Byggja þarf á traustum gögnum til að auka jafnrétti Þótt enn eimi eftir af karllægri slagsíðu í sjávarútvegi þá sjáum við konur hasla sér völl í greininni í auknum mæli. En betur má ef duga skal og eitt af þeim verkefnum sem ég mun leggja áherslu á er að bæta enn frekar gögn og upplýsingar um stöðu kvenna innan greinarinnar. Því ef það á að ráðast í aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þá er nauðsynlegt að byggja þær á góðum og traustum grunni. Það kann að virðast snúið að meta áhrif frumvarps - um til að mynda sandkola á jafnrétti. En til þess að gera það, þarf að setja upp félagsleg gleraugu, kynjagleraugu. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnu? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á félagslega stöðu kvenna víða um land? Með því að setja upp félagsleg gleraugu jafnréttis má horfa á öll mál í nýju ljósi. Það hef ég tamið mér í mínum störfum hingað til og það mun gera áfram. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru í morgun eru mikilvægar fyrir okkur öll. Við þurfum að vita á hvaða grunni við stöndum til að greina betur í hvaða átt við viljum stefna. Við þurfum að vita hvar við stöndum höllum fæti svo við getum greint betur sóknarfærin. Í rannsókninni koma fram mjög áhugaverðar niðurstöður. Það kemur t.d. í ljós, þótt það komi því miður ekki á óvart, að of mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs hafa enga konu í stjórnendateyminu. Fjölbreyttir vinnustaðir eru betri vinnustaðir Þetta skiptir máli, því það er mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur í öllum kimum samfélagsins að fagna fjölbreytileikanum og mismuna aldrei fólki. Það er nauðsynlegt að brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fyrir okkur öll, hvort sem við erum karl, kona eða kynsegin. Ef við brjótum niður þessi heimatilbúnu kerfi okkar verða vinnustaðir líka betri og eftirsóttari og ef orðspor vinnustaðarins er gott, gengur betur að laða til sín gott fólk. Verkefnið fram undan er að auka verðmæti auðlindanna enn frekar og tryggja það að við getum áfram nýtt auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti og nýtt hugmyndaauðgi karla og kvenna til frekari framþróunar á þessu sviði. Ég óska félagi kvenna í sjávarútvegi til hamingju með áhugaverða rannsókn og þá forgöngu sem félagið hefur haft um að auka skilning og afla gagna um stöðu kvenna innan atvinnugreinarinnar. Það veitir mér innblástur að skynja þennan kraft kvenna í matvælatengdri starfsemi. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt? Jafnréttismál í forgrunni ákvarðanatöku Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) hefur nú í annað sinn haft forgöngu um rannsókn meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja með það að markmiði að afla betri upplýsinga um stöðu kvenna innan þessarar mikilvægu greinar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í dag í opnu streymi á síðu KIS og ég fékk þann heiður að flytja ávarp. Þetta er mikilvægt framtak hjá KIS því rannsóknir styðja við ákvarðanir okkar stjórnmálamanna. Þessi rannsókn rímar afar vel við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að hafa jafnréttismál áfram í forgrunni við ákvarðanatöku. Þetta styður við mín feminísku markmið í starfi og í lífinu öllu og ég mun að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að vinna að auknu jafnrétti innan sjávarútvegs og tengdra greina í nýju ráðuneyti matvæla. Þessi rannsókn nýtist mér sem tól í því verkefni. Byggja þarf á traustum gögnum til að auka jafnrétti Þótt enn eimi eftir af karllægri slagsíðu í sjávarútvegi þá sjáum við konur hasla sér völl í greininni í auknum mæli. En betur má ef duga skal og eitt af þeim verkefnum sem ég mun leggja áherslu á er að bæta enn frekar gögn og upplýsingar um stöðu kvenna innan greinarinnar. Því ef það á að ráðast í aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þá er nauðsynlegt að byggja þær á góðum og traustum grunni. Það kann að virðast snúið að meta áhrif frumvarps - um til að mynda sandkola á jafnrétti. En til þess að gera það, þarf að setja upp félagsleg gleraugu, kynjagleraugu. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnu? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á félagslega stöðu kvenna víða um land? Með því að setja upp félagsleg gleraugu jafnréttis má horfa á öll mál í nýju ljósi. Það hef ég tamið mér í mínum störfum hingað til og það mun gera áfram. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru í morgun eru mikilvægar fyrir okkur öll. Við þurfum að vita á hvaða grunni við stöndum til að greina betur í hvaða átt við viljum stefna. Við þurfum að vita hvar við stöndum höllum fæti svo við getum greint betur sóknarfærin. Í rannsókninni koma fram mjög áhugaverðar niðurstöður. Það kemur t.d. í ljós, þótt það komi því miður ekki á óvart, að of mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs hafa enga konu í stjórnendateyminu. Fjölbreyttir vinnustaðir eru betri vinnustaðir Þetta skiptir máli, því það er mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur í öllum kimum samfélagsins að fagna fjölbreytileikanum og mismuna aldrei fólki. Það er nauðsynlegt að brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fyrir okkur öll, hvort sem við erum karl, kona eða kynsegin. Ef við brjótum niður þessi heimatilbúnu kerfi okkar verða vinnustaðir líka betri og eftirsóttari og ef orðspor vinnustaðarins er gott, gengur betur að laða til sín gott fólk. Verkefnið fram undan er að auka verðmæti auðlindanna enn frekar og tryggja það að við getum áfram nýtt auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti og nýtt hugmyndaauðgi karla og kvenna til frekari framþróunar á þessu sviði. Ég óska félagi kvenna í sjávarútvegi til hamingju með áhugaverða rannsókn og þá forgöngu sem félagið hefur haft um að auka skilning og afla gagna um stöðu kvenna innan atvinnugreinarinnar. Það veitir mér innblástur að skynja þennan kraft kvenna í matvælatengdri starfsemi. Höfundur er matvælaráðherra.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun