Vond staða hjá Dýraverndarsambandi Íslands Linda Karen Gunnarsdóttir og Rósa Líf Darradóttir skrifa 31. janúar 2022 07:01 Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er aldargamall málsvari dýra í landinu, stofnað 1914. Félagið lyfti grettistaki í dýravelferðarmálum hér á landi og á sér merka sögu. Það er slæmt að sjá stöðu Dýraverndarsambandsins nú, en undanfarin ár hefur félagið verið óvirkt og ekki starfað í samkvæmt lögum þess. DÍS að bregðast hlutverki sínu Eitt af hlutverkum Dýraverndarsambandsins er að veita stjórnsýslunni aðhald í málefnum dýravelferðar. Það hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Starfsemi félagsins hefur ekki verið sýnileg og félagið ekki að sinna hlutverki sínu. Einnig er farið að bera á því að Dýraverndarsambandið sé orðið að málsvara hagsmunaðila sem samræmist ekki tilgangi félagsins sem málsvara dýra. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um velferð dýra nr 55/2013 þess efnis að banna blóðmerahald. Komið hafa fram sláandi gögn sem sýna fram á að ekki er hægt að tryggja góða meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku og að meðhöndlunin samræmist ekki lögum um velferð dýra. Blóðtakan sjálf gengur sömuleiðis langt yfir heilsusamleg mörk hryssanna. Vitnað hefur verið til erlendra vísindagagna um velferðarmörk hrossa varðandi blóðmissi sem sýna fram á það. Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra. Stjórn DÍS ekki með endurnýjað umboð félaga Síðasti aðalfundur í DÍS var haldinn árið 2018, en á skv. lögum félagsins að halda árlega og hefur sitjandi stjórn því ekki endurnýjað umboð félaga. Í færslu á heimasíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að ástæður þessa séu flutningar í nýtt húsnæði árið 2019 og faraldurinn sl. tvö ár. Þetta eru lélegar afsakanir og sýna um leið viðhorf stjórnar til félaga í DÍS. Aðalfundi hefði verið hægt að halda með rafrænum hætti. Félagar hafa sömuleiðis ekki fengið upplýsingar frá stjórn DÍS síðan vorið 2018 og fyrirspurnum með tölvupósti er varla eða ekki svarað. Aðalfundargerð og ársskýrsla hefur ekki verið birt síðan 2016 og fundargerðir stjórnar ekki síðan 2017. Þetta er óásættanlegt. Fjármál félagsins í ólestri Í færslu á vefsíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að félagið sé búið að vera að greiða fyrir þrif, framkvæmdir á húsnæði, vinnu við bókhald o.fl.þ.h. Kemur fram að stjórnarmenn, að ósk stjórnarmanna og í þeirra umboði, séu í einhverjum tilfellum að taka að sér slík launuð störf. Stjórnin hefur ekki innheimt félagsgjöld síðan 2018 og er verið að ganga á sjóði Dýraverndarsambandsins til að standa undir rekstri félagsins. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hefur DÍS ekki skilað skattframtali síðan 2018, fyrir árið 2017. Fjármál félagsins eru því í ólestri. Ofantalið er áfellisdómur yfir núverandi stjórn Dýraverndarsambandsins. Ljóst er að stjórnarmenn eru að bregðast félaginu og félögum þess. Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta. Undirritaðar krefjast þess að stjórn félagsins haldi aðalfund sem allra fyrst og kosin verði ný stjórn sem starfar í samræmi við lög Dýraverndarsambandsins. Höfundar eru hestafræðingur og læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Linda Karen Gunnarsdóttir Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er aldargamall málsvari dýra í landinu, stofnað 1914. Félagið lyfti grettistaki í dýravelferðarmálum hér á landi og á sér merka sögu. Það er slæmt að sjá stöðu Dýraverndarsambandsins nú, en undanfarin ár hefur félagið verið óvirkt og ekki starfað í samkvæmt lögum þess. DÍS að bregðast hlutverki sínu Eitt af hlutverkum Dýraverndarsambandsins er að veita stjórnsýslunni aðhald í málefnum dýravelferðar. Það hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Starfsemi félagsins hefur ekki verið sýnileg og félagið ekki að sinna hlutverki sínu. Einnig er farið að bera á því að Dýraverndarsambandið sé orðið að málsvara hagsmunaðila sem samræmist ekki tilgangi félagsins sem málsvara dýra. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um velferð dýra nr 55/2013 þess efnis að banna blóðmerahald. Komið hafa fram sláandi gögn sem sýna fram á að ekki er hægt að tryggja góða meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku og að meðhöndlunin samræmist ekki lögum um velferð dýra. Blóðtakan sjálf gengur sömuleiðis langt yfir heilsusamleg mörk hryssanna. Vitnað hefur verið til erlendra vísindagagna um velferðarmörk hrossa varðandi blóðmissi sem sýna fram á það. Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra. Stjórn DÍS ekki með endurnýjað umboð félaga Síðasti aðalfundur í DÍS var haldinn árið 2018, en á skv. lögum félagsins að halda árlega og hefur sitjandi stjórn því ekki endurnýjað umboð félaga. Í færslu á heimasíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að ástæður þessa séu flutningar í nýtt húsnæði árið 2019 og faraldurinn sl. tvö ár. Þetta eru lélegar afsakanir og sýna um leið viðhorf stjórnar til félaga í DÍS. Aðalfundi hefði verið hægt að halda með rafrænum hætti. Félagar hafa sömuleiðis ekki fengið upplýsingar frá stjórn DÍS síðan vorið 2018 og fyrirspurnum með tölvupósti er varla eða ekki svarað. Aðalfundargerð og ársskýrsla hefur ekki verið birt síðan 2016 og fundargerðir stjórnar ekki síðan 2017. Þetta er óásættanlegt. Fjármál félagsins í ólestri Í færslu á vefsíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að félagið sé búið að vera að greiða fyrir þrif, framkvæmdir á húsnæði, vinnu við bókhald o.fl.þ.h. Kemur fram að stjórnarmenn, að ósk stjórnarmanna og í þeirra umboði, séu í einhverjum tilfellum að taka að sér slík launuð störf. Stjórnin hefur ekki innheimt félagsgjöld síðan 2018 og er verið að ganga á sjóði Dýraverndarsambandsins til að standa undir rekstri félagsins. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hefur DÍS ekki skilað skattframtali síðan 2018, fyrir árið 2017. Fjármál félagsins eru því í ólestri. Ofantalið er áfellisdómur yfir núverandi stjórn Dýraverndarsambandsins. Ljóst er að stjórnarmenn eru að bregðast félaginu og félögum þess. Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta. Undirritaðar krefjast þess að stjórn félagsins haldi aðalfund sem allra fyrst og kosin verði ný stjórn sem starfar í samræmi við lög Dýraverndarsambandsins. Höfundar eru hestafræðingur og læknir.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun