Má bjóða þér að þjást? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 07:31 Það var áhugavert að hlusta á nýjan forstjóra Landspítalans í viðtali á RÚV á dögunum. Hann lagði þar áherslu á að fólkið í landinu vilji fyrst og fremst öfluga heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis sagði hann að skilgreina þurfi hlutverk spítalans og undirstrikaði að það sé ekki sjálfgefið að spítalinn sinni öllum þeim verkefnum sem hann sinnir núna. Ég get fyllilega tekið undir þessi sjónarmið sem forstjórinn setti þarna fram. Enda höfum við í Viðreisn ítrekað lagt áherslu að þjónustan í heilbrigðiskerfinu sé í fyrirrúmi og hún tryggð. Með öflugu hátæknisjúkrahúsi, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og neti sjálfstæðra heilbrigðisaðila. Það er því miður ekki staðan í dag. Biðlistar og biðlistar til að komast á biðlista er það sem bíður margra. Því verður áhugavert að sjá hvaða stefnu ríkisstjórnin tekur núna. Í átt að betri þjónustu – eða frekari ríkisvæðingu. Það er stóra spurningin. En hver er stefnan? Á síðasta kjörtímabili kappkostaði ríkisstjórnin við að ríkisvæða hvern einasta anga heilbrigðiskerfisins. Neitaði að gera samninga við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga. Neitaði að gera samninga við Sjúkratryggingar þannig að hægt væri að tryggja þjónustu við fólk sem þarf á liðskiptaaðgerðum að halda. Ríkisstjórninni fannst einhverra hluta vegna forsvaranlegt að greiða niður aðgerðir á einkaklíník í útlöndum fyrir þrefalt hærra verð en hér heima. Svo ég tali nú ekki um það dómadagsklúður sem flutningur ráðherra á leghálsskimunum frá Krabbameinsfélaginu. „Aðför að heilsu kvenna“ var það kallað. Og það réttilega. Hneykslanleg aðför. Allt voru þetta pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarflokkanna. Ákvarðanir um að verða besta land í heimi í biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Og nú reynir á nýjan heilbrigðisráðherra að koma með sína stefnu. Argasta della Í mínum huga er þetta ekkert annað en argasta della. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram frumvarp sem leiðréttir þessa skekkju varðandi liðskiptaðgerðirnar. Tillögur okkar um að veita Sjúkratryggingum Íslands aukna heimild til að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk voru allar felldar. Við mótmæltum einnig ríkisvæðingu ríkisstjórnarinnar harðlega á síðasta kjörtímabili. Við viljum að þjónustan sé sett í forgrunn. Ekki rekstrarformið. Við þurfum sterkan og öflugan Landspítala. En við þurfum einnig að tryggja jafnt aðgengi og gera samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu. Niðurgreiða sálfræðiþjónustu, liðskiptaaðgerðir og tryggja jafnt aðgengi. Lina þjáningar. Auka lífsgæði. Þannig að það fólk sem hér kýs að búa fái heilbrigðisþjónustu við hæfi og þurfi ekki að þjást á biðlistum. Annað kjörtímabil af því sama er því ekki í boði. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á nýjan forstjóra Landspítalans í viðtali á RÚV á dögunum. Hann lagði þar áherslu á að fólkið í landinu vilji fyrst og fremst öfluga heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis sagði hann að skilgreina þurfi hlutverk spítalans og undirstrikaði að það sé ekki sjálfgefið að spítalinn sinni öllum þeim verkefnum sem hann sinnir núna. Ég get fyllilega tekið undir þessi sjónarmið sem forstjórinn setti þarna fram. Enda höfum við í Viðreisn ítrekað lagt áherslu að þjónustan í heilbrigðiskerfinu sé í fyrirrúmi og hún tryggð. Með öflugu hátæknisjúkrahúsi, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og neti sjálfstæðra heilbrigðisaðila. Það er því miður ekki staðan í dag. Biðlistar og biðlistar til að komast á biðlista er það sem bíður margra. Því verður áhugavert að sjá hvaða stefnu ríkisstjórnin tekur núna. Í átt að betri þjónustu – eða frekari ríkisvæðingu. Það er stóra spurningin. En hver er stefnan? Á síðasta kjörtímabili kappkostaði ríkisstjórnin við að ríkisvæða hvern einasta anga heilbrigðiskerfisins. Neitaði að gera samninga við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga. Neitaði að gera samninga við Sjúkratryggingar þannig að hægt væri að tryggja þjónustu við fólk sem þarf á liðskiptaaðgerðum að halda. Ríkisstjórninni fannst einhverra hluta vegna forsvaranlegt að greiða niður aðgerðir á einkaklíník í útlöndum fyrir þrefalt hærra verð en hér heima. Svo ég tali nú ekki um það dómadagsklúður sem flutningur ráðherra á leghálsskimunum frá Krabbameinsfélaginu. „Aðför að heilsu kvenna“ var það kallað. Og það réttilega. Hneykslanleg aðför. Allt voru þetta pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarflokkanna. Ákvarðanir um að verða besta land í heimi í biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Og nú reynir á nýjan heilbrigðisráðherra að koma með sína stefnu. Argasta della Í mínum huga er þetta ekkert annað en argasta della. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram frumvarp sem leiðréttir þessa skekkju varðandi liðskiptaðgerðirnar. Tillögur okkar um að veita Sjúkratryggingum Íslands aukna heimild til að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk voru allar felldar. Við mótmæltum einnig ríkisvæðingu ríkisstjórnarinnar harðlega á síðasta kjörtímabili. Við viljum að þjónustan sé sett í forgrunn. Ekki rekstrarformið. Við þurfum sterkan og öflugan Landspítala. En við þurfum einnig að tryggja jafnt aðgengi og gera samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu. Niðurgreiða sálfræðiþjónustu, liðskiptaaðgerðir og tryggja jafnt aðgengi. Lina þjáningar. Auka lífsgæði. Þannig að það fólk sem hér kýs að búa fái heilbrigðisþjónustu við hæfi og þurfi ekki að þjást á biðlistum. Annað kjörtímabil af því sama er því ekki í boði. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun