Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 08:37 Sérsveit úkraínska þjóðvarðaliðsins æfir krísuástand vegna innrásar skammt frá yfirgefnu borginni Pripyat, í norðurhluta Úkraínu. AP/Mykola Tymchenko Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir tveimur, ónafngreindum embættismönnum á vegum Bandaríkjastjórnar. Þeir ræddu við fjölmiðla með skilyrði um nafnleynd, en þeir færðu engar sönnur á þessa fullyrðingu sína. Talið er að um 100 þúsund Rússneskir hermenn séu nú við landamæri Rússlands að Úkraínu, en Rússland hefur ítrekað hafnað því að til standi að ráðast inn í nágrannaríki sitt í vestri. Embættismennirnir segja hins vegar að frá miðjum febrúar megi búast við því að jörð frjósi á svæðinu, sem geri Rússaher kleift að flytja enn meira af þungum hergögnum að landamærunum. Embættismennirnir sögðust byggja þetta mat sitt á upplýsingum og gögnum sem stjórnvöld hefðu safnað, en vildi ekki segja nánar frá því um hvaða gögn væri að ræða, þar sem þau væru viðkvæm. Rússar segja heræfing Embættismennirnir eru þá sagðir hafa varað við því að innrás Rússa í Úkraínu gæti kostað allt að 50 þúsund almenna borgara lífið. Þá kynni Kíev, höfuðborg Úkraínu, að falla í hendur innrásarhersins eftir aðeins nokkra daga. Í kjölfarið tæki við flóttamannakrísa í Evrópu þar sem milljónir myndu reyna að flýja frá Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa bætt við herafla sinn í Póllandi, til þess að styrkja varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins ef til átaka kemur. Þannig lenti fyrsti hópur hermannanna í Rzeszów, í suðausturhluta Póllands, í gær. Stjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að 3.000 hermenn í heildina verði sendir til Austur-Evrópu. Rússar hafa aftur á móti sagt að viðvera hermanna þeirra við landamærin sé eingöngu vegna heræfinga, en úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra í vestri taka því með miklum fyrirvara, og telja Rússa undirbúa mögulega innrás. Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Pólland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir tveimur, ónafngreindum embættismönnum á vegum Bandaríkjastjórnar. Þeir ræddu við fjölmiðla með skilyrði um nafnleynd, en þeir færðu engar sönnur á þessa fullyrðingu sína. Talið er að um 100 þúsund Rússneskir hermenn séu nú við landamæri Rússlands að Úkraínu, en Rússland hefur ítrekað hafnað því að til standi að ráðast inn í nágrannaríki sitt í vestri. Embættismennirnir segja hins vegar að frá miðjum febrúar megi búast við því að jörð frjósi á svæðinu, sem geri Rússaher kleift að flytja enn meira af þungum hergögnum að landamærunum. Embættismennirnir sögðust byggja þetta mat sitt á upplýsingum og gögnum sem stjórnvöld hefðu safnað, en vildi ekki segja nánar frá því um hvaða gögn væri að ræða, þar sem þau væru viðkvæm. Rússar segja heræfing Embættismennirnir eru þá sagðir hafa varað við því að innrás Rússa í Úkraínu gæti kostað allt að 50 þúsund almenna borgara lífið. Þá kynni Kíev, höfuðborg Úkraínu, að falla í hendur innrásarhersins eftir aðeins nokkra daga. Í kjölfarið tæki við flóttamannakrísa í Evrópu þar sem milljónir myndu reyna að flýja frá Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa bætt við herafla sinn í Póllandi, til þess að styrkja varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins ef til átaka kemur. Þannig lenti fyrsti hópur hermannanna í Rzeszów, í suðausturhluta Póllands, í gær. Stjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að 3.000 hermenn í heildina verði sendir til Austur-Evrópu. Rússar hafa aftur á móti sagt að viðvera hermanna þeirra við landamærin sé eingöngu vegna heræfinga, en úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra í vestri taka því með miklum fyrirvara, og telja Rússa undirbúa mögulega innrás.
Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Pólland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02