Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2022 17:30 Heiðar Örn Sigurfinnsson er nýr fréttastjóri RÚV. RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember. Fimm karlmenn sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV og Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS voru umsækjendur. Matthías Már Magnússon var ráðinn í starf dagskrárstjóra Rásar 2. Störfin voru auglýst um miðjan janúar og annaðist Hagvangur ráðningarferlið sem var vandað og ítarlegt, að því er segir í tilkynningu. Heiðar Örn og Matthías Már hafa báðir starfað hjá Ríkisútvarpinu í vel á annan áratug. Baldvin Þór Bergsson var dagskrárstjóri Rásar 2 en hann var ráðinn ritstjóri nýs Kastljóss í desember. Auk Matthíasar Más sóttu fimm til viðbótar um starfið. Þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir sérfræðingur og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Varafréttastjóri frá 2017 Heiðar Örn Sigurfinnsson lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2003 og MA-námi í alþjóðasamskiptum frá University of Nottingham í Bretlandi 2004. Hann var ráðinn fréttamaður á fréttastofu RÚV árið 2005 og var þingfréttaritari 2007-2009. Á árunum 2009 til 2018 var hann vakstjóri á fréttastofunni með daglega stjórnun á fréttavakt, ritstjórn og skipulagning fréttavinnslu. Þá var hann um sex ára skeið kosningaritstjóri fréttastofu og fór með skipulag, umsjón og ábyrgð á kosningaumfjöllun RÚV í aðdraganda kosninga. Heiðar Örn hefur frá árinu 2013 lesið fréttir í sjónvarpi. Hann varð varafréttastjóri árið 2017. Í því starfi er meðal annars fólgin ritstjórn og mótun fréttaáherslna fyrir alla miðla í samstarfi við vaktstjóra fréttastofunnar auk daglegs reksturs og mönnunar fréttastofu, áætlanagerð og stefnumótun. Í tilkynningunni segir að hlutverk fréttastjóra verði að leiða fréttastofu Ríkisútvarpsins og bera ábyrgð á fréttaflutningi í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Leitað hafi verið að stjórnanda með yfirgripsmikla þekkingu af blaða- og fréttamennsku, góða samskipta- og samstarfsfærni og hæfni til að leiða árangursríka teymisvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Heiðar Örn uppfyllir afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Matthías Már Magnússon starfaði áður hjá X-inu 977.Aðsend Á Rás 2 frá 2008 Matthías Már Magnússon lauk framhaldsnámi í framleiðslu útvarpsefnis frá Bournemouth University í Bretlandi árið 2007 og leggur nú stund á MLM-nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hann hóf að vinna við dagskrárgerð og dagskrárstjórnun í útvarpi 2002 á XFM og síðar X-inu 977 hjá 365. Hann hefur verið dagskrárgerðarmaður á Rás 2 frá 2008, þar á meðal í Popplandi. Frá 2015 hefur Matthías Már verið tónlistarstjóri og aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2. Í því starfi hefur hann annast ýmislegt sem snýr að rekstri Rásar 2, svo sem skipulagningu dagskrár, þjálfun dagskrárgerðarfólks og erlend og innlend samskipti. Auk þess hefur hann sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Í tilkynningu RÚV segir að hlutverk dagskrárstjóra Rásar 2 sé að leiða Rás 2 og bera ábyrgð á ritstjórn og dagskrárgerð rásarinnar. Leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á dagskrárgerð og góða samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Matthías Már uppfylli afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Fimm karlmenn sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV og Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS voru umsækjendur. Matthías Már Magnússon var ráðinn í starf dagskrárstjóra Rásar 2. Störfin voru auglýst um miðjan janúar og annaðist Hagvangur ráðningarferlið sem var vandað og ítarlegt, að því er segir í tilkynningu. Heiðar Örn og Matthías Már hafa báðir starfað hjá Ríkisútvarpinu í vel á annan áratug. Baldvin Þór Bergsson var dagskrárstjóri Rásar 2 en hann var ráðinn ritstjóri nýs Kastljóss í desember. Auk Matthíasar Más sóttu fimm til viðbótar um starfið. Þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir sérfræðingur og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Varafréttastjóri frá 2017 Heiðar Örn Sigurfinnsson lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2003 og MA-námi í alþjóðasamskiptum frá University of Nottingham í Bretlandi 2004. Hann var ráðinn fréttamaður á fréttastofu RÚV árið 2005 og var þingfréttaritari 2007-2009. Á árunum 2009 til 2018 var hann vakstjóri á fréttastofunni með daglega stjórnun á fréttavakt, ritstjórn og skipulagning fréttavinnslu. Þá var hann um sex ára skeið kosningaritstjóri fréttastofu og fór með skipulag, umsjón og ábyrgð á kosningaumfjöllun RÚV í aðdraganda kosninga. Heiðar Örn hefur frá árinu 2013 lesið fréttir í sjónvarpi. Hann varð varafréttastjóri árið 2017. Í því starfi er meðal annars fólgin ritstjórn og mótun fréttaáherslna fyrir alla miðla í samstarfi við vaktstjóra fréttastofunnar auk daglegs reksturs og mönnunar fréttastofu, áætlanagerð og stefnumótun. Í tilkynningunni segir að hlutverk fréttastjóra verði að leiða fréttastofu Ríkisútvarpsins og bera ábyrgð á fréttaflutningi í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Leitað hafi verið að stjórnanda með yfirgripsmikla þekkingu af blaða- og fréttamennsku, góða samskipta- og samstarfsfærni og hæfni til að leiða árangursríka teymisvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Heiðar Örn uppfyllir afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Matthías Már Magnússon starfaði áður hjá X-inu 977.Aðsend Á Rás 2 frá 2008 Matthías Már Magnússon lauk framhaldsnámi í framleiðslu útvarpsefnis frá Bournemouth University í Bretlandi árið 2007 og leggur nú stund á MLM-nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hann hóf að vinna við dagskrárgerð og dagskrárstjórnun í útvarpi 2002 á XFM og síðar X-inu 977 hjá 365. Hann hefur verið dagskrárgerðarmaður á Rás 2 frá 2008, þar á meðal í Popplandi. Frá 2015 hefur Matthías Már verið tónlistarstjóri og aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2. Í því starfi hefur hann annast ýmislegt sem snýr að rekstri Rásar 2, svo sem skipulagningu dagskrár, þjálfun dagskrárgerðarfólks og erlend og innlend samskipti. Auk þess hefur hann sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Í tilkynningu RÚV segir að hlutverk dagskrárstjóra Rásar 2 sé að leiða Rás 2 og bera ábyrgð á ritstjórn og dagskrárgerð rásarinnar. Leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á dagskrárgerð og góða samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Matthías Már uppfylli afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira